Beint í efni

Deildafundir búgreina verða haldnir á Hilton Nordica dagana 27. og 28. febrúar 2025.

Þar koma deildirnar saman og ræða málefni sinnar búgreinar. Fundirnir eru stefnumarkandi fyrir komandi starfsár deildarinnar og því mikilvægt fyrir bændur að mæta og láta sig málin varða.

Nautgripa- og sauðfjárbændur Bændasamtaka Íslands eru það fjölmennar búgreinadeildir að kjósa þarf fulltrúa til að sitja deildafundina. Kosnir fulltrúar eru þeir einu sem hafa tillögu- og atkvæðisrétt á fundunum. Jafnframt þurfa tillögur sem taka á fyrir á deildafundunum að berast fyrir tilskilin tíma.

Aðdragandi þingsins eru því töluvert fyrirferðameiri fyrir þessar tvær deildir en alla helstu fresti fyrir sauðfjár- og nautgripabændur má sjá hér að neðan: 

Niðurstöður kosninga fulltrúa nautgripa- og sauðfjárbænda hafa verið birtar inn á Mínum Síðum.

Fundargerðir fyrri deildarfunda (Búgreinaþings/aðalfunda) má finna hér. 

Skráningarform

Deildirnar funda eftir því sem hér segir:

  • Loðdýrabændur 13:00
  • Hrossabændur 12:30
  • Eggjabændur 11:00
  • Alifuglabændur 11:00
  • Garðyrkjubændur 11:00
  • Skógarbændur 11:00
  • Landeldisbændur 9:30
  • Geitfjárbændur 13:00
  • Svínabændur 10:00
  • Sauðfjárbændur 11:00
  • Nautgripabændur 11:00