Grunnupplýsingar um nautgriparækt á Íslandi

– uppfært 1. júní 2022 –

Verðlagsnefnd búvara tók ákvörðun þann 30. mars 2022 um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.

Eftirfarandi verðbreytingar tóku gildi í apríl 2022:

  • Lágmarksverð 1.fl. mjólkur til bænda hækkaði þann 1. apríl um 6,6%, úr 104,96 kr./ltr. í 111,89 kr./ltr.
  • Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkaði þann 4. apríl um 4,47%, nema ógerilsneydd mjólk sem hækkað um 60,8%.

Verðhækkanirnar eru til komnar vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur, en síðasta verðbreyting fór fram 1. desember 2021. Vegna mikilla áburðarverðshækkana (87% hækkun) var ákveðið að reikna verðhækkun á áburði inn í verðlagsgrundvöllinn þrátt fyrir að hann sé öllu jafna ekki tekinn inn í grundvöllinn fyrr en í júní. Var það gert á þeim forsendum að stór hluti bænda hefur nú þegar greitt fyrir áburðinn. Gjaldliðir grundvallarins, án áburðarhækkunar hækkuðu um 2,21% frá desember 2021 til mars 2022. Gjaldliðir með áburði hækkuðu á sama tímabili um 6,6%.

Beingreiðslur fyrir mjólk innan greiðslumarks á verðlagsárinu 2022 eru áætlaðar alls 2.261,7 m.kr. og fyrir alla innvegna mjólk 2.653,8 m.kr.

Gripagreiðslur mjólkurkúa eru 1.658,6 m.kr. árið 2022.
Gripagreiðslur holdakúa eru 180,9 m.kr. árið 2022.

Heildargreiðslumark verðlagsársins 2022 er 146.500.000 lítrar og skiptist það á milli u.þ.b. 517 greiðslumarkshafa. Þegar LK var stofnað 4. apríl árið 1986 voru mjólkurframleiðendur 1.822.

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði gera tillögu að greiðslumarki í samræmi við þróun á sölu mjólkurafurða undanfarna 12 mánuði, söluhorfur á næsta verðlagsári, þróun á birgðastöðu og þróun á efnainnihaldi innleggsmjólkur. Ákvæði um ákvörðun greiðslumarksins er að finna í 52. gr. búvörulaga nr. 99/1993.

Greiðslumark hvers árs er ákveðið með reglugerð sem sett er af sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, reglugerð 2022 er að finna hér.

Reglugerð um stuðning í nautgriparækt nr. 348/2022 er að finna hér.

Reglugerð um velferð nautgripa, nr. 1065/2014 er að finna hér.

Hér er að finna mánaðarlegar niðurstöður afurðaskýrsluhalds RML.

Hér er að finna upplýsingar um verðlagsnefnd búvara, fundargerðir og verðlagsgrundvöll kúabús.

Hér er að finna upplýsingar um framkvæmdanefnd búvörusamninga og fundargerðir nefndarinnar.  

Hugmyndir að fleiri efnisatriðum á þessari síðu má senda á gudrunbjorg@bondi.is