Beint í efni

Nýr kjarasamningur SGS og BÍ

23.05.2024

Starfsgreinasamband Íslands og Bændasamtök Íslands hafa undirritað kjarasamning um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Undir búrekstur fellur hvers konar búfjárrækt, jarðrækt, skógrækt, garðrækt og ylrækt. Auk þess falla ráðskonur/matráðar á bændabýlum undir samninginn. Starfsmenn, sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl, geta fallið undir gildissvið samningsins enda sé það samþykkt af hálfu viðkomandi stéttarfélags.

Launakjör  miðast við 10. launaflokk í launatöflu Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins í kjarasamningi sem undirritaður var þann 7. mars 2024.

Á mynd: Örvar Þór Ólafsson starfandi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og Björg Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins við handsölun samningsins í húsakynnum SGS.