Hlutverk

 

Hlutverk Bændasamtaka Íslands er að vera málsvari bænda og vinna að framförum og hagsæld í landbúnaði. Í samræmi við þetta meginhlutverk greinist starfsemi samtakanna í fjóra meginþætti:

• Þau beita sér fyrri bættum kjörum bænda á öllum sviðum
• Þau annast leiðbeiningaþjónustu og sinna faglegri fræðslu í þágu landbúnaðarins
• Þau annast útgáfustarfsemi og miðlun upplýsinga sem varða bændur og hagsmuni þeirra
• Þau annast ýmis verkefni fyrir ríkisvaldið og aðra aðila sem tengjast hagsmunum bænda og landbúnaði, veita umsögn um lagafrumvörp sem snerta landbúnaðinn og sinna öðrum verkefnum sem varða hag bænda

Einnig gæta Bændasamtök Íslands að hagsmunum bændastéttarinnar og sameina bændur um þá með því meðal annars að:

1. Móta stefnu í málefnum bænda og landbúnaðarins í heild.
2. Eru málsvari bændastéttarinnar gagnvart ríkisvaldinu og öðrum aðilum þjóðfélagsins sem stéttin hefur samskipti við.
3. Beita sér fyrir nýmælum í löggjöf og breytingum á eldri lögum er til framfara horfa og snerta bændastéttina og landbúnaðinn.
4. Fylgjast grannt með afkomu bænda og rekstrarskilyrðum landbúnaðarins og kappkosta með því að tryggja þeim lífskjör í samræmi við aðrar stéttir þjóðfélagsins.
5. Annast samningagerð af hálfu bænda, t.d. um framleiðslustjórn, verðlagningu búvara og kjör starfsfólks í landbúnaði. 
6. Koma fram fyrir hönd íslenskra bænda gagnvart hliðstæðum samtökum erlendis og annast samskipti við þau eftir því sem ástæða þykir og tilefni gefast til. 

Nánar má lesa um starfsemi BÍ í samþykktum þeirra: Sjá pdf