Beint í efni

11. fundur stjórnar LK 2017-2018

04.04.2018

Ellefti fundur stjórnar Landssambands kúabænda starfsárið 2017-2018, var haldinn í Bændahöllinni, þriðjudaginn 6. mars kl.10.55.

Á fundinn mættu Arnar Árnason formaður, Pétur Diðriksson, Elín Heiða Valsdóttir, Herdís Magna Gunnarsdóttir og Bessi Vésteinsson. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri, ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og svo var gengið til dagskrár.

Þetta var gert:

  1. Tilnefning í stjórn SAM. Stjórn LK samþykkir að tilnefna Herdísi Mögnu Gunnarsdóttur sem aðalmann í stjórn SAM og Pétur Diðriksson sem varamann. Jóhann Nikulásson hefur gegnt starfi aðalmanns fyrir hönd LK undanfarin ár. Þakkar stjórn LK Jóhanni fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna og greinarinnar.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 11.15

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda