Beint í efni

Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum 2023

12.07.2023

09:00

-

16.07.2023

17:00

Íslandsmót barna- og unglinga 2023 fer fram á Rangárbökkum við Hellu dagana 12. – 16. júlí, á félagssvæði Geysis.

Allar upplýsingar má finna inn á Facebook svæði viðburðarins: https://www.facebook.com/islandsmot2023

Skráningarfrestur til miðnættis föstudaginn 7. júlí en fyrirspurnir vegna mótsins skulu berist á skraninggeysir@gmail.com eða hjá Óla í síma 863-7130 og Sóleyju í síma 867-7460.

Keppt verður í þeim greinum sem hefur verið gert undanfarin ár en sú nýbreytni verður að einnig verður boðið upp á gæðingakeppni sem gestagrein. Eins er ekki lengur keppt í fimikeppni heldur í Gæðingalist en það var samþykkt á síðasta Landsþingi.

Íslandsmótsnefnd skipa: Sóley Margeirsdóttir, Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, Ólafur Þórisson, Marta Gunnarsdóttir, Guðmundur Björgvinsson og Lárus Jóhann Guðmundsson.

Keppt verður í eftirfarandi greinum:

Barnaflokkur:
Tölt T3
Fjórgangur V2
Slaktaumatölt T4
Gæðingalist

Unglingaflokkur:
Tölt T1
Fjórgangur V1
Fimmgangur F2
Slaktaumatölt T4
100 m skeið
Gæðingaskeið
Gæðingalist

Gæðingakeppni - Gestagrein (ekki keppt um Íslandsmeistaratitil):
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Gæðingatölt barna
Gæðingatölt unglinga