
Laun fyrir lífi ungra bænda og íslenskra sveita
26.10.2023
13:00 - 16:00
Samtök ungra bænda efna til þessa baráttufundar þar sem krafist er launa fyrir lífi. Lífi ungra bænda og lífi íslenskra sveita.
Engum hefur dulist að staðan í landbúnaði hefur um tíma verið þung og þyngst enn frekar á síðustu misserum svo ekki horfir til bjartrar framtíðar á meðan sóknarfærin eru samt sem áður óteljandi. Án verulegra breytinga í umhverfi landbúnaðar verður ekki eðlileg endurnýjun í bændastéttinni og afleiðingarnar þannig ófyrirséðar.
Að gera eitthvað í málunum seinna gæti einfaldlega verið of seint!
Því er þessum fundi ætlað að varpa ljósi á stöðuna til að auka meðvitund stjórnvalda og almennings á erfiðleikunum en ekki síst tækifærunum sem liggja þó í loftinu.
Því er skorað á alla þá sem málið varðar, unga bændur, stjórnmálafólk og neytendur að mæta á fundinn eða fylgjast með honum í streymi.
Framtíð íslensks landbúnaðar varðar okkur öll - næstu kynslóðir líka!
Frekari upplýsingar um viðburðinn má nálgast hér