Beint í efni

Fagráð í geitfjárrækt

Hlutverk fagráðs í geitfjárrækt

Stuðla að eflingu geitfjárræktar í landinu og þar með koma  geitastofninum úr útrýmingarhættu. 
Að sporna gegn aukinni skyldleikarækt innan stofnsins 
Skilgreina ræktunarmarkmið svo geitastofninn öðlist hlutverk sem framleiðslukyn sem er megin forsenda þess að verndun skili árangri.
Að setja reglur um meginþætti ræktunarstarfsins og ná utanum skráningu geitastofnsins í Heiðrúnu. 
Móta stefnu með ríkinu um verndun stofnsins. 

Verklagsreglur 

  1. gr.  Fagráð í geitfjárrækt er samráðsvettvangur varðandi allt er lýtur að verndun og ræktun geitfjár á Íslandi. Í fagráði sitja fimm fulltrúar. Tveir skulu tilnefndir af búgreinadeild geitabænda úr hópi starfandi bænda , Bændasamtök Íslands (BÍ) skipa tvo.  Skal annar þeirra  vera starfandi ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML). Hinn skal vera starfandi hjá Erfðanefnd landbúnaðarins . Einn skal vera skipaður af ráðherra Landbúnaðarmála. 
  2. gr.  Aðilar bera kostnað af þátttöku sinna fulltrúa í fagráði. Heimilt er að greiða fulltrúum þóknun í samræmi við samþykkt búgreinaþings eða ákvörðun stjórnar hverju sinni. Akstur er greiddur í samræmi við taxta ferðakostnaðarnefndar Fjármála- og efnahagsráðuneytisins á hverjum tíma. 
  3. gr. Fagráði er heimilt að kalla eftir áliti sérfróðra aðila vegna starfa sinna eða einstakra erinda sem ráðinu berast. Viðkomandi aðilar sem kallaðir eru til hafa þá málfrelsi og tillögurétt varðandi viðkomandi erindi en ekki atkvæðisrétt.  
  4. gr. Fagráð skal sjálft skipta með sér verkum, tilnefna formann, varaformann og ritara, og skal það tilkynna búgreinardeild geitabænda um verkaskiptingu eigi síðar en tveimur vikum eftir að slík breyting á sér stað. 
  5. gr. Fagráð skal funda a.m.k. einu sinni  á ári. Fundir skulu boðaðir með sannanlegum hætti með a.m.k. viku fyrirvara. 
  6. gr. Ritari fagráðs ritar fundargerðir og varðveitir þær. Staðfestar fundargerðir fagráðs skulu sendar BÍ eigi síðar en fjórum vikum eftir fund. Þá skulu fundargerðir birtar á vefsvæði deildar geitabænda eins fljótt og kostur er. 
Fundargerðir
Meðlimir fagráðs

Hákon B. Harðarson
605 Akureyri
Deild geitfjárbænda
konnisvert@gmail.com

Formaður fagráðs

Þorbjörg Ásbjörnsdóttir
701 Egilsstaðir
Deild geitfjárbænda
lyngholl99@gmail.com

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir
320 Reykholt í Borgarfirði
Deild geitfjárbænda
haafell@gmail.com

Birna Kristín Baldursdóttir
311 Borgarnesi

birna@lbhi.is

Friðrik Már Sigurðsson
Hvammstanga
RML
fridrik@rml.is