Beint í efni

Eldi og aðbúnaður nautkálfa – námskeið Lbhí 27. janúar n.k.

13.01.2010

Á námskeiðinu verður megin áhersla lögð á þætti er varðar eldi og aðbúnað, s.s. flutninga á kálfum og fóðrun þannig að það hafi ekki áhrif á vöxt og viðgang dýranna. Farið í mjólkurfóðrun smákálfa ásamt þeim aðbúnaðarþáttum sem geta haft áhrif á afurðarmagn, s.s. stíustærð, fjöldi í stíum, gólf og fleira. Farið verður yfir fóðuráætlanagerð fyrir kálfa í eldi út frá þörfum, því fóðri sem til er o.fl.   Námskeiðið verður í formi fyrirlestra og góður tími fyrir umræður.

Kennari: Berglind Ósk Óðinsdóttir, starfsmaður Bændasamtaka Íslands
Staður og stund: 27. jan. Kl. 13:00-17:00 (5 kennslustundir) Bútæknihúsinu á Hvanneyri
Verð: 9000.- kr
Skráningar: á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000. Fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og sími.

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2500 kr (óafturkræft) á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590. Skrá nafn þátttakanda í skýringar og senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is

Minnt er á Starfsmenntasjóð bænda – www.bondi.is