
Vilt þú setja upp hleðslustöð fyrir rafbíla?
03.07.2018
Í vetur auglýsti verkefnið Hleðsla í hlaði eftir bændum sem hafa áhuga á því að setja upp hleðslustöð fyrir rafbíla. Á þriðja tug bænda og rekstraraðila í ferðaþjónustu hafa sýnt áhuga en verkefnastjórn vill þétta netið enn frekar og óskar eftir þátttöku fleiri bænda. Fyrstu stöðvarnar eru komnar upp og bráðlega bætast við fleiri.
Ávinningur:
• Sala á rafmagni er ný tekjulind
• Viðbót við aðra þjónustu á býlinu
• Félagar í Hey Iceland og BÍ eiga kost á styrk
• Stuðningur og ráðgjöf
Fyrirtækið Hleðsla ehf. gerði samkomulag við Hleðslu í hlaði og býður þátttakendum hleðslulausnir á hagstæðu verði. Verð þeirra er frá kr. 89.990- m. vsk. Hleðslustöðvarnar henta jafnvel til heimilisnotkunar og hjá rekstraraðilum.
Upplýsingar um hleðslustöðvar veita sölumenn Hlöðu ehf. í síma 564-1440 og í netfangið hlada@hlada.is. Nánar á hlada.is
Hleðsla í hlaði er samstarfsverkefni Bændasamtakanna, Orkuseturs og Hey Iceland. Aðalmarkmið er að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla í sveitum landsins. Nánari upplýsingar um Hleðslu í hlaði er að finna hér.