Beint í efni

8.000 tillögur bárust í nafnasamkeppni MS

11.05.2011

Nú í vetur hófst nafnasamkeppni meðal barna 12 ára og yngri um nafn á mjólkurkúna sem prýðir litlu mjólkurfernurnar frá MS. Gífurlegur áhugi var á keppninni og bárust tæplega 8000 tillögur.

 

Dómnefnd barna tók þátt í að velja úr álitlegustu nöfnunum en Skvetta, Buna, Drophildur, Klaufey, Mía muu og Ísabella voru  meðal nafna í samkeppni um nafn á kúna. Kýrin hlaut nafnið Skvetta sem ungur drengur, Kristófer Logi Ellertsson úr Hafnarfirði (sjá mynd), valdi. Önnur tuttugu og tvö börn lögðu reyndar til sama nafn en dregið var úr hópnum og var Kristófer sá heppni og hlaut að launum í verðlaun Ipod Nano og árskort í Húsdýragarðinn.

 

 

Öll börnin sem völdu fyrrnefnd nöfn sem voru í undanúrslitum fengu í viðurkenningarskyni stuttermabol með mynd af kúnni skemmtilegu/SS.