Nautaskráin á netinu
18.05.2007
Fyrir skömmu var Nautaskrá Bændasamtaka Íslands birt í nýju formi á netinu. Með því að smella hér er farið inn á hina nýju síðu. Framsetningu upplýsinga hefur verið breytt nokkuð og boðið er upp á ýmsa möguleika, eins og að raða nautunum eftir einkunnum o.s.frv.
Vægi einstakra eiginleika í heildareinkunn reyndra nauta er nú sem hér segir: Afurðir 44% (í afurðum vega kg mjólkurpróteins 85% og próteinhlutfall 15%), mjaltir, frumutala, júgur, spenar, ending, frjósemi og skap vega hver um sig 8%. Vægi afurða hefur minnkað verulega á undanförnum árum. Fyrir um fimm árum var það um 60%. Með stækkandi búum hefur áhersla bænda á góðar mjaltir kúnna aukist verulega. Er greinilegt að mörgum finnst of lítil áhersla lögð á þann þátt í kynbótastarfinu, enda hefur hann sterk áhrif á afköst við mjaltir, óháð tæknistigi og búnaði.