Bændavaktin
Búnaðarþing er haldið 20 - 21. mars á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavaktinni er beint fréttastreymi frá þinginu en fréttir eru uppfærðar reglulega eftir þróun mála. Við hlökkum til að veita ykkur innsýn í þessa mikilvægu starfsemi í grasrót bænda.
16:55
Fulltrúar þakka gott þing
Nú skiptast fulltrúar og stjórnarmenn á að koma í pontu og vekja athygli á því sem stóð upp úr á þinginu ásamt því að skila þökkum til kollega sinna í nefndarstörfum. Mikla samstöðu og jákvæðni má greina í þessum framsögum.
16:40
Breytingar á samþykktum staðfestar
Þá er búið að samþykkja og hafna þær breytingar sem lágu fyrir á samþykktum Bændasamtakanna. Alls var 53. sinnum komið upp í pontu til að ræða eða leggja til breytingar. Virkilega metnaðarfullt og mikilvægt starf sem hefur unnist hér í dag.
16:05
Myndaveisla














16:00
Breytingar á samþykktum teknar fyrir
Hér er enn verið að taka fyrir breytingar á samþykktum. Samþykktir eru grunnurinn að félagsstarfi Bændasamtakanna og því er mikilvægt að vanda til verka. Töluverðar umræður eru enn í gangi sem er afurð góðrar samsetningar á þingfulltrúum.
15:20
Kaffihlé lýkur
15:10
Kaffihlé
Eftir miklar umræður við afgreiðslu á breytingum samþykkta var gert hlé á fundi fyrir léttar veitingar og kaffi.
13:15
Breytingar á samþykktum BÍ
Katrín Pétursdóttir, lögfræðingur Bændasamtakanna, fer yfir þær breytingar sem hafa verið ályktaðar af laganefnd.
Tillaga samþykkt samhljóða.
13:10
Fjarlægðartakmörk nýrra svínahúsa
Tillaga kynnt eftir endurskoðun í nefnd sem snýst um að stjórn beiti sér fyrir því að fjarlægðarmörk fyrir ný svínahús á skipulögðu landbúnaðarlandi verði endurskoð með það að markmiði að auðvelda uppbyggingu.
Tillaga samþykkt samhljóða.
13:00
Tillaga um verndun landbúnaðarlands samþykkt
Atli Már Traustason kynnir tillögu sem skorar á stjórnvöld að grípa án tafar til markvissra aðgerða til að tryggja aðgengi og nýtingu landbúnaðarlands
Tillaga samþykkt samhljóða.
13:00
Þing heldur áfram
Nú eru fulltrúar saddir og sestir aftur í þingsal.
11:35
Hádegismatur
11:30
Fjárhagsáætlun samþykkt
Fjárhagsáætlun sem kynnt hafði verið fyrir þinginu í gær var samþykkt samhljóða.
11:20
Hækkun félagsgjalda BÍ
Jón Bjarnason, formaður Fjárhagsnefndar kynnir tillögur. Fyrsta tillagan snýst um að samþykkja óbreytta verðskrá félagsgjalda þeirra sem uppfæra árlega veltu inn á Bændatorgi. Skráð velta hækkar sjálfkrafa um áramót skv. vísitölu neysluverðs ef félagsmaður hefur ekki uppfært veltu sína síðustu 12 mánuði á undan.
Tillaga samþykkt samhljóða.
10:50
Framkvæmdaleyfi vegna ræktunar á landbúnaðarlandi
Þórdís Halldórsdóttir kynnir næstu tillögu. Stjórn BÍ beiti sér fyrir því að leyfisveitingarferli í landbúnaði verði einfaldað þvert á sveitarfélög, til að greiða fyrir nauðsynlegum framkvæmdum við ræktun og til að lágmarka kostnað við skipulagsmál.
Tillaga samþykkt samhljóða.
10:30
Tilaga um veiðistjórnunarkerfi samþykkt
Skúli Þórðarsson kynnir næstu tillögu. Hún snýst um að móta lausn með viðeigandi hagaðilum og sérfræðingum sem veitir bændum leyfi til að verja ræktarlönd fyrir ágangi álfta og gæsa t.d. með staðbundnum undanþágum frá veiðibanni. Áhersla skal lögð á að lausnin sé skilvirk og gagnsæ, tryggi jafnvægi fuglastofnanna og að gott eftirlit komi í veg fyrir ofveiði eða ólögmæta veiði.
Tillaga samþykkt samhljóða.
10:30
Tilaga um orkumál samþykkt
Sérstök áhersla skal lögð á forgangsröðun orku til matvælaframleiðenda sem hluta af fæðuöryggi og þjóðaröryggi.
Tillaga samþykkt samhljóða.
10:15
Umhverfisnefnd kynnir sínar tillögur
Þórdís Halldórsdóttir, formaður Umhverfisnefndar, kynnir fyrstu tillögu nefndarinnar. Tillagan snýr að eflingu rannsókna á sviði landbúnaðar til að auka samkeppnishæfni og stuðla að sjálfbærri þróun.
Tillaga samþykkt samhljóða.
10:08
Þingshald heldur áfram
Þá eru fulltrúar og aðrir fundarmenn saddir og sælir og tilbúnir að halda áfram. Fyrsta tillaga á dagskrá eftir hlé sneri að hagtölum í landbúnaði. Lagt var til að stjórnvöld myndu leiða aukna vinnu þegar kemur að hagtölum og gagnasöfnun.
Tillaga samþykkt samhljóða.
09:50
Hlé
Nú er hlé í dagskránni og fá fulltrúar tíma til að gæða sér á veitingum og fylla á kaffibollana.
09:43
Aukin fræðsla um jafnan rétt aðila í búrekstri
Tillagan snýst um aukna fræðslu til bæði starfandi og verðandi bænda hvað varðar jafnan rétt aðila sem standa að búrekstri varðandi rekstrarform, launagreiðslur, lífeyrissöfnun og aðgengi að upplýsingum. Einnig er lagt til að aðgengi að upplýsingum verði bætt, meðal annars með því að setja þær inn á “mínar síður” á bondi.is.
Tillaga samþykkt samhljóða.
09:37
Tillaga um þjóðaröryggisáætlun samþykkt
Allsherjarnefnd leggur til að Stjórn BÍ beiti sér fyrir því að stjórnvöld taki heilstætt tillit til allra þátta sem hafa áhrif á fæðuöryggi þjóðarinnar við gerð þjóðaröryggisáætlunar.
Tillaga samþykkt samhljóða.
09:30
Aukin áhersla lögð á Íslenskt Staðfest
Oddný Anna Björnsdóttir, fulltrúi Allsherjarnefndar kynnir tillögu um að gera Íslenskt staðfest að áhersluverkefni næstu ára og að starfstjórn verði komið á fyrir verkefnið. Tillaga var samþykkt samhljóða.
09:25
Tillaga um breytingu á formannskosningum
Sigrún Hanna kynnir tillögu um breytingu á formannakosningum fyrir hönd Félagsnefndar. Tillögu var vísað til stjórnar með miklum meirihluta atkvæða.
09:20
Tillaga um sameiningu Deildafunda og Búnaðarþings samþykkt samhljóða
Steinþór Logi kynnir fyrir hönd laganefndar tillögu um sameiningu Deildafunda og Búnaðarþing í einn þriggja daga viðburð. Tillaga er samþykkt samhljóða.
09:15
Fundur settur
Fundur hefur verið settur af Guðfinnu Hörpu þingforseta.
Ingvi Stefánsson á Teig, fulltrúi í nefnd um starfsskilyrði landbúnaðarins, kynnir fyrstu tillögu dagsins.
09:00
Þingstörf hefjast
08:30
Velkomin á vaktina
Bændavaktin hefur hafið göngu sína á nýjan leik hér á Natura Hótelinu í Reykjavík þar sem dagur tvö á Búnaðarþingi er að bresta á. Þingfundi verður haldið áfram klukkan 9 þar sem mál verða tekin til afgreiðslu.
17:45
Nefndir klára fundarhöld dagsins
Nefndarstörf gengu vel hjá öllum nefndum og náðu flestar nefndir að klára allt sem er á dagskrá í dag. Nú fara fulltrúar í fordrykk í boði Ráðgjafamiðstöðvar Landbúnaðarins áður en haldið verður í flokkaboð.






























14:30
Kaffihlé
Nefndarstörf ganga vel þegar gert er hlé á fundum og veitingar bornar til þingfulltrúa.
13:40
Ársreikningur Bændasamtaka Íslands kynntur
Örvar Þór Ólafsson, fjármálastjóri Bændasamtakanna, kynnti ársreikning BÍ ársins 2024 fyrir þingfulltrúa.
13:00
Nefndarstörf hefjast
Þá er formlegheitum aflokið og þingfulltrúar hefja nefndarstörf.
12:20
Setningarathöfn lýkur
Nú hefur setningarathöfn Búnaðarþings lokið og verður hádegisverður borinn fram.
11:50

Mynd: Bændablaðið/Ástvaldur Lárusson
Logi Einarsson
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hélt ræðu um Bændablaðið og undirstrikaði að blaðið er mest lesna blað ársins annað árið í röð. Þá vakti hann einnig athygli á að Guðrún Hulda er tilnefnd til blaðamannaverðlauna og er hún fyrsti blaðamaður Bændablaðsins sem hlýtur þann heiður.
11:50

Bændablaðið 30 ára
Haldið var upp á 30 ára afmæli Bændablaðsins með skemmtilegu myndbandi og prýðilegri köku.
Guðrún Hulda Pálsdóttir, fráfarandi ritstjóri Bændablaðsins, hélt stutta ræðu um sögu blaðsins og þakkaði um leið fyrrum ritstjórum.
Þröstur Helgason, nýráðinn ritstjóri Bændablaðsins hélt einnig ræðu.
11:40

Mynd: Bændablaðið/Ástvaldur Lárusson
Landbúnaðarverðlaunin 2025
Hjónin á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði, þau Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkharðsson, hlutu Landbúnaðarverðlaunin fyrir að vera leiðandi í nýsköpun og sjálfbærni ásamt því að reka ferðaþjónustu og húsdýragarð á sumrin.
Atvinnuvegaráðherra afhenti verðlaunin
11:35
Atvinnuvegaráðherra heldur ræðu
Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, fer með ræðu fyrir fundargesti og kynnti handhafa Landbúnaðarverðlaunanna 2025.
11:25
Forseti Íslands ávarpar salinn
Halla Tómasdóttir, forseti okkar Íslendinga, ávarpaði þingfulltrúa og viðstadda gesti. Þar fjallaði hún um verðmæti íslensks landbúnaðar og rifjaði upp sína reynslu úr sveit.
11:25
Búnaðarþing 2025 sett
Trausti Hjálmarsson hefur sett Búnaðarþing með formlegum hætti og býður forseta Íslands velkomna í pontu.
10:15
Búnaðarþing hefst klukkan 11:00
Búnaðarþing verður sett með formlegri ræðu starfandi formanns. Verður þetta fyrsta Búnaðarþing sem Trausti Hjálmarsson setur sem formaður Bændasamtakanna.