Beint í efni

Landbúnaðarsýning í Laugardalshöll

09.10.2018

Tæplega 100 sýnendur koma saman á landbúnaðarsýningu í Laugardalshöll dagana 12. - 14. október. Bændasamtökin verða að sjálfsögðu á staðnum með myndarlegan bás þar sem aðildarfélög og fleiri munu láta ljós sitt skína. Verið velkomin á stærstu landbúnaðarsýningu sem haldin hefur verið í háa herrans tíð!
 
Opið frá föstudegi til sunnudags
 
Sýningin hefst með opnunarhófi kl. 13.00 föstudaginn 12. okt. Þann dag er opnunartími 14.00–19.00, á laugardag 13. okt. 10.00–18.00 og sunnudag 14. okt. 10.00–17.00. Miðar gilda alla helgina en miðaverð er kr. 1.000 og frítt fyrir aldraða, öryrkja, námsmenn og börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum. Félagsmenn í Bændasamtökum Íslands fá senda boðsmiða á sýninguna sem gilda alla sýningardagana. Tímarit Bændablaðsins kemur út vikuna fyrir sýningu og mun þjóna sem sýningarblað.

Fyrirtækið Ritsýn sf. stendur fyrir sýningunni.

Facebook-síða sýningarinnar

Icelandic Farming Expo - English

Tímarit Bændablaðsins - sýningarskrá

Fyrirlestradagskrá - pdf