Upprunamerkingar

Bændasamtökin hafa hvatt til þess að allir matvælaframleiðendur, veitingamenn og verslunareigendur merki sínar vörur skilmerkilega. Upprunamerkingar skipta miklu máli og neytendur eiga skýlausan rétt á að vita hvaðan maturinn kemur.

Árið 2015 tóku Bændasamtökin höndum saman með Neytendasamtökunum, Matvælastofnun, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum aðila í ferðaþjónustu, Samtökum iðnaðarins og Samtökum verslunar og þjónustu og gáfu út leiðbeiningar um upprunamerkingar.

Leiðbeiningar um upprunamerkingar á mat: Frá hvaða landi kemur maturinn?