Beint í efni

Lífrænar vörur í sókn í Bandaríkjunum

06.06.2012

Á síðasta ári varð mikil aukning í neyslu á lífrænum vörum í Bandaríkjunum en alls jókst söluvelta lífrænna vara um heil 10% og nam heildarsalan fjögur þúsund milljörðum íslenskra króna! Lang stærsti hluti vöruveltunnar er í matvöru eða um 90% en hinsvegar virðist vera aukinn áhugi einnig á því að kaupa aðrar vörur sem eru lífrænt vottaðar.

 

Í frétt frá Dairy Industry International kemur fram að bandarískir neytendur sem kaupa lífrænar vörur hugsi afar mikið um eigið heilbrigði og séu afar umhyggjusamir um umhverfismál og framleiðsluaðferðir vara. Þá kemur jafnframt fram að þrátt fyrir töluverða aukningu á árinu, þá nemur hlutdeild lífrænna vara ekki nema 4,2% af heildarsölu matvara í Bandaríkjunum/SS.