Beint í efni

Bændasamtök Íslands, Samtök fyrirtækja í landbúnaði og Búnaðarsamband Eyjafjarðar standa að viðburðum.

Landbúnaður á krossgötum

Föstudagurinn 13.október frá 9 til 12
Málþing í Menningarhúsinu Hof Akureyri
Dagskrá hefst 9:30. Húsið opnar 9:00

09:30   Setning – Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands
09:40   Gróska eða stöðnun – Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna
09:50   Hagræðingarmöguleikar í landbúnaði – Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri SAFL
10:10   Pallborðsumræður

10:35   Hlé

11:00   Sófaspjall - Hagsmunagæslan, staða og horfur – Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ og Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri SAFL
11:10   Flöggum því sem til er – Höskuldur Sæmundsson, sérfræðingur á markaðssviði hjá Bændasamtökum Íslands
11:20 Ný hugsun í landbúnaði - Sölvi Arnarson, bóndi og veitingamaður í Efsta dal II
11:30   Pallborðsumræður

11:55   Ráðstefnuslit – Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands


Laugardaginn 14.október milli 12 og 16 bjóða bændur gesti velkomna heim í hlað.
Býli sem bjóða í hlað:

Suðurland

  • Vesturholt Þykkvabæ - kartöflurækt - Birkir Ármannsson
  • Espiflöt - Blómarækt - Axel Sæland

Norðurland

  • Þórustaðir Eyjafjarðarsveit – kartöflurækt – Helgi Örlygsson
  • Sölvastaðir Eyjafj.sveit – svínahús í byggingu - Ingvi Stefánsson
  • Garðshorn Þelamörk Hörgársveit – hrossa- og sauðfjárrækt - Agnar Þór Magnússon
  • Syðri-Bægisá Hörgársveit - mjólkurframleiðsla - Helgi B. Steinsson

Dagur sauðkindarinnar

Dagskrá hefst á Skeiðvangi á Hvolsvelli klukkan 14 - nánar um dagskránna hér


Skógarbændur munu halda málþing að Hótel Varmalandi í Borgarfirði laugardaginn 14. október nk.. Umfjöllunarefni þingsins eru matur úr skóginum og umhirða í skógi. 

Málþingið er haldið af Félögum skógarbænda og búgreinadeild skógarbænda hjá BÍ

Frekari upplýsingar hér