Beint í efni

Framboð til meðstjórnenda og varastjórnar 2024

29.02.2024

23:58 - 23:59

Samkvæmt samþykktum Bændasamtaka Íslands eru sex stjórnarmenn kosnir á Búnaðarþingi á tveggja ára fresti, til tveggja ára í senn.  

Að loknu kjöri aðalmanna skal, samkvæmt samþykktum Bændasamtaka Íslands, kjósa fimm varamenn í stjórn til tveggja ára í senn.  

Framboðsfrestur til stjórnar og varastjórnar er 29. febrúar 2024. Framboð til stjórnar og varastjórnar skulu tilkynnast í gegnum rafrænt eyðublað sem nálgast má hér. Framboð verða birt eins fljótt og þau berast með kynningu/umfjöllun um hvern frambjóðanda á öllum miðlum Bændasamtaka Íslands.  

Ábendingar, spurningar og annað vegna framboðs til stjórnar eða varastjórnar skal senda á kjorstjorn@bondi.is