SS hækkar verð á nautakjöti um allt að 6%
03.06.2011
Sláturfélag Suðurlands hefur ákveðið verðhækkun á öllum flokkum nautakjöts og nemur hækkunin allt að 6% á einstaka flokka. Flutningskostnaður og heimtaka er óbreytt. Hækkunin gildir afturvirkt frá 30. maí 2011. Eftir hækkun er UN úrval A á 625 kr/kg, UN 1 A á 575 kr/kg og K1 A á 500 kr/kg./BHB