Markaðsmál nautgriparæktarinnar
Eitt af aðalverkefnum Landssambands kúabænda er að sinna markaðsmálum afurðanna og situr t.d. einn fulltrúi LK í sk. fræðslu- og markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins. Í kjölfar skipulagsbreytinga í mjólkuriðnaði hefur FMMI orðið ábyrg fyrir starfseminni gagnvart Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Í nefndina skulu tilnefndir 4 fulltrúar, þ.a. einn frá Landssambandi kúabænda. Helsta verkefni FMMI er kynningarstarfsemi sem byggir undir jákvæð langtímaviðhorf gagnvart mjólkurvörum.
Hvað snertir nautgripakjöt, sér LK um niðurgreiðslur á auglýsingum til þeirra sem auglýsa nautgripakjöt til sölu, auk þess að styrkja sérstaklega þróunarvinnu með nýjungar í nautakjöti. Þá heldur LK úti sérstöku svæði fyrir uppskriftir og ýmis heilræði varðandi eldun á nautakjöti hér á forsíðu naut.is.
SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR UM MJÓLKURFRAMLEIÐSLUNA
Nánari upplýsingar um nautakjötsframleiðsluna
Nýtt matskerfi fyrir nautgripakjöt, EUROP-mat, hefur verið tekið upp með breytingu á reglugerð nr. 882/2010 um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða. Breytingin tók gildi 1. júlí 2017.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um EUROP-matið
GILDANDI VERÐSKRÁR SLÁTURLEYFISHAFA
Undir þessum hlekk er hægt að nálgast samanburð á verðum fyrir hvern flokk, verðfellingu eftir fituflokkun og ýmsar aðrar upplýsinga um sláturleyfishafa. *Uppfært 8. desember 2021
Eldri verðskrár sláturleyfishafa
Verðskrá 1. desember 2020
Nánari upplýsingar um kjarnfóður og verðskrá kjarnfóðurs
Innihaldslýsingar á kjarnfóðri fyrir nautgripi
SMELLTU HÉR TIL ÞESS AÐ SJÁ GILDANDI VERÐSKRÁR FÓÐURSALA
Reglugerð um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða 882/2010
Skýrsla um nýtt matskerfi fyrir nautakjöt (1,3 MB)
Kynning á íslenska kjötmatinu – námskeiðsefni fyrir kjötmatsmenn 2007 (5 MB)