Beint í efni

Rafræn kosning formanns Bændasamtaka Íslands er hafin og verður virk til kl. 23:59 þann 2. mars n.k.

01.03.2024

Ágæti félagsmaður Bændasamtaka Íslands

Kosið er á milli tveggja frambjóðenda.

Athugið að í tilfellum þar sem rekstur er í félagaformi þarf í einhverjum tilfellum að nota rafræn skilríki þess forsvarsmanns sem fer fyrir félaginu til að auðkenna sig inn í kjörseðilinn.

Hvernig á að kjósa?

Hér að neðan er tengill á kosninguna merkt „Greiða atkvæði“.

Þegar smellt er á tengilinn opnast í vafra auðkenningarsíða Ísland.is þar sem félagsmaður þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Þegar auðkenningu er lokið hefur félagsmaður  aðgang að kjörseðli sínum í formannskjöri.  


Við vekjum athygli á því að allir félagsmenn BÍ, sem skráðir voru með aðild um áramót 31.12.2023, geta greitt atkvæði með því að smella á hlekkinn hér að ofan.

Hægt er að kjósa oftar en einu sinni, en síðasta atkvæði gildir.

Kosningu lýkur klukkan 23:59 þann 2. mars 2024