Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Halló Helluvað næstkomandi laugardag, 26. maí.

22.05.2012

Halló Helluvað verður laugardaginn 26. maí kl. 13.00 en þá verður kúnum á Helluvaði í Rangárþingi ytra hleypt út í sumarið langþráða. Einnig verður opið hús hjá Önnu Maríu og Ara, bændum á Helluvaði, og er öllum velkomið að koma og skoða búið. Meðal annars verða léttar veitingar í boði MS og bænda á Helluvaði auk þess sem fjárhúsin verða opin þar sem börnin fá að knúsa lömbin eftir að hafa skemmt sér yfir að horfa á kýrnar skvetta úr klaufunum.
Anna María og Ari á Helluvaði hafa opnað búið á þennan hátt í nokkur undanfarin ár og stöðugt koma fleiri til þess að sjá kýrnar fara út í sumarið eftir veturlanga inniveru. Þá er oft handagangur í öskjunni og kýrnar sletta ærlega úr klaufunum. Bændur á Helluvaði eiga mikið hrós skilið fyrir að opna búið á þennan hátt og tengja þannig saman borg og bæ.

Fyrir þá sem ekki rata að Helluvaði er keyrt í gegnum Hellu til norðurs og þá blasir Helluvað við. Nota má kortavef ja.is til þess að finna leiðina.

Sjá nánar:
Helluvað á kortavef ja.is.  

 

Heimild: www.bssl.is