Halló Helluvað – sunnudaginn 26. maí
21.05.2013
Halló Helluvað verður á sunnudaginn 26. Mai kl. 13.30 að Helluvaði í Rangárþingi Ytra. Þar verður kúnum hleypt út í sumarið með tilheyrandi fjöri, fjárhúsið opið og þar gefst gestunum færi á að skoða og knúsa lömbin. Allir eru hjartanlega velkomnir, líka þeir sem vilja bara sýna sig og sjá aðra og verður boðið uppá kaffi, kleinur og ábresti með kanil.
Hlökkum til að sjá sem flesta, fjölskyldan á Helluvaði 4.