
Alþjóðlegi mjólkurdagurinn er 1. júní
22.05.2023
Þann 1. júní ár hvert er alþjóðlega mjólkurdeginum fagnað víða um heim.
Í tilefni af deginum í ár hvetjum við mjólkurframleiðendur til birta myndir og myndskeið úr sveitum sínum á samfélagsmiðla þann 1. júní nk.
Hvetjum við bændur til þess að nota myllumerkið #mjólkurdagurinn og deila myndunum með okkur, með því að merkja @baendasamtokin (á Instagram), svo við getum dreift boðskapnum.
Tilgangur myndbirtinganna er að vekja athygli á því hvaðan mjólkin kemur og gefa neytendum tækifæri á að fylgjast með okkar góðu framleiðsluháttum og lífinu í sveitinni.
Allar frekari upplýsingar munu birtast á Facebook síðu Nautgripabænda BÍ og á Instagram síðu Bændasamtakanna.
P.s. Til að hægt sé að merkja @baendasamtokin þarf Instagram aðgangur viðkomandi að vera stilltur á „public“.
