Beint í efni

Stefnumótasíða á Netinu, eingöngu fyrir bændur!

28.07.2003

 

Ný dönsk heimasíða á eftir, ef að líkum lætur, að hjálpa bændum að finna maka í framtíðinni, en heimasíðan er eingöngu ætluð bændum. Samkvæmt upplýsingum frá atvinnumiðluninni Job På Landet þá er rík þörf fyrir svona sérhæfða stefnumótasíðu fyrir bændur. Að sögn Ivan Baadsgaard, framkvæmdastjóra Job På

Landet, hefur fyrirtækið margsinnis verið hvatt til að standa fyrir slíkri heimasíðu og nú væri einfaldlega komið að því. „Síðurnar sem eru til í dag henta einfaldlega ekki bændum“, sagði Ívan. Á heimasíðunni geta bæði karlar og konur sett inn upplýsingar um sjálfa sig og leitað í gagnagrunni. Nánari upplýsingar má finna á: www.jobpaalandet.dk/dating