Baldur Helgi Benjamínsson lætur af starfi framkvæmdastjóra LK
18.03.2016
Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, hefur tilkynnt stjórn LK þá ákvörðun sína um að segja upp stöðu sinni frá og með 1. apríl næstkomandi. Baldur Helgi hefur gegnt starfinu frá 1. janúar 2006 eða lengur en nokkur annar framkvæmdastjóri samtakanna. Það bíður nýrrar stjórnar LK, sem kosin verður á næsta aðalfundi, að ráða nýjan framkvæmdastjóra samtakanna/SS.