Beint í efni

Úthlutað til þróunarverkefna búgreina

12.05.2023

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur úthlutað rúmum 93 milljónum króna til 27 þróunarverkefna í landbúnaði. Um er að ræða tólf verkefni í sauðfjárrækt, níu í nautgriparækt og sex í garðyrkju.

Úthlutunin er gerð að tillögu fagráða viðkomandi greina og framkvæmdanendar búvörusamninga. Tilgangur framlagsins er að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í fyrrnefndum búgreinum.

„Mikilvægi sjálfbærs landbúnaðar hefur sjaldnast verið meira en nú,“ sagði matvælaráðherra. „Því er mikilvægt að stjórnvöld hlúi að vaxtarsprotum greinarinnar eftir fremsta megni líkt og gert er með þessari úthlutun. Rannsóknir og þekking eru lykilatriði til að tryggja okkar fæðuöryggi til framtíðar“.

Úthlutanir voru sem hér segir:

Garðyrkja

UmsækjandiVerkefni4pphæð
Bændasamtök ÍslandsErlendir garðyrkjuráðunautar24.186.648 kr.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarinsJörð.is - Snjalltækjavæðing1.041.333 kr.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarinsKynnisferð til Danmerkur - kartöflubændur2.558.000 kr.
Matís ohfGrænmetisbókin - Vefrit Frá uppskeru til neytenda1.150.720 kr.
Þórustaðir ehfKartöflur með lægra kolvetnisinnihald1.000.000 kr.
Landbúnaðarháskóli ÍslandsÁhrif lýsingar og CO2 auðgunar á vöxt uppskeru og gæði gróðurhúsatómata7.000.000 kr.
 Samtals36.936.701 kr.

Sauðfjárrækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarinsLambadómar 20222.400.000 kr.
Tilraunastöð HÍ KeldumRannsókn á umhverfissmiti á riðubæjum1.255.000 kr.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarinsHvatastyrkir vegna arfgerðagreininga 2023 (riðurannsóknir)10.070.000 kr.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarinsUtanumhald um feldfé í Fjárvís1.000.000 kr.
Matís ohfFitusprenging í íslensku lambakjöti5.000.000 kr.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarinsFjárvís.is Samskipti við jaðartæki - framhald4.170.000 kr.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarinsAfkvæmarannsóknir vegna sæðingastöðvanna 2023725.000 kr.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarinsAfkvæmarannsóknir bænda á hrútum 20233.380.000 kr.
Landbúnaðarháskóli ÍslandsRiðukynbótamat4.100.000 kr.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarinsJörð.is - Snjalltækjavæðing1.000.000 kr.
Smalahundafélag Íslands SÍFErlendir leiðbeinendur við fjárhundatamningar1.200.000 kr.
Karólína ElísabetardóttirVettvangsferð hóps alþjóðlegra riðusérfræðinga300.000 kr.
 Samtals34.600.000

Nautgriparækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarinsJörð.is - Snjalltækjavæðing1.041.333 kr.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarinsBætt uppskeruskráning á korni980.000 kr.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarinsNorFor 2023 samstarf2.568.545 kr.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarinsEndurmenntun í búfjárdómum holdagripa949.000 kr.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarinsRekstur kúabúa - greining rekstrargagna og eftirfylgni til bænda Framhald7.380.000 kr.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarinsHuppa.is - mælaborð2.325.000 kr.
Landbúnaðarháskóli ÍslandsSkipulögð yfirsáning grasfræs á tún - leið til að bæta endingu ræktunar966.000 kr.
Landbúnaðarháskóli ÍslandsDreifðar byggkjarnatilraunir3.000.000 kr.
Landbúnaðarháskóli ÍslandsBeit mjólkurkúa í mjaltaþjónafjósi2.513.000 kr.
 Samtals21.722.878 kr.