
Sveitasæla í Skagafirði
19.08.2023
09:00 - 19:00
Sveitasæla, landbúnaðar og bændahátíð, verður haldin í Reiðhöllinni Svaðastöðum við Sauðárkrók laugardaginn 19. ágúst nk.
Sveitasæla er árlegur viðburður en hefur ekki verið haldin síðan 2019 vegna Covid og má því búast við glæsilegri sýningu og skemmtun.
Á Sveitasælu er hefð fyrir því að blanda saman sölusýningu, húsdýragarði, skemmtiatriðum fyrir yngri kynslóðina, tónlist, keppni í hinum ýmsu bændatengdu viðburðum eins og hrútaþukli, kálfasýningu, tækjasýningu o.fl. o.fl. Sveitasæla er frábær vöru- og sölusýning sem nær ekki einungis til bænda í Skagafirði, heldur yfir allt Norðurland. Þess vegna er alveg kjörið fyrir söluaðila að koma sinni vöru á framfæri á Sveitasælunni.
Aðgangur á Sveitasælu er ókeypis og aðsókn hefur alltaf verið góð. Síðast voru um 5.000 gestir sem komu og heimsóttu Sveitasælu.
Sýningarsvæði inni og úti eru til leigu og geta áhugasamir haft samband við Sigurð Bjarna (s: 680-9929).
Allar nánari upplýsingar má finna inn á Facebook síðu viðburðarins: https://www.facebook.com/sveitasaela