
Ræktun iðnaðarhamps – Könnun
19.07.2023
Bændasamtök Íslands og Hampfélagið standa nú fyrir könnun um ræktun iðnaðarhamps.
Könnunin er fyrst og fremst ætluð þeim sem vilja kanna möguleika til hampræktunar til iðnaðar.
Tilgangur könnunarinnar er að safna tölulegum upplýsingum um vinnuframlag, landkosti og hampafurðir ræktaðar á Íslandi. Könnunin er einungis 20 spurningar og hvetjum við alla áhugasama til að svara henni.