
Kjarasamningur milli BÍ og SGS undirritaður
20.02.2023
Starfsgreinasamband Íslands og Bændasamtök Íslands hafa undirritað kjarasamning um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Launakjör taka mið af þeim hækkunum sem um samdist í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaður var þann 3. desember sl. Þá voru aðilar sammála um gerð viðræðuáætlunar um gildissvið og framtíð samningsins og hefjast viðræður í byrjun október nk.
Á myndinni undirrita Vigdís Hasler, framkvæmdastjóri BÍ og Björg Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri SGS, kjarasamninginn