Félagsmenn í Bændasamtökunum greiða félagsgjöld

Breytingar á félagsgjöldum BÍ voru ákveðnar á Búnaðarþingi 2021. Framvegis verða félagsgjöldin þrepaskipt og veltutengd. Núverandi félagsmönnum er bent á að yfirfara sína skráningu á Bændatorginu og gefa upp sína veltu af landbúnaðartengdri starfsemi. Sjá nánar í frétt um breytingar á félagsgjöldum.

Félagsgjald veitir viðkomandi búi (búsnúmeri) rétt á afsláttarkjörum á þjónustu sem að Bændasamtökin bjóða hverju sinni.

Félagsgjöld til Bændasamtakanna eru þrepaskipt samkvæmt eftirfarandi skiptingu sem tekur mið af veltu af landbúnaðarstarfsemi:

Til viðbótar eru greiddar 2.000 kr. í Velferðarsjóð Bændasamtaka Íslands með hverju félagsgjaldi.

a. Félagsgjald sbr. ofangreint geta átt þeir einstaklingar og lögaðilar  sem standa að búrekstri viðkomandi bús rétt til fullrar aðildar að BÍ án aukagjalds.

b. Ef aðrir/fleiri einstaklingar sem standa að búrekstrinum óska eftir því að gerast félagsmenn í BÍ með fullri aðild greiði þeir sama gjald og aukafélagar eða kr. 20.000 árlega fyrir hvern. Aðild þessi veitir ekki afslátt af virðisaukaskattsskyldri þjónustu hjá BÍ.

c. Aukaaðild að Bændasamtökum Íslands geta átt þeir einstaklingar, 18 ára og eldri, sem búsettir eru á Íslandi og styðja markmið samtakanna. Árgjaldið er kr. 20.000- Aukaaðild fylgir enginn atkvæðisréttur eða önnur félagsleg réttindi. Það sem felst í aukaaðild: -  Aðgengi að orlofsíbúð Bændasamtakanna í Kópavogi, boð á ýmsa viðburði á vegum BÍ, Tímarit Bændablaðsins sent einu sinni á ári.

Full aðild að BÍ veitir m.a. rétt félagsmanna til að gegna trúnaðarstörfum og njóta kjörgengis til kosninga um þá samninga sem gerðir eru í nafni Bændasamtakanna þegar það á við. Einungis þeir sem greitt hafa félagsgjöld njóta réttinda sem félagsmenn í Bændasamtökum Íslands.

Það ættu allir bændur að vera félagar í Bændasamtökum Íslands!

Þér er velkomið að hafa samband við þjónustufulltrúa í síma 563-0300 til þess að fá aðstoð við skráningu í samtökin. Netfang BÍ er bondi@bondi.is. Tilvonandi félagsmenn, sem hafa aðgang að Bændatorginu, geta skráð sig í samtökin þar í gegn með einföldum hætti.

Greiðsluseðlar vegna félagsgjalda BÍ eru sendir út til bænda í marsmánuði. Með því að greiða gjaldið verða bændur áfram félagsmenn í samtökunum og njóta allra þeirra réttinda sem aðild færir þeim.

Með niðurlagningu búnaðargjalds var sú ákvörðun tekin innan BÍ að innheimta félagsgjöld þess í stað. Félagsgjaldið er nýtt til þess að gæta hagsmuna bænda og reka öflug Bændasamtök.

Greiða þarf greiðsluseðil sem sendur er út árlega til að staðfesta félagsaðild að Bændasamtökum Íslands. Aðeins félagsmenn munu njóta félagslegra réttinda, afsláttarkjara og aðgengis að allri þjónustu samtakanna.

Hver er ávinningur minn að vera í Bændasamtökunum?

·         Bændasamtökin vinna að hagsmunum allra bænda og eru málsvari stéttarinnar

·         Þú ert þátttakandi í samtökum bænda og getur haft áhrif á félagsstarfið

·         Þín aðild eflir kynningar- og ímyndarmál landbúnaðarins

·         Þú nýtur ráðgjafar um réttindi og um málefni sem snerta bændur

·         BÍ koma fram fyrir þína hönd gagnvart ríkisvaldinu og gera samninga fyrir bændur

·         Þú nýtur 30% afsláttar af vissum forritum BÍ - sjá verðskrá RML

·         Þú getur leigt orlofsíbúð á höfuðborgarsvæðinu

·         Sem félagsmaður getur þú sótt um stuðning í starfsmenntasjóð

·         Félagsmenn eiga kost á að sækja um stuðning í Velferðarsjóð þegar áföll knýja dyra

·         Samtakamáttur heildarinnar er mikill og verður meiri eftir því sem fleiri taka þátt

 

Nú geta hrossabændur á einfaldan hátt reiknað út félagsgjöld sín út frá veltu með því að smella á skjalið hér

Ert þú með spurningar vegna félagsgjaldanna?

Ef leiðréttinga er þörf á félagsaðild eru bændur hvattir til að hafa samband við skrifstofu BÍ. Upplýsingar eru góðfúslega veittar í síma 563 0300, í gegnum Bændatorgið eða í netfangið bondi@bondi.is.

Guðrún Birna Brynjarsdóttir er verkefnisstjóri félagsgjalda hjá BÍ. Hún og fleiri starfsmenn hjá BÍ svara fyrirspurnum í síma 563-0300 og í netfangið bondi@bondi.is.