Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Fyrirmyndarbú Nautgripabænda BÍ er Hraunháls í Helgafellssveit

27.02.2023

Á Búgreinaþingi Nautgripabænda þann 23. febrúar sl. var hjónunum Guðlaugu Sigurðardóttur og Jóhannesi Eyberg Ragnarssyni, ábúendum á Hraunhálsi í Helgafellssveit veitt Heiðursviðurkenning Nautgripabænda BÍ.

Á Hraunhálsi er fádæma snyrtimennska í hvívetna, virkni í félagsmálum og ræktunarstarfi er til fyrirmyndar. Auk þess sem búið hefur verið með framúrskarandi árangur í mjólkurframleiðslu um árabil. Vinnusemi, þrautseigja, hugsjón, árangur þeirra og hógværð er til fyrirmyndar, en samhliða búskapnum hafa þau unnið að uppbyggingu safns um búskaparhætti í sinni heimasveit.

Óskum við Guðlaugu og Eyberg kærlega til hamingju með viðurkenninguna um leið og við þökkum þeim kærlega fyrir sitt framlag til nautgriparæktarinnar.