Þann 1. júlí 2021 færðist öll starfsemi Landssambands kúabænda undir deild kúabænda innan Bændasamtaka Íslands sem frá þeim degi sinnir þeim hlutverkum sem áður voru á hendi LK. Stjórn LK hverju sinni er jafnframt stjórn deildar kúabænda innan BÍ.

Landssamband kúabænda

Landssamband kúabænda (LK) er hagsmunagæslufélag nautgripabænda á Íslandi og hefur starfað síðan 4. apríl 1986. Í stórum dráttum má skipta verkefnum sambandsins í þrjá þætti: fagleg mál, félagsmál og markaðsmál.

LK var stofnað á tímamótum í íslenskum landbúnaði og fékk m.a. í vöggugjöf að þurfa að móta umdeilt framleiðslustjórnunarkerfi. Síðan þá hafa mörg og breytileg mál verið á verkefnalista sambandsins og er LK í dag í forsvari fyrir kúabændur landsins í öllum veigamiklum málum er lúta að nautgriparækt.

Að LK stóðu 13 aðildarfélög, sem mynduðu Landssamband kúabænda eins og það var við sameiningu starfseminnar við BÍ. Eftir sameiningu eru fyrrum aðildarfélög LK að öllu leiti sjálfstæð og eiga ekki beina aðild að deild kúabænda innan BÍ.

Stjórn LK og starfsfólk

Aðildarfélög LK, 1. júlí 2021

Samþykktir LK

Frá stofnfundi LK

Helstu trúnaðarmenn LK frá stofnun

Landssamband kúabænda | Kennitala: 511290-2019 | Bændahöllinni við Hagatorg | 107  Reykjavík ISLAND | Sími: 563 0300