
Fagráðstefna hrossaræktar og tilnefnd ræktunarbú ársins
24.11.2023
Ráðstefnan fer fram Sunnudaginn 3. desember klukkan 13 í Félagsheimili Fáks.
Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og allt áhugafólk um hrossarækt og aðrir velunnarar hestsins er hvatt til að mæta.
Á dagskrá er umfjöllun yfir hrossaræktarárið, niðurstöður kynbótamats og verðlaunaafhendingar.
Auk þess verða kynningar og pallborðsumræður um niðurstöður könnunar um kynbótasýningar sem RML framkvæmdi og svót greiningar á kynbótasýningum sem Fagráð í hrossarækt stóð að.
Þau bú sem tilnefnd eru til ræktunarverðlauna Bændasamtaka Íslands árið 2023 eru:
- Árbær, Vigdís Þórarinsdóttir, Maríanna Gunnarsdóttir, Guðmundur Bæringsson og fjölskyldur
- Efri-Fitjar, Gréta Brimrún Karlsdóttir, Gunnar Þorgeirsson, Tryggvi Björnsson og fjölskylda
- Fákshólar, Helga Una Björnsdóttir og Jakob Svavar Sigurðsson
- Fet, Hrossaræktarbúið Fet
- Haukagil á Hvítársíðu, Ágúst Þór Jónsson og Þóra Áslaug Magnúsdóttir
- Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble
- Lækjamót, Sonja Líndal Þórisdóttir, Friðrik Már Sigurðsson, Ísólfur Líndal Þórisson, Vigdís Gunnarsdóttir, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, Þórir Ísólfsson og Elín Rannveig Líndal
- Prestsbær, Inga og Ingar Jensen
- Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir
- Steinnes, Magnús Jósefsson, Líney Árnadóttir, Jón árni Magnússon og Berglind Bjarnadóttir
- Sumarliðabær, Birgir Már Ragnarsson og Silja Hrund Júlíusdóttir
- Þúfur, Gísli Gíslason og Mette Mannseth