Beint í efni

Búorka – Glærur af ráðstefnu

17.02.2012

Er bylting framundan í orkumálum landbúnaðarins? Undanfarin misseri hefur umræða um orkuvinnslu á íslenskum bújörðum og möguleika bænda í þeim efnum verið ofarlega á baugi. Landbúnaðarháskóli Íslands og Bændasamtökin hafa tekið höndum saman og hvatt til stórátaks á sviði orkuvinnslu og orkunýtingar í landbúnaði til næstu fjögurra ára. Langtímamarkmiðið er að gera íslenskan landbúnað sjálfbæran um orku þegar fram líða stundir og hámarka nýtingu hennar. Í erindi sem sent hefur verið til fjárlaganefndar Alþingis kemur fram að átakið muni gera íslenskan landbúnað óháðan sveiflum í framboði og á eldsneytisverði í framtíðinni og það muni leiða til aukins fæðuöryggis og stöðugleika íslensks hagkerfis.

Hér á vefnum bondi.is er að finna ýmsar upplýsingar sem tengjast umræðunni um orkumál bænda, m.e. greinar sem skrifaðar hafa verið í Bændablaðið og fleiri miðla auk tengla á nytsamlegar vefsíður.

Ábendingar varðandi efnið má gjarnan senda á netfangið smh@bondi.is, en síðan verður uppfærð eftir því sem við bætist af efni.

Opin ráðstefna um orku og búskap - Glærur

Glærur frá fyrirlesurum sem létu bondi.is efni í té frá orkuráðstefnu í Bændahöll sem haldin var 9. mars:

Orkunotkun í íslenskum landbúnaði – þróun – yfirlit. Ágústa Loftsdóttir, Orkustofnun Akureyri

Þróun orkuútgjalda í búrekstri. Daði Már Kristófersson, landbúnaðarhagfræðingur

Búorka – möguleikar, stærðarhagkvæmni og tæknibúnaður. Kristján Hlynur Ingólfsson, Verkfræðistofan Verkís

Lífræn orkuframleiðsla í landbúnaði, - möguleikar eða tálsýn? Jón Guðmundsson, Landbúnaðarháskóla Íslands

Vatnsaflstöðvar í sveitum – rafvæðing sveitanna. Eiður Jónsson, Árteigi, Kaldakinn

Vindrafstöðvar í sveitum – möguleikar – kostir og gallar? Haraldur Magnússon, vindmyllu- og orkubóndi í Belgsholti

Varmadælur í sveitum, - raunhæfur kostur? Einar Ófeigur Björnsson, bóndi Lóni, Kelduhverfi

,,Með höfuðið í skýjunum, en fæturna á jörðinni“. Elvar Eyvindsson, bóndi, Skíðbakka

Flæði næringarefna í búskap – orkuvinnsla og áburður. Þóroddur Sveinsson, LbhÍ - Möðruvellir

Orkuframleiðsla og landbúnaður, - samantekt. Þorbjörn Friðriksson, uppfinningamaður og efnafræðingur

Efni úr Bændablaðinu

Umfjöllun i Bændablaðinu 2. febrúar 2012 um fyrirtækið Metanorku og framtíðarhugmyndir þess um Metankortið og metanorkuver.

Opnuumfjöllun í Bændablaðinu 2. febrúar 2012. Annars vegar er fjallað um Orkubóndann, námskeiðaröð Nýsköpunarmiðstöðvar, og rætt við Þorstein Inga Sigfússon forstjóra um það verkefni og hins vegar er fjallað um hugmyndir og tilraunir þeirra Elvars Eyvindssonar, bónda á Skíðbakka, og Þorbjörns A. Friðrikssonar efnafræðings um orkuframleiðslumöguleika til sveita.

Umfjöllun í Bændablaðinu 24. nóvember 2011 um framtíðaráætlun bandaríska sjóhersins, að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í þörungalífefnaeldsneyti.

Blaðauki um græna orkugjafa sem fylgdi Bændablaðinu 24. nóvember 2011.

Umfjöllun í Bændablaðinu 10. nóvember 2011 um mikla markaðsmöguleika fyrir viðarmassa.

Viðtal í Bændablaðinu 1. september 2011 við Kristján Hlyn Ingólfsson um meistararitgerð hans Búorka, sem er handbók um vinnslu á metangasi í sveitum.

Viðtal í Bændablaðinu 7. október 2010 við Jón Tryggva Guðmundsson um framvindu þess verkefnis að vinna metangas á bænum Hraungerði í Flóa.

Viðtal í Bændablaðinu 12. febrúar 2009 við Jón Tryggva Guðmundsson um vinnslu á metangasi á bænum Hraungerði í Flóa.

Tenglar

 - m.a. af vefsíðu Iðnaðarráðuneytisins:

Alice á Íslandi ehf. Þróun aðferða sem gera fiskveiðar og samgöngur á sjó vistvænar og fýsilegar

Iðnaðarráðuneytið - ýmsar hagnýtar upplýsingar

Íslensk NýOrka er fyrirtæki sem safnar og vinnur úr gögnum frá þróunar- og tilraunaverkefnum með vetni og rafbíla.

Landbúnaðarháskóli Íslands

Mannvit er stærsta verkfræðistofa landsins og hefur reynslu af fjölmörgum verkefnum á sviði orkuskipta í samgöngum t.d. framleiðslu lífeldsneytis, þá sérstaklega vinnslu metans úr hauggasi og framleiðslu lífdísils úr úrgangi. Au þess tekið þátt í rannsóknarverkefnum varðandi framleiðslu lífetanóls, metans og metanóls.

Megas ehf: Sala, ísetning og viðhald metanbúnaðar fyrir bifreiðar.

Metan - fyrirtæki í metanframleiðslu í eigu Sorpu o.fl. aðila

Metanorka ehf, er með framleiðslu, dreifingu og sölu á metani á samgöngutæki.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands - hagnýtar upplýsingar um stofnun fyrirtækja, frumkvöðlastarf og fjármögnun nýrra verkefna.

Orkey ehf er einkahlutafélag sem er að setja upp verksmiðju sem vinnur lífdísil úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu. Orkey er einnig í samstarfsverkefni með bændum í sambandi við að framleiða olíu og fóður úr repju.

Orku- og tækniskóli Keilis í samvinnu við HÍ býður upp á þverfaglegt hagnýtt háskólanám í orku- og umhverfistæknifræði og mekatróník tæknifræði. Orkunámið fjallar um græna og endurnýjanlega orku. Námið tengist orkuskiptum í samgöngum í gegnum rafmagns- og efnaorku - t.a.m. metan, etanól, metanól, lífdísill ofl.

Orkusetur Hlutverk Orkuseturs er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar. Verkefni Orkuseturs eru einnig á sviði nýrra orkugjafa og gerð fræðsluefnis. Orkusetrið er óháð og sjálfstæð eining sem vinnur að markmiðum sínum sem einskonar tengiliður milli stjórnvalda, almennings, fyrirtækja og stofnana.

Orkustofnun

Orkuveita Reykjavíkur

Samtökum um Hreinorkubíla: eru regnhlífarsamtök þeirra sem hafa hagsmuni og áhuga á að stuðla að notkun innlendra orkugjafa í ökutækjum. Markmið samtakanna er að fjölga slíkum ökutækjum á Íslandi umtalsvert næstu árin.

Vélamiðstöðin sérhæfir sig í metanbreytingum ökutækja.

Vistorka - vetnisframleiðsla á Íslandi