
Búgreinaþing 2023
22.02.2023
11:00
23.02.2023
11:00
Búgreinaþing 11 búgreinadeilda Bændasamtaka Íslands verður haldið dagana 22. og 23. febrúar á Hótel Natura í Reykjavík, þar sem bændur allra búgreina koma saman til þings um málefni íslensks landbúnaðar. Setningarathöfn verður klukkan 11:00, miðvikudaginn 22. febrúar, þar sem Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra halda erindi. Jafnframt munu forsvarsmenn Náttúruhamfaratrygginga Íslands halda kynningu um tryggingamál bænda, auk fulltrúa verkefnisstjórnar Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Rúmlega 200 bændur munu funda á Búgreinaþingi úr öllum búgreinum þar sem málefni landbúnaðar verða rædd vítt og breitt ásamt framtíðarmöguleikum í greininni. Á þinginu verða ályktanir bornar upp og fulltrúar til Búnaðarþings kosnir, sem haldið verður á sama stað í lok mars næstkomandi.
Helstu málefni sem tekin verða fyrir á Búgreinaþingi að þessu sinni snúa að loftslagsmálum, nýliðun, hækkun aðfanga, tryggingavernd fyrir bændur, kjaramál bænda, nýsköpun og tilraunir með nýjar tegundir ásamt eflingu kornræktar og fleira.
Streymt verður frá setningarathöfn þingsins á Facebook-síðu Bændasamtaka Íslands.
DAGSKRÁ SETNINGARATHAFNAR:
22.febrúar
Kl 11:00
Þingsetning - Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands
Ávarp - Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra
Kynning Náttúruhamfaratrygginga Íslands
Kl 11:30
Hádegismatur
Kynning á samstarfsvettvangi BÍ og SAFL
Kl 12:30
Sameiginlegur fundur allra búgreinadeilda
Kl 17:00
Fundum búgreinadeilda lýkur
Kl 19:00
Hátíðarkvöldverður
23.febrúar
Kl 9:00
Fundum fram haldið í deildum sauðfjár- og nautgripabænda
Fullgildir félagsmenn BÍ innan hverrar búgreinadeildar hafa rétt til fundarsetu og kjörgengi á Búgreinaþingi sinnar deildar, nema samþykktir/reglur búgreinadeildar tiltaki annað. Fullgildir félagsmenn í BÍ eru þeir einstaklingar og lögaðilar sem skráðir eru í samtökin, hafa skráð veltu síns búrekstrar og skulda ekki gjaldfallin félagsgjöld.