Beint í efni

Kröfugerð Bændasamtakanna vegna endurskoðunar Búvörusamninga

28.09.2023

Í dag, fimmtudaginn 28. september kynntu Bændasamtök Íslands fulltrúum matvælaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins í nefnd um endurskoðun Búvörusamninga kröfugerð BÍ vegna endurskoðunarinnar.  Var kröfugerðin unnin af starfsfólki og stjórn BÍ og búgreinadeildanna og lögð fram sameiginlega á fundi í dag.

Bændasamtökin hafa ekki farið leynt með vonbrigði sín með það hversu fálega áhyggjum bænda af sinni stöðu og afkomu hefur verið tekið og er það von BÍ að kröfugerðin þjóni því markmiði að hreyfa umræðuna í átt að bættri niðurstöðu.