Dagsetning skjals: 6. mars 2018                                                                               
Mál: 1-1

Tegund skjals:           Ályktun (fyrri u.)

Nefnd: Innviðanefnd

Framsögumaður: Gústaf Jökull Ólafsson

Vísinda- og rannsóknastarf í landbúnaði

Markmið
Að styrkja samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar með öflugra vísinda- mennta- og rannsóknastarfi í greininni. Ályktun búnaðarþings 2016 um landbúnaðarháskóla er ítrekuð.

Leiðir

 • Að unnin verði vönduð sérstöðugreining fyrir landbúnaðinn í heild þar sem jafnframt verði kortlagt hvar þörfin er mest á rannsókna- og þróunarstarfi.
 • Að Landbúnaðarháskólunum í landinu verði tryggt nægilegt fjármagn til að starfrækja öflugt rannsóknarstarf þ.m.t. með rekstri tilrauna- og kennslubúa í búfjár- og jarðrækt. Áhersla verði lögð á hagnýtar landbúnaðarrannsóknir. 
 • Að komið verði á sérstökum vísindasjóði landbúnaðarins til þess að efla rannsókna- og þróunarstarf, auka virði afurða og búa til fleiri hvata fyrir nemendur til að afla sér framhaldsmenntunar á sviði landbúnaðar.  Unnið verði að fjármögnun í samvinnu samtaka bænda, stjórnvalda og fyrirtækja í landbúnaði til dæmis með því að láta tolltekjur renna í sjóðinn. Umsýsla sjóðsins verði í höndum Framleiðnisjóðs landbúnaðarins.
 • Að vönduð haggögn verði gefin út árlega fyrir helstu búgreinar.

 

Framgangur
Stjórn BÍ er falið að vinna málunum framgang. Tillögur að fjármögnun vísindasjóðs verði tilbúnar við endurskoðun búvörusamninga 2019. 

Guðrún Lárusdóttir                                          Gústaf Jökull Ólafsson

Jón Björgvin Vernharðsson                             Ragnar Lárusson

Sölvi Arnarsson                                               Þórunn Andrésdóttir

Sigurður Þór Guðmundsson

___________________________

Dagsetning skjals: 6. mars 2018                                                                                Mál: 1-2

Tegund skjals: Ályktun (fyrri u.)     

Nefnd: Innviðanefnd

Framsögumaður: Jón Björgvin Vernharðsson

Samfélag sveitanna

Markmið

Að jafna frekar aðgengi íbúa og fyrirtækja í landinu að þjónustu og standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt þeirra.  Ályktun búnaðarþings 2016 um byggðastefnu er ítrekuð.

Leiðir

 • Að lokið verði uppbyggingu háhraða- og farsímaneta um allt land.
 • Að gert verði stórátak í þrífösun rafmagns og afhendingaröryggi orku aukið. Unnin verði áætlun byggð á raunverulegum þörfum notenda og forgangsraðað eftir henni.
 • Að fjárveitingar til samgöngumála verði stórauknar í ljósi verulega aukins umferðarþunga
 • Að stjórnsýsla miðhálendis sé áfram á forræði viðkomandi sveitarfélaga hvort heldur sem um er að ræða þjóðgarð eða óbreytt ástand, þ.e. þjóðlenda.
 • Að háskólamenntað fólk sem starfar í dreifbýli fái eftirgefinn hluta af námslánum sínum.

Framgangur

Stjórn BÍ hafi forgöngu um framgang málsins við stjórnvöld og þær stofnanir sem málið varðar. 


Guðrún Lárusdóttir                                          Gústaf Jökull Ólafsson

Jón Björgvin Vernharðsson                             Ragnar Lárusson

Sölvi Arnarsson                                               Þórunn Andrésdóttir

Sigurður Þór Guðmundsson

___________________________

Dagsetning skjals: 6. mars 2018                                                                                  Mál: 1-3

Nefnd: Innviðanefnd

Framsögumaður: Sigurður Þór Guðmundsson

Afleysingaþjónusta bænda

Markmið:

Auka aðgengi bænda að afleysingaþjónustu til að rjúfa félagslega einangrun, auka gæði fjölskyldulífs og auðvelda töku fæðingarorlofs. Einnig til að auðvelda afleysingu vegna veikinda.  

Leiðir:
Komið verði á fót afleysingaþjónustu í landbúnaði til að auka lífsgæði bænda. Skoðað verði með hvaða hætti slík þjónusta er veitt í nágrannalöndunum og hvernig hún er fjármögnuð.
 

Framgangur:
Stjórn BÍ falið að vinna að framgangi tillögunnar. Unnin verði tillaga til Velferðar­ráðuneytisins að því formi sem slík þjónusta gæti verið hér á landi og hvernig menn öðlast rétt til hennar.  Þar verði m.a. skoðaður sá möguleiki að fela sveitarfélögum umsjón með verkefninu sbr. aðra félagslega þjónustu sem sveitarfélög veita.

Greinagerð:

Aðgengi að hæfu starfsfólki til afleysinga í landbúnaði er brýnt, hvort sem litið er til skemmri eða lengri tíma.  Það gefur bændum aukna möguleika á að taka sér frí með reglubundnum hætti.

Við ákveðnar aðstæður er þörf á afleysingu fyrirvaralaus.  Það er því mikið öryggi sem felst í því að hafa aðgengi að virkri afleysingaþjónustu bæði fyrir bændur sem atvinnurekendur og ekki síður ef horft er til dýravelferðar.

Með því að skapa skýran ramma utan um afleysingaþjónustu má tryggja aðgengi að hæfu starfsfólki. Aðgengi bænda að afleysingu verður betra ef haldið er sérstaklega utan um launagreiðslur, tryggingar og samninga fyrir bændur. Þannig má hugsa sér að þegar bændur fá afleysingu séu þeir ekki launagreiðendur heldur afleysingaþjónustan sjálf.

Til skoðunar væri að slík þjónusta væri fjármögnuð í gegnum Búnaðarsamning að hluta til.  Þannig væri kostnaði við umsýslu haldið niðri.  Þá er ekki óalgengt í okkar nágrannalöndum að bændur hafi möguleika á að sækja sér framlag frá ríki til þess að greiða niður kostnað við afleysingu þegar tekin eru frí.  Slíku mætti koma inn í samninga fyrir hverja búgrein fyrir sig.

Þeir aðilar sem horfa til þess að hefja búrekstur í dag hafa oft aðrar kröfur um frítíma og samveru með fjölskyldu en eldri kynslóðir. Öflug afleysingaþjónusta mun þannig skipta máli til framtíðar litið við kynslóðaskipti í íslenskum landbúnaði.

 

Guðrún Lárusdóttir                                          Gústaf Jökull Ólafsson

Jón Björgvin Vernharðsson                             Ragnar Lárusson

Sölvi Arnarsson                                               Þórunn Andrésdóttir

Sigurður Þór Guðmundsson


___________________________

 

Dagsetning skjals: 6. mars 2018                                                                                  Mál: 2-1

Tegund skjals: Ályktun (fyrri u.)                  

Nefnd: Fagnefnd

Framsögumaður: Skúli Þórðarson

 

Aðgerðir vegna dóms EFTA-dómstólsins

Markmið

Að íslensk löggjöf tryggi áfram vernd heilsu manna og dýra með bestu mögulegu aðferðum til að vernda innlenda búfjárstofna, koma í veg fyrir fjölgun matarsýkinga og aukningu á sýkingum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería.


Leiðir

 • Að Bændasamtökin og aðildarfélög þeirra standi saman að öflugu kynningarstarfi þar sem afleiðingar ótakmarkaðs innflutnings á hráu, ófrosnu kjöti, ógerilsneyddum eggjum og ógerilsneyddri mjólk verði dregnar skýrt fram.  Þetta kynningarstarf þarf að beinast að þingmönnum, stjórnvöldum og öllum almenningi.
 • Að þrýst verði á að tillögur starfshóps um endurskoðun laga um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr komist til framkvæmda.  Fjölmargar þýðingarmiklar tillögur um sóttvarnir eru í skýrslu hópsins sem skilað var í október 2017.
 • Að sóttvarnir við landamæraeftirlit verði efldar, til dæmis með því að dreifa upplýsingum til komufarþega hingað til lands um mikilvægi þess að föt og skóbúnaður sé hreinn og beri ekki með sér óhreinindi frá landbúnaði í öðrum löndum.
 • Að innflytjendum búvara sem geta borið með sér smit verði gert skylt að kaupa tryggingar eða greiða gjald sem geti mætt þeim skaða sem innflutningurinn getur valdið.
 • Að niðurstaða EFTA dómstólsins í málum E-2/17 og E-3/17 frá 14. nóvember 2017 verði ekki innleidd óbreytt. Það verði gert með samningaviðræðum við ESB.

Framgangur

Stjórnir BÍ og aðildarfélaga vinni að fullum þunga að eftirfylgni málsins.  Í þessu felst m.a. að aflað verði nauðsynlegrar ráðgjafar til að sýna fram á þær leiðir sem stjórnvöld geta farið til þess að ná fram ásættanlegri niðurstöðu fyrir heilbrigði manna og dýra hér á landi. Búnaðarþing leggur ríka áherslu á að þetta mál verði í forgangi á árinu 2018.

 

Elín Heiða Valsdóttir                                         Atli Már Traustason

Gunnar Þorgeirsson                                           Gunnhildur Gylfadóttir

Skúli Þórðarson                                                 Sif Matthíasdóttir

Valberg Sigfússon

___________________________

Dagsetning skjals: 6. mars 2018                                                                                  Mál: 2-2

Tegund skjals: Ályktun (fyrri u.)                   

Nefnd: Fagnefnd

Framsögumaður: Gunnhildur Gylfadóttir

Viðbrögð við smitsjúkdómum í búfé

Markmið

Að verklag sé skýrt þegar smitsjúkdómar í búfé koma upp og réttur búfjáreigenda sé tryggður.

Leiðir

 • Endurskoðaðar verði reglugerðir um viðbrögð við smitsjúkdómum nr. 665/2001 og rg. um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar nr. 651/2001.
  Við endurskoðun reglugerða verði hugað sérstaklega að lagalegum rétti bænda. Jafnframt verði farið yfir verklag þegar smitsjúkdómar koma upp, með það fyrir augum að valdheimildir, réttindi og skyldur allra sem að málinu koma séu skýrar.

Framgangur

Stjórnir BÍ og aðildarfélaga sem málið snertir þrýsti á stjórnvöld um framgang og vinni saman að lausnum.

 

Elín Heiða Valsdóttir                      Atli Már Traustason

Gunnar Þorgeirsson                        Gunnhildur Gylfadóttir

Skúli Þórðarson                              Sif Matthíasdóttir

Valberg Sigfússon

___________________________

Dagsetning skjals: 6. mars 2018                                                                                  Mál: 2-3

Tegund skjals: Ályktun (fyrri u.)                   

Nefnd: Fagnefnd

Framsögumaður: Gunnar Þorgeirsson

Aðgengi að plöntuverndarvörum

Markmið

Að tryggja nauðsynlegt aðgengi bænda sem stunda ræktun í atvinnuskyni að plöntuverndarvörum.

Leiðir

 • Að stjórnvöld bregðist við markaðsbresti sem komið hefur í ljós varðandi aðgengi að plöntuverndarvörum, lífrænum vörnum og lyfjum sem nauðsynleg eru í innlendri ræktun.  Kostnaður við markaðsleyfi er ekki í neinu samræmi við stærð markaðar og veldur því að honum er ekki sinnt, sem getur valdið verulegu tjóni.  Íslenskir bændur nota lítið af lyfjum og plöntuverndarvörum en komast ekki frekar en aðrir alfarið hjá því.

Framgangur

Stjórnir BÍ og aðildarfélaga sem málið snertir þrýsti á stjórnvöld um framgang og vinni saman að lausnum.

 

Elín Heiða Valsdóttir                                         Atli Már Traustason

Gunnar Þorgeirsson                                           Gunnhildur Gylfadóttir

Skúli Þórðarson                                                 Sif Matthíasdóttir

Valberg Sigfússon

___________________________
 

6. mars 2018                                                                           Mál: 3-1

Tegund skjals: Ályktun (fyrri u.)

Nefnd: Félagsmálanefnd

Framsögumaður: Jóna Björg Hlöðversdóttir

Aðildarumsókn til BÍ frá Beint frá býli

Félagsmálanefnd mælir með að aðildarumsókn frá Beint frá býli að Bændasamtökum Íslands verði samþykkt.

Björn Halldórsson                             Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Jóna Björg Hlöðversdóttir                 Sveinn Steinarsson

Halla Eiríksdóttir                               Jóhann Nikulásson

Jóhann Ragnarsson                            Pétur Diðriksson

Þórarinn Ingi Pétursson

___________________________

6. mars 2018                                                                           Mál: 3-2

Tegund skjals: Ályktun (fyrri u.)

Nefnd: Félagsmálanefnd

Framsögumaður:  Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Aðildarumsókn til BÍ frá Verndun og ræktun félag framleiðenda í lífrændum búskap

Félagsmálanefnd mælir með að aðildarumsókn frá Verndun og ræktun framleiðenda í lífrænum búskap að Bændasamtökum Íslands verði samþykkt.

Björn Halldórsson                             Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Jóna Björg Hlöðversdóttir                 Sveinn Steinarsson

Halla Eiríksdóttir                               Jóhann Nikulásson

Jóhann Ragnarsson                            Pétur Diðriksson

Þórarinn Ingi Pétursson

___________________________

Dags:6. mars 2018                                                                            Mál: 3-3

Tegund skjals: Ályktun (fyrri u.)

Nefnd: Félagsmálanefnd

Framsögumaður:  Björn Halldórsson

Félagskerfi landbúnaðarins

Búnaðarþing 2018 felur stjórn BÍ að koma á fót þriggja manna starfshópi sem hefur það hlutverk að móta tillögur um allsherjar endurskipulagningu á félagskerfi landbúnaðarins. Við þá vinnu verði horft til uppbyggingar systursamtaka BÍ í nágrannalöndum okkar. Litið verði til allra þeirra verkefna sem samtök bænda koma að, svo sem hagsmunagæslu, kynningar- og útgáfumála, stefnumörkun, rannsókna, ráðgjöf og ræktunarstarfs.

Hópurinn skal skila áfangaskýrslum á formannafundum, ársfundi samtakanna árið 2019 og endanlegum tillögum eigi síðar en á Búnaðarþingi árið 2020.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason                        Jóna Björg Hlöðversdóttir                               

Sveinn Steinarsson                                  Halla Eiríksdóttir                                             

Jóhann Nikulásson                                  Jóhann Ragnarsson                                          

Pétur Diðriksson                                     Þórarinn Ingi Pétursson

Björn Halldórsson

___________________________

 

Dagsetning skjals: 6. mars                                                                             Mál: 5-1

Tegund skjals:  Ályktun (til fyrri u)

Nefnd: Markaðsnefnd

Framsögumaður:  Bessi Freyr Vésteinsson

Innkaupastefna ríkisins

Búnaðarþing haldið í Reykjavík 5. - 6. mars 2018 beinir því til fjármálaráðuneytis að endurskoða innkaupastefnu ríkisins og lög um opinber innkaup með það að markmiði að opinberar stofnanir skuli velja innlend matvæli þar sem því er við komið. Þannig er stutt við innlenda matvælaframleiðendur og jafnframt stuðlað að minni losun gróðurhúsalofttegunda sem til falla við flutning til landsins. Búnaðarþing telur að ríkið skuli kaupa þær vörur sem hafa hvað minnst umhverfisfótspor.

Greinargerð

Áætlað er að opinberar stofnanir íslenska ríkisins noti um 150 milljarða í innkaup á hverju ári og 300 milljarða ef sveitarfélög eru meðtalin. Matvara er skráð sem fimmti hæsti flokkur í rammasamningum ríkisins (Ársskýrsla Ríkiskaupa 2013-2015). Í innkaupastefnu ríkisins frá 2002 kemur fram að „Við innkaup skal tekið tillit til umhverfissjónarmiða jafnt sem kostnaðar og gæða. Ef vörur eru sambærilegar að öðru leyti ber að velja þá tegund sem telst síður skaðleg umhverfinu.”

Árið 2017 voru flutt inn 722 kg af matvælum á hvern Íslending. Kolefnisspor þessa flutnings veldur svipaðri losun gróðurhúsalofttegunda og öll starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur eða um 41.000 tonn af CO2 á ári (samantekt Bændablaðsins 11. janúar 2018). Þá á eftir að taka inní myndina kolefnisspor vörunnar utan flutningsins til Íslands, þ.e. við framleiðslu og flutning fram að umskipun til Íslands.

Framleiðslukostnaður matvæla er nokkuð hár hér á landi, meðal annars vegna sívaxandi launakostnaðar og þar af leiðandi kostnaðar á aðföngum bænda og ýmis konar þjónustu svo sem eftirlits og dýralæknaþjónustu. Með nýjum tollasamningi við Evrópusambandið er opnað á mjög aukinn innflutning á matvöru næstu 4 árin og eru innfluttar vörur framleiddar undir öðrum og oftar en ekki kostnaðarminni kringumstæðum en við búum við hér á landi. Með aukinni áherslu á innlend matvæli í innkaupastefnu ríkisins er samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar styrkt.

Framkvæmd

Stjórn BÍ fylgi málinu eftir við stjórnvöld.

Guðrún Tryggvadóttir          Ásbjörn K. Pálsson         Helga Ragna Pálsdóttir         

Bessi Freyr Vésteinsson       Björn Birkisson               Páll Eggertsson

Þórður Halldórsson

___________________________
 

Dagsetning skjals: 6. mars                                                                             Mál: 5-2

Tegund skjals:  Ályktun (fyrri u.)

Nefnd: Markaðsnefnd

Framsögumaður: Þórður Halldórsson

Kynningarstarf í landbúnaði
 

Búnaðarþing haldið í Reykjavík 5. - 6. mars 2018 beinir því til Bændasamtaka Íslands að  sérstaða íslensks landbúnaðar hvað varðar framleiðsluhætti, lyfjanotkun, umhverfisfótspor og aðra afmarkandi þætti verði dregin fram með skýrum hætti gagnvart neytendum.

Leiðir

Að unnin verði vönduð greining og samantekt á sérstöðu landbúnaðarins þar sem kortlagt verði með faglegum hætti hvað innlendur landbúnaður hefur upp á að bjóða umfram helstu samkeppnislönd. Þetta verði gert með því að draga saman fyrirliggjandi gögn eða afla þeirra þar sem þess er þörf.

 • Að vönduð upplýsingagjöf til neytenda verði forgangsmál í markaðsstarfi landbúnaðarins. Áhersla verði lögð á að auka þekkingu og vitund hins almenna neytanda um innihald, uppruna og eiginleika landbúnaðarvara og helstu þætti sem við höfum umfram helstu samkeppnislönd til að neytendur séu ávallt meðvitaðir um í hverju munurinn liggi.
 • Að BÍ, aðildarfélög þeirra og fyrirtæki í landbúnaði myndi sér skýra stefnu í markaðs- og kynningarstarfi fyrir landbúnaðinn í heild. Fyrrgreindir aðilar vinni betur saman í því skyni að réttar upplýsingar skili sér með öflugri hætti inn í samfélagsumræðuna og skoði með hvaða hætti það væri best gert.

Framgangur

Stjórn BÍ fylgi málinu eftir í samvinnu við aðildarfélögin og fyrirtæki í landbúnaði.

Guðrún Tryggvadóttir          Ásbjörn K. Pálsson         Helga Ragna Pálsdóttir         

Bessi Freyr Vésteinsson       Björn Birkisson               Páll Eggertsson

Þórður Halldórsson

________________________
 

Dagsetning skjals: 6. mars                                                                             Mál: 5-3

Tegund skjals:  Ályktun (fyrri u.)

Nefnd: Markaðsnefnd

Framsögumaður: Guðrún Tryggvadóttir

Merkingar og eftirlit með landbúnaðarvörum á markaði

Búnaðarþing haldið í Reykjavík 5. - 6. mars 2018 beinir því til landbúnaðarráðherra, fjármálaráðherra og ráðherra ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarmála sem jafnframt fer með neytendamál að tryggja að í gildi séu viðeigandi reglur um vandaðar og áberandi merkingar á öllum matvælum og öðrum landbúnaðarafurðum, innlendum sem innfluttum.  Merkingarnar taki m.a. til uppruna, ferils, framleiðsluhátta, innihalds og geymsluskilyrða. Skoða þarf nánar framsetningu á merkingum með tilliti til þess að þær gefi neytendum ætíð glöggar upplýsingar og beita þarf í auknum mæli viðurlögum þegar blekkingum er vísvitandi beitt.

Stofnanir sem fara með eftirlit með merkingum, innflutningi og markaðsfærslu landbúnaðarafurða stundi reglulega vöruskoðun vegna innflutnings og virkt almennt eftirlit. Við innflutning matvæla og annarra landbúnaðarafurða verði sérstök áhersla lögð á að réttum reglum sé fylgt varðandi heilbrigði, tollafgreiðslu og merkingar. Með því verði stuðlað að lýðheilsu, smitgát, plöntu- og dýraheilbrigði, vandaðri upplýsingagjöf til neytenda og heilbrigðara samkeppnisumhverfi.

Búnaðarþing telur að upplýsingar um uppruna matvara eigi ávallt að vera aðgengilegar fyrir neytendur, hvort sem er í verslunum, mötuneytum eða veitingastöðum.

Greinargerð

Nauðsynlegt er að tryggja að við innflutning á landbúnaðarvörum fari örugglega saman þau skjöl sem vörunni eiga að fylgja og skoðun á þeirri vöru sem raunverulega kemur til landsins.  Eina aðferðin til að sannreyna það er virk vöruskoðun. Með því er tryggt að rétt heilbrigðisvottorð fylgi ævinlega þeirri vöru sem kemur.  Jafnframt er mikilvægt að yfirfara með vöruskoðun og skjalasamanburði að rétt tollflokkun sé viðhöfð.  Dæmi eru um að misbrestur sé á hvoru tveggja. 

Yfirfara þarf reglugerðir um merkingar matvæla og annarra landbúnaðarafurða, framsetningu þeirra sem og reglugerðir um inn- og útflutning. Styrkja þarf skilgreiningar að baki tollflokkun, mögulega með fjölgun tollnúmera og útgáfu úrskurða um bindandi tollflokkun.

Þá er nauðsynlegt að gera átak í að lögum og reglum um merkingar sé fylgt en því hefur víða verið áfátt sbr. ákvæði reglugerðar 1294/2014.  Taka þarf fastar á því ef vísvitandi blekkingum virðist beitt, t.d. eru fjölmörg dæmi um að innfluttri vöru séu búnar þær merkingar og umbúðir að hún virðist íslensk.  Dæmi eru um að innfluttar vörur eru seldar undir innlendum vöruheitum, umbúðir þeirra merktar í fánalitum, upprunaland komi ekki fram eða að leturgerð upprunalands sé svo ógreinileg að vart sjáist.

Framgangur:   Stjórn BÍ fylgi málinu eftir í samvinnu við aðildarfélögin.

Guðrún Tryggvadóttir          Ásbjörn K. Pálsson         Helga Ragna Pálsdóttir         

Bessi Freyr Vésteinsson       Björn Birkisson               Páll Eggertsson

Þórður Halldórsson

______________________
 

Dagsetning skjals: 06.03.2018                                                                                  Mál: 6-1-2

Tegund skjals:           Ályktun (síðari u.)

Nefnd: Kjaranefnd

Framsögumaður: Jón Magnús Jónsson

Tollamál

Markmið:

Búnaðarþing 2018 krefst þess að ríkisstjórn Íslands og Alþingi taki stöðu með innlendri matvælaframleiðslu með því að styrkja tollvernd íslensks landbúnaðar.

Framganga og leiðir:

Magntollar á búvörur verði uppreiknaðir til verðlags dagsins í dag. Þá verði samningum við ESB um tollfrjálsa kvóta fyrir landbúnaðarafurðir frá 2007 og 2015 sagt upp með vísan til breyttra forsenda.  Ennfremur verði leitað allra leiða til að nýta heimildir til að leggja tolla á innfluttar búvörur sem einnig eru framleiddar hér á landi. Þá verði innflutt kjöt umreiknað í ígildi kjöts með beini þegar um beinlausar og unnar afurðir er að ræða, við útreikninga á nýtingu gildandi tollkvóta.

Greinagerð:

Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg aukning í innflutningi á landbúnaðarvörum. Á sama tíma eru bændur innanlands að takast á við metnaðarfullar aðbúnaðarreglugerðir til að bæta aðbúnað sem er vel. Til að fara í þær fjárfestingar er mikilvægt að breytingar í ytra umhverfi landbúnaðarins séu ekki of miklar. Því miður á enn eftir að meta hvaða áhrif tollasamningur við ESB frá 2015 og nýfallinn EFTA dómur mun hafa á innlenda búvöruframleiðslu. Því er nauðsynlegt að ræða við stjórnvöld um tollverndina og hvernig hún kemur til með að þróast á gildistíma núverandi búvörusamnings. Í þeim viðræðum verði horft til þeirrar staðreyndar að framleiðsluskilyrði hér á landi eru allt önnur en þeirrar búvöru sem er verið að flytja inn, þegar horft er til stærðar framleiðslunnar og kostnaðar við aðföng.  Sá aðdragandi sem var að tollasamningum sem gerðir voru við ESB bæði 2007 og 2015 gefur fullt tilefni til að ná fram skýrari stefnu stjórnvalda í tollamálum.

Arnar Árnason

Eiríkur Blöndal

Herdís Magna Gunnarsdóttir

Ingvi Stefánsson

Jóhann Pétur Ágústsson

Jón Magnús Jónsson

Sigríður Jónsdóttir

Trausti Hjálmarsson

Þórey Bjarnadóttir

______________________

 

Dagsetning skjals: 06.03.2018                                                                                  Mál: 6-2-2

Tegund skjals: Ályktun (önnur u.)                                                   

Nefnd: Kjaranefnd

Framsögumaður: Sigríður Jónsdóttir

Búvörusamningar

Endurskoðun búvörusamninga

Búnaðarþing 2018 krefst þess að endurskoðun búvörusamninga verði flýtt vegna forsendubrests.  Endurskoðun skal liggja fyrir á ársfundi BÍ 2019.

Jafnframt krefst Búnaðarþing þess að stjórnvöld lögleiði nú þegar heimild til landbúnaðarráðherra til tímabundinnar íhlutunar í lambakjötsmarkaðinn vegna bráðavanda sauðfjárbænda og afurðastöðva.

Greinagerð:

Markmið samningsins voru að verð sauðfjárafurða hækkaði um 7,5% fram að endurskoðun 2019.  Nú þegar hefur afurðaverð lækkað um nærri 40% og því augljóst að þetta markmið mun ekki nást.

Fyrir liggur ákvæði í nautgriparæktarsamningi að kjósa beri um framleiðslustýringu. Mikilvægt er að greinin komist út úr þeirri óvissu sem fylgir því að ekki liggi fyrir niðurstaða í þessu máli.  Þessi kosning fari fram í ársbyrjun 2019.

Búnaðarþing bendir á þörf fyrir aukið fjármagn til nýliðunar. Ennfremur leggur Búnaðarþing áherslu á að ekkert tryggir eðlilega nýliðun í búskap betur en ásættanlegt afurðaverð og stöðug rekstrarskilyrði. 

Búnaðarþing leggur áherslu á að Byggðastofnun verði falið að vinna nýja greiningu á því hvaða landsvæði ættu að njóta svæðisbundins stuðnings og á hvaða forsendum.

Búnaðarþing leggur áherslu á eftirfarandi atriði varðandi garðyrkjusamning: Fjármunir verði auknir þannig að markmið um niðurgreiðslu á dreifingarkostnaði raforku náist. Tollvernd á kartöflum og útiræktuðu grænmeti verði færð í eðlilegt horf. Að ríkið tryggi aðgengi að nauðsynlegum plöntuverndarvörum. Tryggðir verði fjármunir til að bæta afurðatjón vegna alvarlegra plöntusjúkdóma. Eftirlit með innflutningi á plöntum og grænmeti verði raunverulegt.

Arnar Árnason

Eiríkur Blöndal

Herdís Magna Gunnarsdóttir

Ingvi Stefánsson

Jóhann Pétur Ágústsson

Jón Magnús Jónsson

Sigríður Jónsdóttir

Trausti Hjálmarsson

Þórey Bjarnadóttir

________________________
 

Dagsetning skjals:       6. mars 2018                                                                Mál: 7-1

Tegund skjals:             Ályktun (fyrri u.)

Nefnd:                         Umhverfisnefnd

Framsögumaður:         Ingvar Björnsson

Umhverfisstefna landbúnaðarins

Markmið

Að greina stöðu umhverfismála í íslenskum landbúnaði og setja í framhaldinu markmiðssetta stefnu í umhverfismálum til næstu ára.

Að umhverfisstefnan verði leiðarljós einstakra bænda og búgreina sem og landbúnaðarins alls í umhverfismálum.

Að umhverfisstefnan verði lifandi sáttmáli sem taki reglulegri endurskoðun.

Að umhverfisstefnan verði mikilvægt verkfæri við endurskoðun búvörusamninga og framtíðarsamninga ríkis og bænda.

Að umhverfisstefnan verið mikilvægt verkfæri til markaðssóknar landbúnaðarvara á íslenskum markaði.

Leiðir

Skipa starfshóp bænda úr ólíkum búgreinum undir forystu BÍ með aðkomu sérfræðinga og ráðgjafa sem haldi áfram þeirri vinnu sem starfshópur sem skipaður var á síðasta Búnaðarþingi hefur unnið að. Umhverfisstefna landbúnaðarins taki á eftirfarandi þáttum:

 1. Kolefnislosun frá landbúnaði
  1. Losun frá ræktunarlandi
  2. Losun vegna orkunotkunar
  3. Losun frá búpeningi
 2. Landnýting og landbætur
  1. Flokkun og nýting ræktunarlands
  2. Nýting beitilands
  3. Landgræðsla
  4. Skógrækt 
 3. Orkunotkun í landbúnaði
  1. Notkun jarðefnaeldsneytis
  2. Notkun endurnýjanlegrar orku
  3. Framleiðsla á orku (lífdisel, hauggas, raforka)
 4. Næringarefnabúskapur og nýting næringarefna
  1. Nýting næringar efna
  2. Útskolun næringarefna frá ræktunarlandi
  3. Nýting á mykju og tilbúnum áburði
 5. Mengun frá landbúnaði og frárennslismál
  1. Mengun vegna plöntuvarnarefna
  2. Mengun vegna hreinsiefna og lyfjaleifa
  3. Frárennsli frá landbúnaði
 6. Meðferð úrgangs og endurvinnsla
  1. Meðhöndlun sorps (endurvinnsla/förgun)
  2. Endurvinnsla á rúlluplasti
  3. Nýting úrgangs frá sláturhúsum og fiskvinnslu
 7. Ásýnd bændabýla

 

 1. Megináherslur næstu ára
  1. Áherslur og mælanleg markmið í umhverfismálum
   1. Markmið um kolefnislosun/kolefnisjöfnun
   2. Markmið um landgræðslu (kolefnisbinding/endurheimt landgæða)
   3. Markmið um skógrækt (kolefnisbindingu/margþætt áhrif skógræktar)
   4. Markmið um orkubúskap og orkujöfnun
   5. Markmið um endurvinnslu (t.d. á rúlluplasti)
  2. Vöktun umhverfisþátta
  3. Áherslur í umhverfisrannsóknum
  4. Aðgangur bænda að verkfærum og ráðgjöf í umhverfismálum

 

Framgangur

Stjórn BÍ falið að vinna að málinu í samræmi við markmið og leiðir.

 

Ingvar Björnsson                                              Böðvar Sigvaldi Böðvarsson

Guðrún Gauksdóttir                                         Hávar Sigtryggsson

Jóhann Gísli Jóhannsson                                 

______________________
 

Dagsetning skjals:       6. Mars 2018                                                                           Mál: 7-2

Tegund skjals:             Ályktun (fyrri u.)                                                       

Nefnd:                         Umhverfisnefnd

Framsögumaður:         Jóhann Gísli Jóhannsson

Skógrækt til framtíðar

Markmið:

Að Ísland verði sjálfbært um timbur, og skógrækt verði stöndug atvinnugrein sem stuðli að eflingu alls landbúnaðar. Skógrækt er árangursrík leið til bindingar kolefnis úr andrúmsloftinu.

Leiðir:

Nýta má fjármagn strax í dag t.d. við undirbúning lands, umhirðu skóga og skipulagningu. Með fjórfaldri aukningu fjármagns til skógræktar er hægt að koma til móts við alþjóðlega loftslagssamninga, efla atvinnu og styrkja búsetu á landsbyggðinni og verða sjálfbær um viðarframleiðslu.

Framgangur:

Bændasamtök Íslands (BÍ), ásamt Landssamtökum skógareigenda (LSE), hefji viðræður við Landbúnaðarráðherra um að stórauka skógrækt á lögbýlum á Íslandi.

 

Ingvar Björnsson                                              Böðvar Sigvaldi Böðvarsson

Guðrún Gauksdóttir                                         Hávar Sigtryggsson

Jóhann Gísli Jóhannsson                                 

____________________
 

Dagsetning skjals:        6. mars 2018                                                                Mál: 7-3

Tegund skjals:              Mál til fyrstu umræðu

Nefnd:                         Umhverfisnefnd

Framsögumaður:          Böðvar Sigvaldi Böðvarsson

 

Rannsóknir á losun og bindingu kolefnis í íslenskri náttúru

Markmið:

Auka þekkingu á kolefnisbindingu og losun í íslenskri náttúru.

Leiðir:

Að auka innlendar rannsóknir í málaflokknum þannig að þau markmið um kolefnisbindingu sem stefnt er að náist á sem hagkvæmastan hátt.

Framgangur:

Að fela stjórn BÍ að vinna að framgangi málsins í samvinnu við stjórnvöld.

 

Ingvar Björnsson                                              Böðvar Sigvaldi Böðvarsson

Guðrún Gauksdóttir                                         Hávar Sigtryggsson

Jóhann Gísli Jóhannsson