Beint í efni

Kvenréttindadagurinn

19.06.2023

09:58 - 23:59

Þann 19. júní 1915 undirritaði Kristján X. konungur lög um breytingu á stjórnarskrá Íslands sem m.a. færðu konum 40 ára og eldri kosningarétt til Alþingis. Íslenskar konur fögnuðu þessum tímamótum með hátíðarhöldum í Reykjavík þann 7. júlí, sama dag og Alþingi kom saman til fundar. Konur héldu upp á kosningaréttinn með hátíðarhöldum 19. júní 1916 og mörg ár þar á eftir enda er dagurinn iðulega nefndur kvenréttindadagurinn.