
ESB-aðild er neikvæð fyrir garðyrkjuna
06.10.2010
Ný skýrsla Hagfræðistofnunar sem m.a. fjallar um áhrif ESB-aðildar á garðyrkjuna staðfestir það sem bændur hafa haldið fram um neikvæðar afleiðingar af inngöngu í sambandið. Talið er að styrkir til tómata-, gúrku- og paprikuræktunar muni lækka um allt að helming við aðild og að íslensk blómarækt muni ekki ráða við þá samkeppni sem verður þegar innflutningur á suðrænum blómum verður óhindraður vegna afnáms tolla.
Þegar íslensk garðyrkja er mátuð inn í þær aðstæður sem Finnar búa við kemur í ljós að tekjusamdráttur verður á bilinu 6-21% ef til ESB-aðildar kemur þó kostnaður sé áætlaður að lækki um 6%.
Samanlagt er garðyrkjan að skapa um 415 ársverk á Íslandi en sá fjöldi hefur haldist nokkuð stöðugur síðasta áratug. Hluti garðyrkjunnar í landsframleiðslu er 0,15% og búum hefur fækkað hér á landi síðustu ár en framleiðsla hvers og eins þeirra aukist.
Nánar er fjallað um niðurstöður skýrslunnar í Bændablaðinu en hún er aðgengileg í heild sinni hér á vefnum:
Skýrsla Hagfræðistofnunar - staða og horfur garðyrkjunnar - pdf