Beint í efni

Um BÍ

Bændasamtök Íslands eru heildarsamtök íslenskra bænda. Þau eru málsvari bænda og vinna að framförum og hagsæld í landbúnaði. Aðild að samtökunum geta átt einstaklingar og félög einstaklinga og lögaðila sem standa að búrekstri.

Höfuðstöðvar BÍ eru í Borgartúni 25, 4. hæð, í Reykjavík. Þá eiga og reka samtökin Nautastöðina á Hesti og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.

Hjá Bændasamtökunum starfa um þrjátíu manns, fjölbreyttur hópur með ólíka reynslu og bakgrunn. Stjórn BÍ samanstendur af sjö bændum. Framkvæmdastjóri og formaður BÍ eru talsmenn samtakanna og koma fram fyrir þeirra hönd.

Hlutverk Bændasamtaka Íslands er að vera málsvari bænda og vinna að framförum og hagsæld í landbúnaði. Í samræmi við þetta meginhlutverk greinist starfsemi samtakanna í fjóra meginþætti:

• Þau beita sér fyrir bættum kjörum bænda á öllum sviðum
• Þau annast leiðbeiningaþjónustu og sinna faglegri fræðslu í þágu landbúnaðarins
• Þau annast útgáfustarfsemi og miðlun upplýsinga sem varða bændur og hagsmuni þeirra
• Þau annast ýmis verkefni fyrir ríkisvaldið og aðra aðila sem tengjast hagsmunum bænda og landbúnaði, veita umsögn um lagafrumvörp sem snerta landbúnaðinn og sinna öðrum verkefnum sem varða hag bænda

Einnig gæta Bændasamtök Íslands að hagsmunum bændastéttarinnar og sameina bændur um þá með því meðal annars að:

1. Móta stefnu í málefnum bænda og landbúnaðarins í heild.

2. Eru málsvari bændastéttarinnar gagnvart ríkisvaldinu og öðrum aðilum þjóðfélagsins sem stéttin hefur samskipti við.

3. Beita sér fyrir nýmælum í löggjöf og breytingum á eldri lögum er til framfara horfa og snerta bændastéttina og landbúnaðinn.

4. Fylgjast grannt með afkomu bænda og rekstrarskilyrðum landbúnaðarins og kappkosta með því að tryggja þeim lífskjör í samræmi við aðrar stéttir þjóðfélagsins.

5. Annast samningagerð af hálfu bænda, t.d. um framleiðslustjórn, verðlagningu búvara og kjör starfsfólks í landbúnaði.

6. Koma fram fyrir hönd íslenskra bænda gagnvart hliðstæðum samtökum erlendis og annast samskipti við þau eftir því sem ástæða þykir og tilefni gefast til. 

Aðildarfélög og búnaðarþingsfulltrúar
Aðildarfélög BÍ eru annars vegar búnaðarsambönd (alls 11 talsins) og hins vegar búgreinafélög (alls 12 talsins) auk Samtaka ungra bænda, Beint frá býli og VOR-Verndun og ræktun, félags framleiðenda í lífrænum búskap. Búnaðarþing er haldið á tveggja ára fresti en þar sitja 63 fulltrúar sem kosnir eru af búnaðarsamböndum og búgreinafélögum.

Búnaðarsambönd
Búnaðarsamband Kjalarnesþings
Búnaðarsamtök Vesturlands
Búnaðarsamband Vestfjarða
Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda
Búnaðarsamband Skagfirðinga
Búnaðarsamband Eyjafjarðar
Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga
Búnaðarsamband Norður-Þingeyinga
Búnaðarsamband Austurlands
Búnaðarsamband Austur-Skaftafellssýslu
Búnaðarsamband Suðurlands

Búgreinafélög
Félag eggjaframleiðenda
Félag ferðaþjónustubænda
Félag hrossabænda
Félag kjúklingabænda
Geitfjárræktarfélag Íslands
Landssamband kúabænda
Landssamtök sauðfjárbænda
Landssamtök skógareigenda
Samband garðyrkjubænda
Samband íslenskra loðdýrabænda
Svínaræktarfélag Íslands

Önnur félög
Beint frá býli
Samtök ungra bænda
VOR - verndun og ræktun, félag framleiðenda í lífrænum búskap
 

Bændasamtökin nota QuestionPro og þau tól sem boðið er upp á,  hönnuð af sérfræðingum í rannsóknum til að safna upplýsingum. Með því söfnum við betri gögnum.