Lífland lækkar kjarnfóðurverð um 4-5%
30.04.2013
Svofelld fréttatilkynning barst frá Líflandi hf. í dag:
Lífland hefur gefið út nýjan verðlista á tilbúnu fóðri sem tekur gildi 1. maí nk. Lækkun er á öllum fóðurtegundum frá fyrri verðlista og nemur hún að lágmarki 4%. Lækkunin er mismunandi eftir tegundum en mest nemur hún 5%. Ástæða verðbreytinga er lækkun á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar og styrking íslensku krónunnar. Lífland lækkaði einnig verð 25. mars sl. en fram að því hafði verð haldist óbreytt frá byrjun desembermánaðar.
Verðlista kjarnfóðurs má sjá á heimasíðu Líflands, www.lifland.is. Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Sæberg Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri Líflands, í síma 540-1100.
Um Lífland
Starfsemi Líflands lýtur í dag annars vegar að þjónustu og framleiðslu tengdri landbúnaði og matvælum og hins vegar að hestaíþróttum, dýrahaldi og útivist. Lífland rekur nýja fóðurverksmiðju á Grundartanga sem framleiðir kjarnfóður. Lífland rekur auk þess Kornax, einu hveitimyllu landsins. Fyrirtækið sérhæfir sig í mölun og vinnslu á hveiti og öðrum mjölafurðum auk innflutnings á öðrum matvælum. Lífland rekur einnig tvær verslanir að Lynghálsi 3 í Reykjavík og Lónsbakka á Akureyri. Áhersla verslana er á hesta- og útvistarvörur, gæludýravörur og rekstrarvörur til bænda.
Verðlistar kjarnfóðursala 1. maí 2013