Beint í efni

Fyrirmyndarbú Nautgripabænda BÍ er Hraunháls í Helgafellssveit

27.02.2023

Á Búgreinaþingi Nautgripabænda þann 23. febrúar sl. var hjónunum Guðlaugu Sigurðardóttur og Jóhannesi Eyberg Ragnarssyni, ábúendum á Hraunhálsi í Helgafellssveit veitt Heiðursviðurkenning Nautgripabænda BÍ.

Á Hraunhálsi er fádæma snyrtimennska í hvívetna, virkni í félagsmálum og ræktunarstarfi er til fyrirmyndar. Auk þess sem búið hefur verið með framúrskarandi árangur í mjólkurframleiðslu um árabil. Vinnusemi, þrautseigja, hugsjón, árangur þeirra og hógværð er til fyrirmyndar, en samhliða búskapnum hafa þau unnið að uppbyggingu safns um búskaparhætti í sinni heimasveit.

Óskum við Guðlaugu og Eyberg kærlega til hamingju með viðurkenninguna um leið og við þökkum þeim kærlega fyrir sitt framlag til nautgriparæktarinnar.