Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Lífland lækkar kjarnfóðurverð um 4-5%

30.04.2013

Svofelld fréttatilkynning barst frá Líflandi hf. í dag:

 

 

Lífland hefur gefið út nýjan verðlista á tilbúnu fóðri sem tekur gildi 1. maí nk. Lækkun er á öllum fóðurtegundum frá fyrri verðlista og nemur hún að lágmarki 4%. Lækkunin er mismunandi eftir tegundum en mest nemur hún 5%. Ástæða verðbreytinga er lækkun á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar og styrking íslensku krónunnar. Lífland lækkaði einnig verð 25. mars sl. en fram að því hafði verð haldist óbreytt frá byrjun desembermánaðar.

 

Verðlista kjarnfóðurs má sjá á heimasíðu Líflands, www.lifland.is. Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Sæberg Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri Líflands, í síma 540-1100.

 

 

Um Lífland

 

Starfsemi Líflands lýtur í dag annars vegar að þjónustu og framleiðslu tengdri landbúnaði og matvælum og hins vegar að hestaíþróttum, dýrahaldi og útivist. Lífland rekur nýja fóðurverksmiðju á Grundartanga sem framleiðir kjarnfóður. Lífland rekur auk þess Kornax, einu hveitimyllu landsins. Fyrirtækið sérhæfir sig í mölun og vinnslu á hveiti og öðrum mjölafurðum auk innflutnings á öðrum matvælum. Lífland rekur einnig tvær verslanir að Lynghálsi 3 í Reykjavík og Lónsbakka á Akureyri. Áhersla verslana er á hesta- og útvistarvörur, gæludýravörur og rekstrarvörur til bænda.

 

 

Verðlistar kjarnfóðursala 1. maí 2013