
Úrslit kosninga í kjöri til formanns Bændasamtaka Íslands
03.03.2024
Tilkynning frá kjörstjórn Bændasamtaka Íslands - Sunnudagur 03.03.2024
Kosning til formanns Bændasamtaka Íslands er nú lokið. Á kjörskrá voru 2.428. Alls kusu 1314, sem gerir 54,12% kjörsókn.
Atkvæði skiptust niður á eftirfarandi hátt;
Gunnar Þorgeirsson 426 atkvæði eða 32,42% atkvæða.
Trausti Hjálmarsson 865 atkvæði eða 65,83% atkvæða.
Auðir atkvæðaseðlar voru 23 eða 1,75% atkvæða.
Trausti Hjálmarsson er því rétt kjörinn formaður Bændasamtaka Íslands til næstu tveggja ára.
Kjörstjórn Bændasamtaka Íslands
Einar Ófeigur Björnsson
Ólöf Ósk Guðmundsdóttir
Sigrún Hanna Sigurðardóttir