Beint í efni

Framboð til formanns 2024

22.02.2024

23:58 - 23:59

Samkvæmt samþykktum Bændasamtaka Íslands er formaður kosinn á tveggja ára fresti, til tveggja ára í senn, með rafrænni kosningu meðal allra félagsmanna.  

Framboðsfrestur til formanns er 22. febrúar 2024. Framboð til formanns skulu tilkynnast til kjörstjórnar í gegnum rafrænt eyðublað sem nálgast má hér. Framboð verða birt eins fljótt og þau berast með kynningu/umfjöllun um hvern frambjóðanda á öllum miðlum Bændasamtaka Íslands.  

Hver frambjóðandi fær úthlutað plássi í Bændablaðinu til að kynna sig og sín málefni (ca. 600 orða grein), í eftirfarandi tölublöðum Bændablaðsins, sem kemur út dagana 25. janúar, 8. febrúar og 22. febrúar. 

Kosning til formanns mun fara fram dagana 1.-2. mars 2024. Nái enginn frambjóðenda til formanns kosningu með 50% greiddra atkvæða eða meira, skal kosið aftur rafrænni kosningu meðal allra félagsmanna um þá tvo frambjóðendur sem flest atkvæði hlutu. Kosning seinni umferðar til kjörs formanns fer þá fram dagana 5.-6. mars 2024. 

Sé einungis einn frambjóðandi til formanns þegar frestur til framboðs rennur út, telst hann sjálfkjörinn. 

Ábendingar, spurningar og annað varðandi framboð til formanns skal senda á kjorstjorn@bondi.is