
Auka-Búnaðarþing 2023
14.11.2023
10:00 - 12:00
Aukabúnaðarþing verður haldið 14. nóvember á Teams
Á Búnaðarþingi 2023 sem haldið var dagana 30.-31. mars sl. var tekin ákvörðun um að fresta afgreiðslu breytinga á samþykktum BÍ sem lágu fyrir þingingu til aukabúnaðarþings sem haldið yrði að hausti 2023. Kom þetta til þar sem tillaga var samþykkt á þinginu um að skoðað yrði að sameina Búgreina- og Búnaðarþing í einn þriggja daga viðburð.
Stjórn BÍ hefur því boðað til Aukabúnaðarþings þann 14. nóvember 2023, kl. 10, sem haldið verður með fjarfundabúnaði (Teams).
Dagskrá Aukabúnaðarþings:
- Þingsetning.
- Álit kjörbréfanefndar.
- Kosning forseta þingsins og tveggja til vara.
- Kosning tveggja ritara og tveggja skrifara.
- Mál sem lögð hafa verið fram.
- Breytingar á samþykktum.
Mál skulu berast stjórn BÍ tveimur vikum fyrir þingsetningu, seinast 31. október 2023. Nánar má lesa um Aukabúnaðarþing í 13. gr. samþykkta BÍ og í Þingsköpum Búnaðarþings sem nálgast má á www.bondi.is undir Um BÍ og þar undir Samþykktir.
Fundargerð Búnaðarþings 2023 er aðgengileg á Bændatorginu.
Nánari upplýsingar veitir Hilmar Vilberg Gylfason, hilmar@bondi.is