Beint í efni

Setning Búnaðarþings 2021

22.03.2021

Búnaðarþing 2021 var formlega sett í Súlnasal Hótel Sögu klukkan 12:30 í dag og hafa fulltrúar á þinginu tekið til starfa.

Störf þingsins í dag munu einkennast af kynningum á skýrslum starfsemi Bændasamtaka Íslands (BÍ) og tengdra félaga auk þess sem nefndarstörf hefjast. Á morgun verður nefndarstörfum haldið áfram og síðan mál þingsins tekin til afgreiðslu, en að þessu sinni eru þau mun færri en venjulega enda liggur stór tillaga fyrir þinginu um róttæka breytingu á félagskerfi bænda – sem felst meðal annars í sameiningu Bændasamtaka Íslands og búgreinafélaganna.

Streymt var beint frá setningarathöfn þingsins og má horfa á hana í gegnum Facebook-síðu Bændasamtaka Íslands.

Myndir frá athöfninni má nálgast í Myndasöfnunum á vef Bændablaðsins, bbl.is:

Setningarathöfn Búnaðarþings 2021

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ, stýrði athöfninni sem hófst formlega á setningarræðu Gunnars Þorgeirssonar formanns BÍ. Að henni lokinni fluttu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og loks Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávörp.

Tónlistaratriði voru á milli ávarpa.

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ, stýrði athöfninni.