Beint í efni

Sauðfjárbændur funda

18.03.2008

Aðalfundir hjá félögum sauðfjárbænda standa yfir þessa dagana um allt land. Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu heldur sinn aðalfund að kvöldi þriðudagsins 18. mars og miðvikudaginn 19. mars funda sauðfjárbændur í Strandasýslu. Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu heldur sinn fund miðvikudaginn 26. mars.

Næstu fundir:
Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu - Dalabúð, Búðardal - þriðjudagur 18. mars

Félag sauðfjárbænda á Ströndum - Sævangi, Ströndum - miðvikudagur 19. mars kl. 13.30

Félag sauðfjárbænda í Eyjafirði - Hlíðabæ, Eyjafirði - miðvikudagur 26. mars kl. 20.30

Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu - miðvikudagur 26. mars (stað- og tímasetning hefur ekki borist).

Lokið er fundum í Snæfellsness og Hnappadalssýslu, S-Þingeyjarsýslu, V-Húnavatnssýslu, Árnessýslu og í Skagafirði.

Forsvarsmenn félaga eru eindregið hvattir til að senda afrit af fundarboðum á ls@bondi.is segir í frétt frá Landssamtökum sauðfjárbænda á saudfe.is. Þar er jafnframt minnt á árshátíð sauðfjárbænda sem haldin verður á Hótel Sögu 11. apríl. Bændur eru hvattir til að tryggja sér miða og hringja í síma 563-0300 eða senda póst á ls@bondi.is.