
Framlengdur framboðsfrestur
03.03.2024
Stjórn BÍ hélt aukafund föstudaginn 1. mars sl. þar sem tekin var ákvörðun um að framlengja framboðsfrest til bæði meðstjórnenda og varamanna í stjórn Bændasamtaka Íslands um viku eins og samþykktir BÍ leyfa. Framboðsfrestur rennur því út á miðnætti loka dags 7. mars nk. Er þetta gert þar sem ekki bárust nægilega mörg framboð innan hefðbundins framboðsfrests auk þess sem kjörstjórn fær það hlutverk að leita framboða frá öllum landshlutum, fleiri búgreinum auk þess sem líta skal til kynjahlutfalla, eins og samþykktir BÍ kveða á um.