Aðalfundur Landssambands kúabænda, veffundur 9. apríl 2021, kl. 09:00

 1. aðalfundur

Dagskrá:

 1. Kosning starfsmanna fundarins, kjörbréfa- og uppstillinganefndar.
 2. Skýrsla stjórnar – reikningar – fjárhagsáætlun.
 3. Afgreiðsla mála.

Hádegishlé

 1. Kosning formanns.
 2. Önnur mál.

Fundarlok

 

Mættir eftirtaldir:

Mjólkursamlag Kjalarnesþings

Finnur Pétursson                                 Káranesi

Kúabændafélagið Baula á Vesturlandi

Egill Gunnarsson                                Hvanneyri

Helgi Már Ólafsson                            Þverholtum

Félag nautgripabænda við Breiðafjörð

Sigrún Hanna Sigurðardóttir              Lyngbrekku 2

Félag kúabænda í Ísafjarðarsýslum

Jónatan Magnússon                            Hóli

Nautgriparæktarfélag V-Hún

Guðrún Eik Skúladóttir                      Tannstaðabakka

Valgerður Kristjánsdóttir                    Mýrum III

Félag kúabænda í A-Hún

Linda B. Ævarsdóttir                          Steinnýjarstöðum

Ingvar Björnsson                                Hólabaki

Félag kúabænda í Skagafirði

Ingi Björn Árnason                             Marbæli

Davíð Logi Jónsson                            Egg

Guðrún K. Eiríksdóttir                        Sólheimum

Félag eyfirskra kúabænda

Guðmundur Bjarnason                       Svalbarði

Kristín Hermannsdóttir                       Merkigili

Lilja Dögg Guðnadóttir                      Stóra-Dunhaga

Hákon Bjarki Harðarson                     Svertingsstöðum

Guðmundur Óskarsson                       Hríshóli

Félag þingeyskra kúabænda

Ari Jósavinsson                                   Miðhvammi

Sif Jónsdóttir                                       Laxamýri

Nautgriparæktarfélag Vopnafjarðar

Halldóra Andrésdóttir                         Grænalæk

Félag nautgripabænda á Héraði og fjörðum

Jón Elvar Gunnarsson                         Breiðavaði

Sigbjörn Þór Birgisson                       Egilsstöðum

Nautgriparæktarfélag Austur-Skaftafellssýslu

Birgir Freyr Ragnarsson                     Flatey

Félag kúabænda á Suðurlandi

Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir              Stóru-Mörk

Berglind Hilmarsdóttir                       Núpi 3

Haraldur Einarsson                             Urriðafossi

Magnús Örn Sigurjónsson                  Eystri Pétursey

Reynir Þór Jónsson                             Hurðabaki

Samúel U. Eyjólfsson                         Bryðjuholti

Fundinn sátu 29 atkvæðisbærir fulltrúar.

Eftirtaldir félagsmenn sátu fundinn sem gestir: Aðalsteinn H. Hreinsson, Baldur Helgi Benjamínsson, Elín Margrét Stefánsdóttir, Guðný Helga Björnsdóttir, Guðrún Lárusdóttir, Jóhanna Hreinsdóttir, Jórunn Svavarsdóttir, Laufey Bjarnadóttir, Páll Jóhannsson, Pétur Diðriksson, Viðar Þorsteinsson, Þorsteinn Logi Einarsson, Þórður Þórðarson, Þórunn Andrésdóttir.

Þá sátu fundinn eftirtaldir stjórnarmenn:  Herdís Magna Gunnarsdóttir, Bessi Freyr Vésteinsson, Rafn Bergsson, Sigurbjörg Ottesen og Vaka Sigurðardóttir.

 

 1. Formaður, Herdís Magna Gunnarsdóttir, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Lagði hún fram tillögu um eftirtalda starfsmenn fundarins.

Fundarstjóri:  Unnsteinn Snorri Snorrason.

Fundarritari:  Katrín María Andrésdóttir.

Tæknistjóri:  Höskuldur Sæmundsson.

Skrifstofustjóri:  Margrét Gísladóttir.

Samþykkt án athugasemda og tóku þau til starfa.

 

Unnsteinn Snorri Snorrason fundarstjóri kynnti dagskrá og fór yfir fundarformið.

Kjörnir fulltrúar hafa aðgang að rafrænu fundarsvæði þar sem öll gögn fundarins liggja fyrir. Þá hafa fundarmenn fengið sendar leiðbeiningar um rafræna atkvæðagreiðslu.

Fundarstjóri leitaði samþykkis fundarins fyrir því að taka fundinn upp. Upptöku fundarins verði eytt um leið og fundargerð hefur verið staðfest.  Ekki voru gerðar athugasemdir við það.

 1. Skýrsla stjórnar – reikningar – fjárhagsáætlun

Herdís Magna Gunnarsdóttir formaður flutti fundarmönnum yfirlit yfir starfsemi frá síðasta aðalfundi.

Fimm mánuðir frá síðasta fundi og enn er veffundarformið við lýði. LK var 35 ára í upphafi mánaðar.  Breytingar framundan. Miklar annir. Tollamál. Þakkir til Margrétar og Höskuldar.

Setja inn fleiri atr. úr skýrslu?

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri fór yfir helstu atriði í starfi félagsins frá síðasta fundi. Tollamálin hafa verið í brennidepli sem og endurskoðun rammasamnings landbúnaðarins sem nýlega er lokið. Fyrirhugaðar breytingar á félagskerfi bænda hafa tekið mikið rými í starfinu. Tekin var ákvörðun um að auka verulega við þróunarfé og taka loftlagsmál greinarinnar enn fastari tökum.  Félagið hefur barist fyrir betra afurðaverði til bænda, með því að standa vörð um tollverndina, þrýsta á afurðaverð frá afurðastöðvum, auk þess sem félagið gekk í að fá mjólkuruppgjör síðasta árs leiðrétt sem afgreitt var ranglega frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.  Unnið er að markaðsrannsókn um kjötmarkaðinn í samvinnu við aðrar greinar. Ættu niðurstöður að geta verið hagnýtar til áframhaldandi sóknar í markaðsmálum ásamt nýju vörumerki sem nú er verið að vinna að. Sýndi Margrét myndir af þeim hugmyndum sem verið er að vinna með í þeim efnum.

Umræður um skýrslu stjórnar.

Ingvar Björnsson þakkar framsögur og stjórn og starfsfólki vel unnin störf.  Sérstaklega varðandi tollamál og samvinnu við BÍ og afurðastöðvar í þeim málaflokki, sem og félagskerfisbreytingar.  Loftlags- og umhverfismál hafa verið tekin föstum tökum og viðbrögð LK við mjólkuruppgjöri 2020 voru til fyrirmyndar og leiðrétting knúin fram.  Nautakjötsmál virðast einnig í góðum farvegi. Ánægjulegt að sjá nýtt vörumerki sem lofar góðu.

Hákon Bjarki Harðarson þakkar einnig framkomin erindi og tekur undir þakkir sem Ingvar færði fram. Spyr Margréti varðandi tollkvótaútboð, þar sem fyrra fyrirkomulag hafi í raun verið dæmt ólöglegt í Landsrétti hvort núverandi fyrirkomulag standist. Spyr um framlög til þróunarverkefna og hvetur til þess að í loftlags- og umhverfismálum verði sem fyrst og í framtíðinni hægt að nota raungögn byggð á íslenskum aðstæðum og forsendum.

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson þakkar góðar kynningar á starfi síðustu mánaða.  Telur eðlilegt að afurðastöðvar á borð við KS og Auðhumlu hafi ekki beitt sér í leiðréttingum á mjólkuruppgjöri. Eðlilegra að LK standi í því.

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri lýsti því að ANR hefði gefið út yfirlýsingu um að núverandi fyrirkomulag við útboð tollkvóta sé að þeirra mati lögmætt. Ríkislögmaður mun taka ákvörðun um hvort fyrirliggjandi úrskurði Landsréttar verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Þróunarfé og umhverfismál. Tekur heilshugar undir að íslensk gögn verði að liggja fyrir. Ekki síst varðandi losun frá landi. Góð gögn forsenda góðra ákvarðana. Ekki skortir góðan vilja en vísindin eru í raun á eftir og hafa ekki náð að fylgja þeim áætlunum og aðgerðum sem uppi eru.  Margar aðgerðir er hægt að ráðast í sem snúa að góðum búskaparháttum og hefur áherslan verið þar.  Rétt varðandi uppgjörið en SAM og Auðhumla voru upplýst um það ferli sem LK setti af stað til að fá uppgjörið leiðrétt.

Herdís Magna Gunnarsdóttir þakkar fyrir góð orð í garð stjórnar og starfsmanna. Tekur undir nauðsyn þess að fá góð gögn og réttar upplýsingar og byggja aðgerðir í umhverfis- og loftlasmálum á þeim.

 1. Afgreiðsla mála.

Tillögur frá starfsnefnd 1.

Í starfsnefnd 1 sátu:  Guðmundur Bjarnason formaður, Berglind Hilmarsdóttir ritari, Samúel Unnsteinn Eyjólfsson, Helgi Már Ólafsson og Halldóra Andrésdóttir.

Guðmundur Bjarnason gerði grein fyrir tillögum starfsnefndar 1.

1.1 Launamál stjórnar

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, leggur til að laun stjórnar haldist óbreytt milli ára í krónutölu.

Enginn kvaddi sér hljóðs. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

1.2 Þóknun aðalfundarfulltrúa

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, leggur til að þóknun verði óbreytt milli ára, 19.000 kr á dag og að vegna aðstæðna verði ekki greiddir dagpeningar í ár.

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson spyr hvort tillagan eigi við tímabilið til 1. júlí 2021 eða fram til næsta aðalfundi.

Guðmundur Bjarnason óskar eftir að Margrét skýri málið nánar.

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri telur að þetta gildi á milli aðalfunda.

Tillagan samþykkt með meginþorra atkvæða, mótatkvæðalaust.

1.3 Félagsgjöld LK

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, leggur til að félagsgjald í mjólk og kjöti haldist óbreytt, 0,33 krónur á líter og 550 kr á sláturgrip.

Enginn kvaddi sér hljóðs.  Tillagan samþykkt með meginþorra atkvæða, mótatkvæðalaust.

1.4 Varaafl á kúabúum

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, hvetur bændur til að tryggja varaafl á búum sínum þar sem að í rafmagnleysi getur skapast neyðarástand sem ógnar velferð dýra.

Enginn kvaddi sér hljóðs. Tillagan samþykkt með meginþorra atkvæða.

1.5 Förgun hræja

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, beinir því til stjórnar LK að samstarf milli búgreinafélaga og sveitarfélaga þar sem fundin er viðeigandi lausn á förgun hræja vítt og breitt um landið.

Greinargerð: Nú er bara einn brennsluofn á landinu og hræ urðuð á þar til gerðum svæðum. Nærtækasta dæmi er riðuveikin sem kom upp í Skagafirði síðast liðið haust þar sem eina lausnin var að urða sjúkar skepnur. Það er bara tímaspursmál hversu lengi verður leyft að urða dýrahræ og þegar að sá tími kemur þá er ekki tækt að það sé einn ofn á landinu öllu. Flutningur á sýktum hræjum skapar smithættu ef eitthvað kemur fyrir í flutningi.

Berglind Hilmarsdóttir telur að þurfi að orða skýrar.

Hákon Bjarki Harðarson segir réttara að beina þessu til stjórnar BÍ þar sem málið varðar fleiri búgreinar.

Halldóra Andrésdóttir telur að tillögunni hefði átt að beina, skv. vinnu nefndarinnar, til Sambands íslenskra sveitarfélaga og Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Berglind Hilmarsdóttir taldi að ábending Halldóru hefði átt við um aðra tillögu sem var til umfjöllunar í nefndinni.

Halldóra Andrésdóttir samþykkir orð Berglindar varðandi það.

Ingvar Björnsson tekur undir með Hákoni að erindið ætti að beinast til stjórnar BÍ.

Hákon Bjarki Harðarson leggur til eftirfarandi breytingu á orðalagi tillögunnar í samræmi við umræður um að beina tilmælum til stjórnar BÍ.  Þannig verði að á eftir hefðbundnum formála komi  …. ,,beinir því til stjórnar BÍ að hefja vinnu með Sambandi íslenskra sveitarfélaga verði komið í viðunandi horf um land allt“.

Guðrún Kristín Eiríksdóttir telur að í greinargerðinni sé reyndar ekki nægilega nákvæmt orðaval þar sem fleiri lausnir en brennsla voru ræddar í nefndinni.

Davíð Logi Jónsson tekur undir með Guðrúnu Kristínu og bendir á að nota mætti orðalagið ,,helsta lausnin“

Sigrún Hanna Sigurðardóttir veltir því upp hvort búgeinafélög ættu einnig að vera nefnd til samstarfs um málið.

Jón Elvar Gunnarsson telur nóg að hafa stjórn BÍ í ályktuninni því búgreinafélögin eru að leggja niður starfsemi ef félagskerfisbreytingar verða samþykktar.

Breytingatillagan borin upp. Samþykkt með meginþorra atkvæða.

Tillagan er þá svohljóðandi:

1.5 Förgun hræja

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, beinir því til stjórnar BÍ að hefja hefja að samstarf við Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem fundin er viðeigandi lausn á förgun hræja vítt og breitt um landið.

Greinargerð: Nú er bara einn brennsluofn á landinu og hræ urðuð á þar til gerðum svæðum. Nærtækasta dæmi er riðuveikin sem kom upp í Skagafirði síðast liðið haust þar sem helsta lausnin var að urða sjúkar skepnur. Það er bara tímaspursmál hversu lengi verður leyft að urða dýrahræ og þegar að sá tími kemur þá er ekki tækt að það sé einn ofn á landinu öllu. Flutningur á sýktum hræjum skapar smithættu ef eitthvað kemur fyrir í flutningi.

Tillagan svo breytt borin upp. Samþykkt með þorra greiddra atkvæða.

1.6 Lagning þriggja fasa rafmagns

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, beinir því til stjórnar Rarik og Orkubús Vestfjarða að standa við áætlun um að ljúka lagningu 3ja fasa rafmagns heim á öll kúabú landsins árið 2023.

Greinargerð: Enn eru of mörg kúabú víðsvegar um landið án 3ja fasa rafmagns. 3ja fasa rafmagn er orðið nauðsynlegt fyrir uppbyggingu á búum og framþróun greinarinnar. Þar að auki er mun meira öryggi í flutningi 3ja fasa rafmagns enda eru þær línur sem eftir eru standandi í vægast sagt misslæmu ástandi.

Enginn kvaddi sér hljóðs.  Tillagan samþykkt með meginþorra atkvæða.

1.7 Úrbætur á fjarskiptakerfi

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, beinir því til stjórnar LK að vekja athygli á og krefjast úrbóta á farsímasambandi víðs vegar um landið. Greinargerð: Enn þann dag í dag eru bæir og staðir um allt land án farsímasambands. Það varðar almannaöryggi íbúa og ferðamanna.

Guðrún Kristín Eiríksdóttir minnir á að úrbæturnar varði eiginlega við farsímasamband við öll lögbýli.

Guðmundur Bjarnason telur að tillagan með núverandi orðalagi nái yfir lögbýli og önnur svæði m.a. m.t.t. ferðafólks og umferðar.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillagan samþykkt með meginþorra atkvæða.

1.8 Sorpflokkun

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, beinir því til Umhverfis-og auðlindaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga að samræma söfnunarkerfi, sorpflokkun og förgunarúrræði á landsvísu.

Enginn kvaddi sér hljóðs.  Tillagan samþykkt með meginþorra atkvæða.

Guðmundur Bjarnason greindi frá því að ein tillaga hefði ekki verið afgreidd frá nefndinni og lögð fyrir fundinn. Þar er um að ræða tillögu er þegar sé komin í ferli og því ekki ástæða til að fjalla um hana frekar að sinni.

Tillögur frá starfsnefnd 2.

Í starfsnefnd 2 sátu:  Ingvar Björnsson formaður, Guðrún Kristín Eiríksdóttir ritari, Haraldur Einarsson, Guðmundur Óskarsson, Sigbjörn Þór Birgisson og Sigrún Hanna Sigurðardóttir.

Ingvar Björnsson gerði grein fyrir starfi nefndarinnar.

2.1 Félagskerfi bænda

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, samþykkir að starfsemi samtakanna færist undir Bændasamtök Íslands á grundvelli fyrirliggjandi gagna:

 1. Kynning–nýtt félagskerfi.
 2. Skipulag í nýju félagskerfi.
 3. Hlutverk búnaðarsambanda.
 4. Um búgreinadeildir.
 5. Tímalína breytinga.
 6. Starfsemi búgreinadeildar kúabænda innan Bændasamtaka Íslands.

Landssambandi kúabænda verður ekki slitið en starfsemi samtakanna færist undir Bændasamtök Íslands. Skulu sjóðir og eignir LK áfram vera á kennitölu samtakanna og stjórn LK, sem jafnframt er stjórn búgreinadeildarinnar, hafa umsjón með þeim. Er markmið sameiningar samtakanna við Bændasamtök Íslands að ná fram aukinni skilvirkni og eflingu hagsmunagæslu fyrir íslenskan landbúnað, bæði einstakar búgreinar og í heild.

Nýjar samþykktir Bændasamtaka Íslands og þingsköp Búnaðarþings og Búgreinaþings verði lagðar fyrir til samþykktar á Aukabúnaðarþing 10. júní 2021.

Haukur Birgisson lögfræðingur kom til fundar. Hann hefur verið stjórn LK til ráðgjafar varðandi samþykktir og tæknilega útfærslu.

Unnsteinn Snorri Snorrason fundarstjóri óskaði leyfi fundarins til að Haukur hefði málfrelsi og gæti því svarað fyrirspurnum varðandi umfjöllunarefnið ef óskað væri eftir því.  Var það samþykkt.

Ingi Björn Árnason tók til máls. Telur leitt að ekki skyldi vera hægt að hittast til að ræða svo afdrifaríkt mál sem þarfnaðist góðrar umræðu.  Ingi Björn lýsti því að hann hefði verið fylgjandi sameiningartillögum.  Tvö markmið hefðu aðallega verið uppi, einföldun félagskerfisins og efling hagsmunabaráttunnar með aukinni hagkvæmni. Telur að ekki hafi tekist miðað við fyrirliggjandi tillögur að einfalda félagskerfið.  Telur að verkefnin séu afgreidd í rangri röð.  Veltir ýmsum spurningum upp s.s.  Eru hagsmunir kúabænda tryggðir í nýju fyrirkomulagi?  Kúabændur munu greiða um helming af öllu, munu þeir njóta þess?  Hættan er sú að það myndist gjá milli BÍ og grasrótar. Tenging rofnar.  Bein aðild félagsmanna dregur úr tengslum við grasrótina. Ókosturinn er að dregur úr umræðum um fagmál í grasrótinni.

Hvernig gerir íþróttahreyfingin, verkalýðshreyfingin, SA og fleiri félög þetta?  Þar eru alls staðar grunneiningar, undirfélög þar sem félagsmenn eru en hafa ekki beina aðild að heildarsamtökunum. Þetta er ekki ætlunin að gera hjá BÍ. Ingi Björn telur að margt eigi eftir að þróa og útfæra og gerist vonandi jákvætt en mögulega hafi ekki allir þolinmæði til að bíða. Hættan er sú að þeir snúi sér annað.

Reynir Þór Jónsson tekur undir með Inga Birni að ekki hafi tekist að einfalda félagskerfið.  Hefur einnig áhyggjur af tengingum við grasrót.  LK haldi eignum en hvernig á að nýta þá fjármuni og eignir?  Hver mun stýra því?

Valgerður Kristjánsdóttir sammála Inga Birni. Hefur efasemdir um að hagsmunum kúabænda verði betur borgið í nýju fyrirkomulagi. Hagsmunabaráttan hefur gengið svo vel að undanförnu. Óttast hún að þjónusta við félagsmenn minnki. Telur þó samstarf af hinu góða.

Hákon Bjarki Harðarson tillaga LK um að stjórn sé sjálfkjörin stangast á við BÍ skjalið þar sem bara er formaður sjálfkjörinn. Einnig þarf að skoða nánar ákvæði um að líða skuli þrjár vikur milli búgreinaþings og búnaðarþings. Á öðrum staðnum eru tilteknar þrjár vikur og hinum tvær til fjórar. Þetta þarf að samræma. Varðandi efni máls telur hann nauðsynlegt að ganga til þessara breytinga til að bjarga BÍ.

Berglind Hilmarsdóttir minnir á að ekki sé verið að leggja niður félög í grasrótinni.  Hefur ekki miklar áhyggjur af því að starf þar leggist niður. Undir félögum sjálfum komið með hvaða hætti það starf verður.

Ingvar Björnsson tekur undir með Berglindi, hefur ekki áhyggjur af því að starf í grasrót leggist af. Félagsmenn hafi allt um það að segja sjálfir að vera virkir. LK fer í raun inn í búgreinadeild og þó bein aðild að BÍ sé nú uppi, mun búgreinadeildin gegna mjög sambærilegu hlutverki og LK gerir nú. Kveðið er á um þetta í tillögum að samþykktum og svæðaskipting sem þar er tilgreind tryggir aðkomu grasrótar.

Síðan búnaðargjaldið var lagt niður hefur starfsemin eiginlega verið á skilorði og endurskoðun staðið yfir, þó rólega hafi gengið.  Nú þurfi að ganga til þess að taka ákvörðun um framhaldið. Hættulegt að snúa til baka og viðhalda óvissu.

Þingsköp búgreinaþings eru rammi, hver deild getur mótað nánari útfærslu hans.  Það er í raun eftir innan raða kúabænda eins og annarra greina. Ingvar hvetur til að tillagan verði samþykkt og félagsmenn verði virkir í að móta framtíðarfyrirkomulag.

Haraldur Einarsson þakkar fyrir góða vinnu stjórnar og starfsmanna. Sammála Inga Birni um að einföldun hafi mistekist en minnir líka á að breytingarnar taki tíma og sníða þurfi agnúa af eftir því sem verkefninu vindur fram.  Hvetur til að tillagan verði samþykkt. Telur að BÍ verði að vera öflugra til að almenn hagsmunabarátta bænda gangi vel. Búgreinadeildir geta haft sjálfstæða reikninga og fjárhagur LK getur verið utan BÍ.  Búið er að hugsa félagskerfið og vinna í þeirri útfærslu í töluverðan tíma. Nú þarf að vinna nánar í útfærslu í grasrótarstarfinu. Þar er tækifæri til að hver og einn félagsmaður hafi áhrif. Félagsmenn móti sjálfir sína umgjörð. Það er kostur að það skuli ekki hafa verið ákveðið ofanfrá.

Egill Gunnarsson þakkar fyrir framkomin erindi.  Fagnar þroskaðri og málefnalegri umræðu m.a. um félagskerfið. Tekur undir margt sem fram hefur komið. Hefur efasemdir en sér líka kosti við að nýta sameiginlega þann mannauð sem komið hefur að störfum fyrir bændur.  Mun samþykkja tillöguna en gerir sér ljóst að margt er enn óunnið í útfærslunni. Hún verður hins vegar í höndum bænda og í því liggja góð tækifæri.  Kostir og gallar hafa fylgt heimsfaraldri og aukið samstarf gæti orðið í framtíðinni í grasrótinni þar sem fjarfundarlausnir hafa komið mjög sterkar inn síðustu mánuði.

Herdís Magna Gunnarsdóttir eðlilega eru uppi ýmsar vangaveltur. Telur nauðsynlegt að gera breytingar til að bjarga BÍ. LK gæti alveg lifað áfram en í kerfinu í heild er vel hægt að auka sérhæfingu og nýta mannauð betur. Hefur reynt á eigin skinni hversu samstaða í bændasamfélaginu getur skilað vel, sbr. tollamálin.  Áhrif kúabænda í heildarsamtökum ættu að geta verið mikil og sterk. Jákvætt að fjöldi fulltrúa á búnaðarþingi taki mið af veltu, ásamt fjölda í viðkomandi búgreinum.  Fjölmennari stjórn BÍ tryggi líka breiðari aðkomu.  Búgreinaráð er einnig leið til að allar raddir heyrist.  Herdís er meðvituð um þær áhyggjur sem félagsmenn hafa af grasrótarstarfinu og leggur áherslu á það tækifæri sem nú er til að bændur hafi raunveruleg áhrif á starfið og mótun þess til framtíðar.

Berglind Hilmarsdóttir hefur áhyggjur af tengslaneti í grasrótinni og telur að gæðaeftirlit myndi tryggja eftirfylgni og tengsl við grasrót.

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson segir að félagskerfið hafi verið komið út í horn. Starfsfólki hefur fækkað hjá BÍ. Heildarsamtökin þurfa að vera sterk en eru það ekki í dag. Við höfum því ekki val, tilraunina verður að gera og þróa svo starfið áfram í ljósi reynslunnar. Auðvelt að nýta veflausnir í auknum mæli til að starfa meira í grasrótinni og tæknin sparar stórfé, ferðatíma o.fl.   Mælir með því að tillagan verði samþykkt.

Lilja Dögg Guðnadóttir  er hissa á að félögin skuli ekki lögð niður og að búið sé að útfæra nánar hvernig fyrirkomulagið verður þar sem allir hagsmunir verði tryggðir. Telur að mannauður muni nýtast betur og hlakkar til að sjá hvernig til mun takast á næstunni.

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri brást við spurningu um nýtingu eigna og sjóða og telur að móta þurfi verklagsreglur varðandi þær eignir. Líkt og verið hefur heldur stjórn LK og aðalfundir utan um fjármuni félagsins og ráðstöfun þeirra. Margrét veltir því upp hvort horft sé til þess að mæla gæði þjónustunnar sbr. ánægjuvog og/eða þjónustukannanir.  Þá nefndi Margrét vegna orða Lilju Daggar að hverju félagi er í raun í sjálfsvald sett hvort það leggur niður starfsemi sína til að sameinast BÍ og þá kennitölu og félagið um leið eða slítur ekki félaginu. Þetta muni þróast í ljósi reynslunnar af starfinu sem framundan er.

Finnur Pétursson verið er að berjast við fortíðardraug sem á rætur að rekja allt aftur til sameiningar Stéttasambands bænda og Búnaðarfélags Íslands.  Í starfinu framundan ætti að vera hægt að tryggja jafnmikið vægi grasrótar eftir breytingar eins og verið hefur en þar hefur einmitt styrkur LK legið, þ.e. í öflugu grasrótarstarfi.

Sigbjörn Þór Birgisson sat í nefndinni og þakkar samstarfið þar. Rætt var um einföldun og tengsl við grasrót. Af hverju eru þá búnaðarsamtöndin ekki líka inni?  Eiga félögin að lifa og hvernig eiga þau að virka?  Þetta þarf að vinna áfram með.

Berglind Hilmarsdóttir áréttar að hún hafi ekki beinlínis átt við ánægjuvog með fyrri ábendingu sinni á fundinum, meira verið að horfa á gæðastjórnunarkerfi.

Ingi Björn Árnason spyr búgreinadeildir og hvort búið sé að tryggja að stjórnir búgreinadeilda haldi launum?

Sif Jónsdóttir segir góðar umræður á fundinum og þakkar fyrir þær. Telur LK vera á réttri leið. Spyr jafnframt – hvernig náum við öllum með?  Verður það í samhengi við notkun á tæknilausnum/forritum eða hvað verður helst til að bændur taki þátt?

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri upplýsir að hugsað hafi verið fyrir að tryggja laun til stjórna. Það byggist á einingakerfi sem miðar við vinnuframlag. Eftir að útfæra það með nákvæmari hætti þegar betri upplýsingar um félagsþátttöku liggja fyrir.

Valgerður Kristjánsdóttir telur þetta enn óljóst. Hvað verður um starfsfólk og hvenær tekur breytingin gildi?

Samúel Unnsteinn Eyjólfson spyr um félagsaðild, hvað með aðild hjóna og lögaðila (félaga)?

Herdís Magna Gunnarsdóttir  gagnlegar umræður og nauðsynlegar á þessum fundi sem eru mikilvægt fóður í áframhaldandi vinnu. Styrkur liggur í góðu sambandi við sterka grasrót hjá LK. Tíminn á næstunni verður notaður í að vanda til verka varðandi nánari útfærslu. Herdís segir jákvætt að hafa uppstillinganefnd og stærri stjórn í BÍ sem tryggi breiðari aðkomu landshluta, greina o.s.frv.   Tekur hún undir að nauðsynlegt sé að ganga til þessara breytinga ef BÍ eiga að lifa.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillagan borin upp. 27 fundarmenn greiddu atkvæði með tillögunni.  Ingi Björn Árnason óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu tillögunnar.

2.2 Samþykktir LK

Fyrir fundinum liggur eftirfarandi tillaga að breytingum á samþykktum Landssamband kúabænda.

Ingvar Björnsson gerði grein fyrir helstu breytingum frá núverandi samþykktum og mögulegum áhrifum þeirra.  Þá gerði hann einnig grein fyrir breytingum á því skjali sem sent var út og þeim breytingum sem urðu við afgreiðslu nefndarinnar.

 

SAMÞYKKTIR LANDSSAMBANDS KÚABÆNDA

 1. gr.

Samtökin heita Landssamband kúabænda, skammstafað LK. Heimili og varnarþing Landssambands kúabænda er á skrifstofu Bændasamtaka Íslands.

 1. gr.

Tilgangur Landssambands kúabænda er að sameina þá, sem stunda nautgriparækt í atvinnuskyni, um hagsmunamál sín og vinna að hagsmunum þeirra innan Bændasamtaka Íslands með beinni aðild félagsmanna LK að Bændasamtökum Íslands.

 1. gr.

Aðilar að Landssambandi kúabænda skulu vera þeir einstaklingar og lögaðilar sem skráðir eru í búgreinadeild kúabænda innan Bændasamtaka Íslands hverju sinni.

Landssamband kúabænda ber ábyrgð á skuldbindingum sínum með eignum sínum, en ekki einstakir félagsmenn.

Einungis félagsmenn með fulla aðild, sbr. 1. mgr., og starfsmenn búgreinadeildar kúabænda innan BÍ geta gegnt trúnaðarstörfum fyrir Landssamband kúabænda.

 1. gr.

Aðild Landssambands kúabænda að öðrum félagasamtökum en Bændasamtökum Íslands er háð samþykki aðalfundar.

 1. gr.

Aðalfund skal halda árlega og hefur hann æðsta vald í öllum málefnum Landssambands kúabænda.

Fulltrúar á aðalfund Landssambands kúabænda skulu vera þeir sömu og kjörnir eru til setu á búgreinaþingi búgreinadeildar kúabænda innan Bændasamtaka Íslands sama ár.

Félagsmenn greiða ekkert félagsgjald til Landssambands kúabænda.

Stjórnarmenn, varamenn þeirra og skoðunarmenn skulu hafa málfrelsi og tillögurétt á aðalfundi. Aðalfundurinn er opinn til áheyrnar öllum félagsmönnum sbr. 1. mgr. 3. gr. Óski fleiri aðilar en hér er getið um, eftir að sitja aðalfund með málfrelsi og tillögurétt skal það borið undir fundinn.

Á dagskrá aðalfundar skal vera:

 1. a) Skýrslur stjórnar.
 2. b) Afgreiðsla reikninga fyrir næst liðið almanaksár, fullnægjandi félagaskrá skal ávallt fylgja ársreikningi samþykktum á aðalfundi.
 3. c) Tillögur og erindi til umræðu og afgreiðslu, sem borist hafa með löglegum fyrirvara.
 4. d) Kosning stjórnar skv. 7. gr. og tveggja skoðunarmanna til eins árs og einn til vara.
 5. e) Fjárhagsáætlun til næsta árs.
 6. f) Önnur mál.

Aðalfund skal halda í kjölfar búgreinaþings búgreinadeildar kúabænda innan Bændasamtaka Íslands og skal boðað til fundarins með minnst 30 daga fyrirvara. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.

 1. gr.

Aukafund skal halda þyki stjórn Landssambands kúabænda sérstök nauðsyn bera til og jafnan þegar að minnsta kosti 1/4 félagsmanna óskar þess, enda sé þá fundarefni tilgreint. Aukafund skal boða með minnst 7 daga fyrirvara. Um rétt til fundarsetu á aukafundum gilda sömu reglur og á aðalfundi.

 1. gr.

Stjórn Landssambands kúabænda skal skipuð fjórum einstaklingum auk formanns, sem allir skulu kosnir til eins árs í senn. Kjörgengi til stjórnar LK skulu hafa þeir einstaklingar sem sitja í stjórn búgreinadeildar kúabænda innan Bændasamtaka Íslands hverju sinni. Formaður LK skal vera sá sami og gegnir starfi formanns búgreinadeildarinnar.

Komi til þess að samstarfi Landssambands kúabænda og Bændasamtaka Íslands verði hætt í núverandi mynd, að mati stjórnar LK eða minnst 2/3 félagsmanna LK, skal stjórn LK boða til aukafundar skv. 6. gr. þar sem fram skal fara stjórnarkjör. Kjörgengi til þeirrar stjórnar skulu eiga allir félagsmenn Landssambands kúabænda og skulu stjórnarmenn kjörnir til eins árs. Fyrst skal kosinn formaður og svo aðrir stjórnarmenn. Sú stjórn skal sjálf skipta með sér verkum.

 1. gr.

Hlutverk stjórnar er að vinna að hagsmunum kúabænda innan Bændasamtaka Íslands í gegnum búgreinadeild, annast málefni LK milli félagsfunda og sjá um að þau séu jafnan í sem bestu horfi.

Undirskriftir þriggja stjórnarmanna þarf til að skuldbinda félagið.

 1. gr.

Formaður stjórnar boðar til stjórnarfunda þegar ástæða þykir til og stjórnar þeim. Þó er honum skylt að boða fund ef tveir stjórnarmenn óska þess, enda sé þá fundarefnið tilgreint. Stjórnarfundur er lögmætur sé meirihluti stjórnar á fundi. Stjórn er heimilt að halda fundi með aðstoð fjarfundabúnaðar í gegnum rafræna miðla.

Stjórn Landssambands kúabænda skal skrá fundargerðir á fundum sínum. Stjórnarmenn skulu staðfesta afrit af fundargerðinni með undirskrift sinni og skal stjórn sjá til þess að þau afrit séu varðveitt með tryggilegum hætti.

 1. gr.

Staðfestur fjöldi fulltrúa á aðalfundi skal liggja fyrir eigi síðar en 15 dögum fyrir aðalfund. Frá þeim tíma er 7 daga frestur til að gera athugasemdir við fulltrúatöluna. Komi upp álitamál skal stjórn Landssambands kúabænda úrskurða um málið í samræmi við 3. mgr. 5. gr. svo fljótt sem kostur er.

Mál sem taka á til afgreiðslu á aðalfundi Landssambands kúabænda, skulu hafa borist stjórn Landssambands kúabænda eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Öll gögn sem leggja á fram, til umfjöllunar eða afgreiðslu skulu birt aðalfundarfulltrúum eigi síðar en 10 dögum fyrir setningu aðalfundar. Aðalfundur getur þó ákveðið að taka til afgreiðslu mál sem koma síðar fram ef meirihluti þingfulltrúa samþykkir.

 1. gr.

Samþykktum þessum má aðeins breyta á aðalfundi eða aukafundi, sem boðaður er til þess sérstaklega. Tillögur þar um skulu kynntar félagsmönnum eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Ná þær því aðeins fram að ganga að meirihluti fundarmanna greiði þeim atkvæði.

 1. gr.

Leggist starfsemi Landssambands kúabænda niður og félaginu er slitið skulu eigur þess ganga til búgreinadeildar kúabænda innan Bændasamtaka Íslands.

 1. gr.

Ákvæði samþykkta þessara gilda frá og með 1. júlí 2021.

Samþykkt á aðalfundi Landssambands kúabænda 9. apríl 2021.

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri skýrði að fyrirkomulagið er í raun einfaldara í framkvæmd en virðist í samþykktum þar sem aðalfundur LK er haldinn í kjölfar  búgreinaþings nautgriparæktarinnar.  Gert er ráð fyrir að sameining gangi í gegn 1. júlí nk. að undangenginni staðfestingu Aukabúnaðarþings 10. júní 2021.

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson spyr um 5. grein.  Hve margir eiga varamenn að vera?  Kemur ekki fram í samþykktum BÍ. Hafa varamenn ekki málfrelsi á fundum?

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri skýrði að í raun væri um sömu fulltrúa að ræða ,,báðum megin borðs“ þ.e. á aðalfundi LK og búgeinaþingi nautgriparæktarinnar.  Ekkert kemur í veg fyrir það í samþykktum BÍ að kosnir séu tveir varamenn til stjórnarsetu á búgreinaþingi greinarinnar þó það sé ekki tilgreint sértaklega í þeirra samþykktum..

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson bendir á að í 7. grein þyrfti að bæta við á eftir … auk formanns, í fyrstu málsgrein … ,, auk tveggja varamanna“.

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri nefnir að fulltrúalisti inn á búgreinaþing er í raun sami listi og á aðalfund LK.

Ingi Björn Árnason vekur athygli á orðalagi í 7. grein, annarri málsgrein. Ekki er skýrt hvort stjórn geti slitið samstarfi við BÍ eða hvort boða skuli til fundar meðal félagsmanna.

Haukur Birgisson hugmyndin með greininni er að ef slíta eigi samstarfi af hálfu LK eða BÍ þarf að vera leið til að snúa til baka svo LK öðlist aftur sjálfstæði og taki til starfa á ný.  Þá mun verða boðað til fundar og kjörin ný stjórn. Þar yrðu kjörgengir félagsmenn LK, óháð hverjir sætu þá í stjórn búgreinadeildar.

Ingi Björn Árnason telur eðlilegt að aðalfundur LK sé sá aðili sem taki ákvörðun um slit við BÍ (ekki stjórn búgreinadeildar) þar sem sameining var ákveðin á aðalfundi LK.

Haukur Birgisson hugmyndin er alltaf sú að það verði aðalfundur LK sem ákveði breytingu á samstarfi, hvort sem frumkvæði að þeirri umræðu komi frá 2/3 félagsmanna, BÍ eða stjórn búgreinadeildar.

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson með beinni aðild félagsmanna að BÍ opnast spurning um hvort bara þeir sem eru í búgreinadeildinni geti kosið um breytingu á samstarfinu eða hvort allir nautgripabændur geti tekið afstöðu í málinu, jafnvel þeir sem kjósa að standa utan BÍ.

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri nefnir að ef nautgripabændur koma saman utan LK eða búgreinadeildar geti þeir þeir lagt til tillögu og beint til stjórnar, sbr.  ákvæði 7. greinar um 2/3 félagsmanna og í framhaldinu myndi stjórn kalla saman fund. Hópur bænda sem væri í búgreinadeildinni gæti stofnað annað félag (ekki LK) en ef endurvekja á LK utan BÍ þarf að kalla til aukafund í LK til að staðfesta slíkt.

Hákon Bjarki Harðarson ræðir um kjörgengi þeirra sem sitja í stjórn og spyr hvort ekki þurfi að tryggja með sama hætti í samþykktum kjörgengi þeirra sem sitja í varastjórn.  Spyr hvort ekki þurfi að vera skýrari ákvæði um að það sé sama fólkið sem sitji í báðum stjórnum, þ.e. búgreinadeildarinnar og LK og leggur til eftirfarandi orðalagsbreytingu í 7. grein (sjá skáletrun).

,, Stjórn Landssambands kúabænda skal skipuð fjórum einstaklingum auk formanns, sem allir sulu kosnir til eins árs í senn. Einnig skal kjósa tvo varamenn til eins árs í senn. Kjörgengi til stjórnar og varastjórnar LK skulu hafa þeir einstalingar sem sitja í stjórn búgreinadeildar kúabænda Bændasamtaka Íslands hverju sinni.  Formaður LK skal vera  sá sami og gegnir starfi formanns búgreinadeildarinnar.

Komi til þess að …“  niðurlag greinarinnar óbreytt.

Haukur Birgisson bendir á að í samþykktum BÍ sé kveðið á um að á búgreinaþingi skuli kjósa formann og tvo til fjóra fulltrúa.  Ekki er þar getið um varamenn en ekkert sem kemur í veg fyrir kjör þeirra. Spyr hvort fundarmenn telji að það dugi eða hvort þurfi að skerpa 5. grein í samþykktum LK/búgreinadeildar. Ef einhver hætti í búgreinadeild en vilji halda áfram í stjórn LK sé það tæknilega mögulegt en gildir ekki á hinn veginn þar sem þeir sem hætti í stjórn LK missi sjálfkrafa kjörgengi í stjórn búgreinadeildar BÍ.

Ingvar Björnsson minnir á að hugsunin sé sú að sama stjórn sé á báðum stöðum. Kannski megi bara einfalda greinina þar sem það kemur fram.  Breytingar á öðrum stað verði þannig breyting á hinum staðnum og mögulega óþarfi að kjósa í LK þegar búið er að kjósa til embætta í búgreinadeildinni.

Haukur Birgisson telur nauðsynlegt að kosningar fari fram samkvæmt ákvæðum hverrar rekstrareiningar fyrir sig, skv. samþykktum.

Hákon Bjarki Harðarson spyr út í 4. grein þar sem kveðið er á um að aðild að öðrum samtökum en Bændasamtökunum þarfnist samþykktar á aðalfundi. Nú sé fyrirliggjandi að LK hætti að vera aðildarfélag að BÍ.

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri bendir á að nauðsynlegt sé að hafa samt ákvæði um samþykki aðalfundar vegna aðildar að öðrum félagasamtökum, t.d. ef fram kæmu tillögur um aðild að Samtökum atvinnulífsins eða þ.h.

Hákon Bjarki Harðason spyr út í 5. grein þar sem kveðið er á um að aðalfundur LK skuli fara fram í kjölfar búgreinaþings.  Spyr hvort aðalfundur LK gæti ekki farið fram fyrir búgreinaþingið?

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri upplýsir að aðalfund LK verði að halda kjölfar búgreinaþings vegna kjörgengis til embætta.

Guðmundur Bjarnason Telur að fara þurfi yfir skjalið í heild og taka hverja grein fyrir sig.

Haukur Birgisson bendir á að hér sé um alveg nýjar samþykktir að ræða fyrir LK og í raun standi drög að nýjum samþykktum fyrir fundinum sem ein heild.  Fari svo að ein grein úr fyrirliggjandi drögum hljóti ekki samþykki, standi núgilandi grein og þannig verði útkoman mögulega ekki heildstæð.

Unnstein Snorri Snorrason ber undir fundinn að taka fyrst til afgreiðslu breytingar ræddar á fundi og svo skjalið allt.

Ingi Björn Árnason biður um að hver grein verði tekin fyrir, þar sem um allar greinar eru nýjar.

Guðmundur Bjarnason telur nóg að taka bara fyrir breytingar sem orðið hafa frá útsendum drögum.

Haukur Birgisson minnir aftur á að allar greinar eru nýjar. Verði einstök grein felld í nýjum samþykktum taki gamla/núgildandi grein gildi. Þannig sé skjalið í raun heildstæð tillaga sem innihaldi allar greinar samþykktanna.

Unnsteinn Snorri Snorrason fundarstjóri tilkynnti að farið yrði yfir þær greinar sem breytt hefur verið í meðförum fundarins frá útsendum drögum.

4.gr. – Aðild Landssambands kúabænda að félagasamtökum er háð samþykki aðalfundar.

Tillagan borin upp.  Samþykkt með meginþorra atkvæða gegn einu.

 1. gr. – Aðalfund skal halda árlega og hefur hann æðsta vald í öllum málefnum Landssambands kúabænda.

Fulltrúar á aðalfund Landssambands kúabænda skulu vera þeir sömu og kjörnir eru til setu á búgreinaþingi nautgriparæktardeildar Bændasamtaka Íslands sama ár.

Félagsmenn greiða ekkert félagsgjald til Landssambands kúabænda.

Stjórnarmenn, varamenn þeirra og skoðunarmenn skulu hafa málfrelsi og tillögurétt á aðalfundi ásamt búnaðarþingsfulltrúum Landssambands kúabænda.  Aðalfundurinn er opinn til áheyrnar öllum félagsmönnum aðildarfélaganna, sbr. 1. mgr. 3. gr.  Óski fleiri aðilar en hér er getið um, eftir að sitja aðalfund með málfrelsi og tillögurétt skal það borið undir fundinn.

Á dagskrá aðalfundar skal vera:

 1. Skýrslur stjórnar.
 2. Afgreiðsla reikninga fyrir næst liðið almanaksár, fullnægjandi félagaskrá aðildarfélaga skal ávallt fylgja endurskoðuðum ársreikningi samþykktum á aðalfundi.
 3. Tillögur og erindi til umræðu og afgreiðslu, sem borist hafa með löglegum fyrirvara.
 4. Kosning stjórnar skv. 7. gr. og tveggja skoðunarmanna og eins til vara.
 5. Fjárhagsáætlun til nærsta árs.
 6. Önnur mál.

Aðalfund skal halda í kjölfar búgreinaþings nautgriparæktardeildar Bændasamtaka Íslands og skal boðað til fundarins með minnst 30 daga fyrirvara. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.

Enginn kvaddi sér hljóðs.

Tillagan borin upp.  Samþykkt með meginþorra atkvæða gegn einu.

 1. – Stjórn Landssambands kúabænda skal skipuð fjórum einstaklingum auk formanns, sem allir skulu kosnir til eins árs í senn. Kjörgengi til stjórnar LK skulu hafa þeir einstaklingar sem sitja í stjórn og varastjórn búgreinadeildar kúabænda innan Bændasamtaka Íslands hverju sinni. Formaður LK skal vera sá sami og gegnir starfi formanns búgreinadeildarinnar.

Komi til þess að samstarfi Landssambands kúabænda og Bændasamtaka Íslands verði hætt í núverandi mynd, að mati stjórnar LK eða minnst 2/3 félagsmanna LK, skal stjórn LK boða til aukaaðalfundar skv. 6. gr. þar sem fram skal fara stjórnarkjör.  Kjörgengi til þeirrar stjórnar skulu eiga allir félagsmenn Landssambands kúabænda og skulu stjórnarmenn kjörnir til eins árs.  Fyrst skal kosinn formaður og svo aðrir stjórnarmenn. Sú stjórn skal sjálf skipta með sér verkum.

Orðið gefið laust.

Haukur Birgisson bendir á að misræmi er á milli 5. gr og  7. gr. varðandi kjör varamanna.

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri skýrði að búið væri að breyta grunni samþykkta BÍ og staðfesta að búgreinadeild nautgriparæktar gæti valið tvo varamenn þó svo ekki væri sérstaklega kveðið á um það í samþykktum Bændasamtakanna.

Berglind Hilmarsdóttir spyr hvort sá sem segir sig úr stjórn búgreinadeildar megi vera áfram í stjórn LK.

Haukur Birgisson telur svo ekki vera því viðkomandi missi þá kjörgengi.  Það ákvæði virkar þó ekki í hina áttina samkvæmt samþykktum Bændasamtakanna.

Rafn Bergsson spyr hvort heppilegra væri að aukinn meirihluti tæki ákvörðun um slit á samstarfi ef til þess kæmi?  Bendir á að í samþykktunum sé einmitt gert ráð fyirr því að 2/3 félagsmanna þurfi til að fá fund um það.

Finnur Pétursson  spyr hvort það gerist sjálfkrafa þegar kosið er á öðrum staðnum, þ.e. búgreinaþingi, að það kjör tæki þá sjálfkrafa gildi til stjórnarstarfa í LK.

Haukur Birgirsson  segir að fyrirkomulagið sé þannig að búgreinadeild kjósi stjórn deildarinnar og síðan fari fram stjórnarkjör á aðalfundi LK, en þar eru bara kjörgengir til stjórnar, þeir sem stýra búgreinadeildinni. Nauðsynlegt er að fram fari kosning á báðum stöðu, þ.e. bæði innan búgreinadeildar og á aðalfundi LK. Mögulega þarf t.d. að kjósa í fleiri embætti.  Það er í raun í höndum félagsmanna að ákveða hvort þeir telji heppilegt að kveða á um aukinn meirihluta fyrir slitum á samstarfi.  Bendir hann þó á að einfaldur meirihluti dugar til að breyta samþykktum í dag og þannig þannig hefur það verið.  Ef til slita kæmi þyrfti að gjörbreyta samþykktum LK að nýju og aðlaga þá því nýja fyrirkomulagi ef af útgöngu yrði.

Ingi Björn Árnason telur ekki rétt að miða við 2/3 félagsmanna til að slit geti farið fram.  Hann veltir því upp hvers vegna 2/3 þurfi til að óska fundar um það mál, telur að nægilegt ætti að vera að helmingur félagsmanna færði þá ósk fram.

Hákon Bjarki Harðarson tekur undir með Inga Birni og telur að það ætti að vera nóg að hafa einfaldan meirihluta félagsmanna fyrir samstarfi eða slitum. Óþarfi væri að miða við aukinn meirihluta því stjórnendur á hverjum tíma hljóti að taka tillit til vilja meirihluta félagsmanna varðandi samstarf eða slit á því.

Haraldur Einarsson spyr hvort samþykktir LK geti í raun haft áhrif á annað félag?

Finnur Pétursson telur að horfa þurfi til þess að kjörgengi gildi til næsta aðalfundar ef upp koma þær aðstæður að stjórn sé kjörin í kjölfar slita á samstarfi.

Jón Elvar Gunnarsson spyr hvort hægt sé að hætta í stjórn LK en sitja áfram í stjórn búgreinadeildar?  Spyr líka hvort það gildi ekki um formann búgreinadeildar þar sem kveðið er á um að það skuli vera sami einstaklingur.

Haukur Birgisson bendir á að aðgerðir og samþykktir innan LK hafi ekki áhrif á búgreinadeildina en það gildi hins vegar öfugt.

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson telur að skýra þurfi betur í samþykktum hvernig  hvernig halda skuli fyrsta aðalfund eftir slit, komi til þeirra.

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri upplýsti að á þeim aukafundi sem tæki ákvörðun um slit þyrfti að leggja fram nýjar samþykktir og þar kæmi fram hvernig fram skyldi haldið, m.a. með framkvæmd aðalfundar.

Davíð Logi Jónsson spyr hvort rétt væri að taka út þá setningu í samþykktum LK sem kveður á um að formaður beggja eininga skuli vera sá sami, í ljósi þess að til slita gæti komið?

Haukur Birgisson nefnir að hér hafi í raun verið sett fram ein tillaga um útfærslu á kjöri foramanns. Ný ákvörðun verði væntanlega tekin ef til slita kemur.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillagan samþykkt samhljóða.

Hádegishlé 12:28-13:00.

Fundarstörfum fram haldið með umfjöllun um þær greinar í tillögu að samþykktum félagsins sem tekið hafa breytingum í nefnd eða á fundinum, frá útsendum drögum.

 1. gr. – Leggist starfsemi Landssambands kúabænda niður og félaginu er slitið skulu eigur þess ganga til búgreinadeildar kúabænda innan Bændasamtaka Íslands.

Valgerður Kristjánsdóttir:  Þýðir þetta að eigur renni ekki til kúabænda ef til slita kemur?

Margrét Gísladóttir framkvæmdstjóri svarar að eigurnar fari til LK ef það myndi hefja starfsemi á ný en ef stofnað yrði annað félag fengi það ekki eigurnar afhentar, enda þá væntanlega um óskyldan aðila að ræða.

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson leggur til eftirfarandi breytingu:

Aftan við textann bætist .. ,,eða til sambærilegs félags sem stuðlaði að framgangi nautgriparæktar á Íslandi“

Ingvar Björnsson telur að slíkt gæti orðið flókið í framkvæmd.

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri telur að það þyrfti að útfæra þetta ákvæði mun nákvæmar svo nýtt félag hefði ekki aðgang að þessum fjármunum án raunverulegrar tengingar við LK. Eðlilegra væri að slitafundur tæki ákvörðun um ráðstöfun eigna.

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson minnir á að í núgildandi samþykktum er gert ráð fyrir að eigur renni til aðildarfélaga

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri bendir á að með breytingum í félagskerfinu og með nýjum samþykktum sé í raun ekki gert ráð fyrir aðildarfélögum.

Ingi Björn Árnason telur ekki að rétt sé að samþykkja breytingatillögu Samúels, slíkt geti aukið á sundrungu meðal bænda.

Haukur Birgisson telur æskilegt að hafa ákvæðið skýrt og einfalt. Þess vegna sé einn aðili tilgreindur. Minnir á að samþykktum má breyta á aðalfundi með einföldum meirihluta og rétt sé að gera það telji félagsmenn þörf á því síðar.

Unnsteinn Snorri Snorrason bar upp breytingatillögu Samúels Unnsteins Eyjólfssonar og var hún felld með miklum mun.

Tillaga um 12. gr. eins og fyrir var lögð borin upp.

Samþykkt með meginþorra atkvæða gegn tveimur.

 1. gr. – ákvæði samþykkta þessara gilda frá og með 1. júlí 2021.

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri gerði grein fyrir því að miðað væri við að sameining tæki gildi frá og með 1. júlí 2021. Eðlilegt væri að samþykktir miðuðu til þá tímasetningu en núgildandi samþykktir LK giltu til þess dags. Ef til þess kæmi að aukabúnaðarþing sem haldið verður 10. júní nk. myndi gera veigamiklar breytingar á fyrirliggjandi ramma um samstarfið, væri svigrúm til að gera breytingar með því að boða til aukaaðalfundar í LK.

Tillagan borin upp og samþykkt með meginþorra atkvæða.

Fyrirliggjandi tillaga að samþykktum LK með áorðnum breytingum borin upp í heild og samþykkt mótatkvæðalaust, með öllum greiddum atkvæðum.

Ingvar Björnsson skýrði frá því að til nefndarinnar hafi borist tillaga frá Félagi kúabænda í Eyjafirði um að stjórn Bændasamtakanna verði skipuð níu einstaklingum.  Nefndin ákvað að leggja tillöguna ekki fyrir á þessum vettvangi, þar sem samþykktir Bændasamtakanna geri ráð fyrir sjö í stjórn.  Búgreinaráð mun starfa innan Bændasamtakanna þar sem formenn allra búgreinadeilda eiga sæti. Þannig ættu allar raddir að eiga möguleika í samstarfi innan samtakanna. Tillögur sem nefndinni bárust um um aðildarfélög og val fulltrúa á búgreinaþing voru í meðförum nefndarinnar sameinaðar í tillögu 2.3.

2.3 Kosningar til Búgreinaþings

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, beinir því til stjórnar LK og verðandi stjórnar Búgreinadeildar kúabænda innan BÍ, að tryggja sem best lýðræðislega þátttöku kúabænda í kjöri fulltrúa á Búgreinaþing.

Kannaðir verði kostir og gallar við eftirfarandi aðferðir:

 1. Rafræn kosning meðal félagsmanna innan kjördeilda
 2. Kosning á aðalfundi kjördeildar kúabænda á viðkomandi svæði
 3. Að kosning í kjördeild fari fram samhliða aðalfundi kúa-/nautgripabænda á viðkomandi svæði.

Ingi Björn Árnason spyr hvers vegna nefndin hafi afgreitt málið með þessum hætti? Telur að kosning ætti að fara fram í kjördeildum í þeim félögum sem nú eru til.  Telur hann að það myndi styrkja svæðisbundin félög og hlutverk þeirra.  Ingi Björn telur rétt að bíða með rafræna kosningu til að vinna betur að jafnvægi í skiptingu fulltrúa.  Einnig gott fyrir félaga að koma til funda, geta boðið sig fram til starfa og rætt málin yfir borðið.

Herdís Magna Gunnarsdóttir veltir upp hvort hugmyndin sé að haldnir séu aðalfundir kjördeilda?

Ingvar Björnsson upplýsir að ætlunin sé að fulltrúa séu kosnir á grunni núverandi svæðaskiptingar/félagsaðildar. Ekki sé verið að miða svæðisskiptingu við búnaðarsambandssvæðin sem skilgreind hafa verið.  Viðkomandi kjördeild inniheldur fulltrúa af viðkomandi svæði sem aðilar eru að BÍ og búgreinadeildinni.  Gott samkomulag var í nefndinni sem vildi fá umræður á þessum fundi um þá valkosti sem uppi eru og birtast í tillögunni.

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri breyta þyrfti orðalagi varðandi 3. valkostinn í tillögunni, þannig að orðið ,,aðalfundi“ fari út og inn í staðinn ,,fundi“  aðalfundur gefi til kynna víðtækari starfsemi en er í raun í viðkomandi kjördeild.

Finnur Pétursson telur áhugavert að nota núverandi kerfi og styðjast við það í kosningum út um landið. Þegar RML var stofnað var hlutverk búnaðarsambanda veikt og aðkoma grasrótar minnkuð. Fyrst um sinn væri skynsamlegt að styðjast við núverandi kerfi í svæðisbundnum félögum

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson spyr hversu margir verða fulltrúar á búgeinaþingi? Eftir hverju verður farið varðadni fjölda og skiptingu?  Svæðisskipt?  Kjördæmi eins og til alþingiskosninga?  Kjördæmi eins og búnaðarfélagssvæði?  Við hvað á að miða?

Hákon Bjarki Harðarson sammála Samúel að það þurfi að vera skýrt við hvaða svæðisskiptingu sé verið að miða.  Hann lýsir sig  fylgjandi því að kjósa í samræmi við núverandi félagsskiptingu og að félagsmenn hittist á fundi sbr. valkost nr. 2.  Telur að það muni hljóta besta hljómgrunn meðal félagsmanna.

Guðmundur Bjarnason telur að valkostur þrjú muni ævinlega verða fyrst fyrir valinu og svo þróist fyrirkomulagið yfir í valkost nr. tvö. Leggur hann til að valkostur eitt falli út.

Egill Gunnarsson telur nauðsynlegt að útiloka ekki valkost eitt, horfa þurfi til framtíðar. Núverandi skipting er ekki endilega meitluð í stein. Búnaðarsambanda svæðisskiptingin heppilegra viðmið. Aðildarfélög misstór og misjafnlega virk. Bendir á að rafræn kostning geti farið fram yfir lengra tímabil eða jafnvel staðbundið á fundi.

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri upplýsir að  fjöldi á búgreinaþing er tilgreindur í fylgiskjölum, núverandi fjöldi á aðalfundi LK er hafður til viðmiðunar og núverandi félagssvæði aðildarfélaga. Það mun mögulega breytast í takt við félagsaðild að BÍ.   Einn af þeim kostum sem hafa verið ræddir er að hafa rafrænar kosningar sem möguleika, t.d. á fundum eða hjá þeim sem ekki komast til funda.

Haraldur Einarsson segir að enn hafi lítið verið rætt með hvaða hætti grasrótin tengist búgreinadeildinni.  Mikilvægt er að vera ekki of fastur í núverandi fyrirkomulagi.  Aðildarfélög ættu að ganga í gegn um r breytingar, leggja niður störf sbr. LK og smíða sér ramma sem miði við að sameinast í búgreinadeild líkt og búgreinadeild nautgripabænda á Suðurlandi. Vera opin fyrir þessu.   Er ástæða til að halda auka búgreinaþing í haust 2021 til að tengja grasrótina strax við deildina?

Guðmundur Bjarnason kaupir þau rök sem færð hafa verið fram og dregur til baka þá tillögu sína að fella valkost númer eitt út.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

Tillaga 2.3. borin upp með áorðinni breytingu þar sem orðið ,,fundur“ kemur í stað orðsins ,,aðalfundur“ við valkost þrjú.

Tillagan svo breytt borin upp:

2.3 Kosningar til Búgreinaþings

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, beinir því til stjórnar LK og verðandi stjórnar Búgreinadeildar kúabænda innan BÍ, að tryggja sem best lýðræðislega þátttöku kúabænda í kjöri fulltrúa á Búgreinaþing.

Kannaðir verði kostir og gallar við eftirfarandi aðferðir:

 1. Rafræn kosning meðal félagsmanna innan kjördeilda
 2. Kosning á aðalfundi kjördeildar kúabænda á viðkomandi svæði
 3. Að kosning í kjördeild fari fram samhliða fundi kúa-/nautgripabænda á viðkomandi svæði.

Samþykkt með meginþorra atkvæða gegn einu mótatkvæði.

Tillögur frá starfsnefnd 3.

Í starfsnefnd 3 sátu:  Guðrún Eik Skúladóttir formaður, Davíð Logi Jónsson ritari, Magnús Örn Sigurjónsson, Finnur Pétursson, Birgir Freyr Ragnarsson og Lilja Dögg Guðnadóttir (varamaður fyrir Vöku Sigurðardóttur)

Guðrún Eik Skúladóttir gerði grein fyrir tillögum starfsnefndar 3 og fyrirliggjandi tillögum.

Greindi frá því að síðan hún hóf þátttöku í félagsstörfum bænda hefur hún aldrei setið í nefnd  með lægri meðalaldur. 10 tillögur bárust nefndinni. Sjö lagðar fyrir fundinn þar sem efni tillagnana var að nokkru samhljóða og því sameinað eftir því sem við átti.

3.1 Borgað eftir hverjum tank o.fl.

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, skorar á Mjólkursamsöluna að endurnýja tæki á Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins yfir í afkastameiri tæki og hafa möguleika á fleiri gerðum efnagreiningar. Þannig megi efnagreina hvern sendan tank frá bændum með tilliti til verðefna og gæðaþátta og greiða eftir hverjum tanki fyrir sig en ekki láta eina mælingu duga fyrir alla vikuna eins og nú er.

Greinargerð: Þetta hlýtur að vera augljóst sanngirnismál bæði fyrir bændur og afurðastöð. Einnig væri spennandi að geta greint fleiri efnaþætti reglulega svo sem beta-hydroxybutrate (BHB) og/eða aceton efnasambönd. Þannig má skima fyrir duldum súrdoða og/eða hjálpa bændum við að hámarka fóðrun og fóðursamsetningu heima á búi, þannig geta bændur aukið afurðasemi gripa per kg fóðurs, stillt af fóðurgjöf í samræmi við niðurstöðu sýna í samráði við dýralækni og fóðurráðgjafa, ná markverðri hagræðingu í rekstri, dregið úr dýralækna- og lyfjakostnaði og þannig stíga mikið framfaraskref í skilvirkni, heilbrigði og velferð gripa.

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson lýsir ánægju með tillöguna. Segir að kýrsýni séu almennt tekin mánaðarlega, beingreiðslur eru skilyrtar við það. Hér er farið fram á aðgerðir þar sem fyrirtæki úti í bæ eigi að greiða kostnaðinn (MS). Vekur einnig upp spurningar um hver staðan sé að þessum fundi að gera kröfur varðandi sýnatökur og hærri tíðni í þeim efnum?

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.

Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, mótatkvæðalaust.

3.2 Þjónusta RML

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, beinir því til stjórnar RML að tryggja það að Austurland verði ekki afskipt varðandi þjónustu.

Greinagerð: Um tvö ár liðu á milli heimsókna frá RML til að skoða kvígur á Austurlandi. Ekki nóg með þessa skertu þjónustu á svæðinu heldur dregur þetta úr þeim fjölda kúa sem fá dóm og nýtast þ.a.l. við útreikninga á kynbótamati óreyndra nauta.

Hákon Bjarki Harðarson leggur til að tillögunni verði breytt svo allt landið sé undir.

Sigrún Hanna Sigurðardóttir styður að breyta tillögunni svo hún eigi við um landið allt. Mikill misbrestur er á að skoðun sé regluleg.

Jón Elvar Gunnarsson skýrði að tillagan hefði komið til fundarins frá félagsmönnum á Austurlandi. Þjónusta RML er þar mjög takmörkuð, tveir starfsmenn í hlutastörfum og því erfitt að nálgast þjónustu fyrirtækisins fyrir austan.  Jón Elvar telur að tryggja þurfi viðveru sem svarar fullu starfi, 100 % á öllum starfssvæðum.

Valgerður Kristjánsdóttir segir að í Húnaþingi sé þjónustan einnig stopul og styður því að horft verði til landsins alls með tillögunni.

Hákon Bjarki Harðarson leggur fram svohljóðandi breytingatillögu:

3.2 Þjónusta RML

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, beinir því til stjórnar RML að kvíguskoðun fari fram að lágmarki einu sinni á ári á hverju búi.

Greinargerð:  Þar sem RML fær fjármagn úr búvörusamningi til að vinna að kúaskoðunum er það skýlaus krafa kúabæna að kvíguskoðun sé framkvæmd að lágmarki einu sinni á ári á hverju kúabúi.  Það er nauðsynlegt til að fá sem mest öryggi á kynbótamat óreyndra nauta að sem flestir gripir séu á bak við útreikningana.

Guðrún Kristín Eiríksdóttir bendir á að þjónustan á Austurlandi hafi ekki bara lotið að kvíguskoðunum svo taka þurfi til fleiri þátta í tillögunni.

Davíð Logi Jónsson sat í nefndinni og staðfestir að rætt hafi verið um þjónustuna í heild og óskir um aukna viðveru á Austurlandi.  Góð breyting á tillögunni er varðar kvíguskoðun en ekki megi gleyma upprunalegu tillögunni sem sneri að þjónustunni í heild.

Jón Elvar Gunnarsson skýrir að verið sé að tala um eflingu þjónustunnar í heild, þ.m.t. kvíguskoðun, bæði á Austurlandi og um land allt. RML geti farið ýmsar leiðir, t.d. með hærra starfshlutfalli, ráðningu fleiri eða verktakaþjónustu.

Finnur Pétursson spyr hvort nokkuð hafi verið óskað eftir því að fella orð um þjónustu við Austurland út.  Viðbót um kvíguskoðun skoðist þá sem viðbót?  Finnur vildi að fram kæmi að hann hefur verið ánægður með þjónustu starfsmanna RML fyrir austan.

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson bendir á að störf án staðfestingar hljóti að koma til álita til að tryggja þjónustu um landið. Hann hefur nýtt fjarþjónustu og komið vel út þó sumt þurfi að vinna á staðnum.

Hákon Bjarki Harðarson telur að flesta þjónustu sé hægt að veita með fjarlausnum, þó sumt þurfi að vinna á vettvangi. Leggst ekki gegn því að Austurland sé nefnt sérstaklega en almenna ráðgjöfin eigi að geta verið sterk um land allt.

Davíð Logi Jónsson tekur undir með Samúel varðandi störf án staðsetningar og það hafi einmitt verið grunnur að hugmyndafræði RML.  Þess vegna er tillagan ekki orðuð þannig að ráða skuli starfsmann sem staðsettur sé fyrir austan.  Mögulega má breytingatillagan, sem tekur sérstaklega á kúaskoðun, vera viðbót.

Haraldur Einarsson af hverju þarf starfsmaður að koma í kúaskoðun, er hægt að framkvæma hana rafrænt?  Mætti auka tíðni með því að hafa hluta af skoðunum rafrænar?

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson minnir á að í upprunalegu tillögunni hafi Austurland verið tiltekið sérstaklega.

Ingvar Björnsson spyr hvort tillagan skuli ekki bara standa óbreytt en breytingatillagan verði svo borin upp sem sjálfstæð tillaga.

Hákon Bjarki Harðarson tekur undir orð Ingvars.

Úrvinnslu vísað til ritara og formanns til nánari vinnslu í kaffihléi.

3.3 Kynbótastarf

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, beinir því til fagráðs í nautgriparækt að kanna fýsileika þess að horfa meira til eiginleika í kynbótastarfi íslenska mjólkurkúakynsins, sem stuðlar að bættum gripum í nautakjötsframleiðslu.

Guðrún Eik Skúladóttir lýsti því að skiptar skoðanir hefðu verið um tillöguna í nefndinni.

Guðmundur Óskarsson telur tillöguna ekki eiga við, nú sé unnið að innflutningi holtanautasæðis og eðililegt að ganga ekki gegn því starfi með því að hræra í mjólkurkúakyninu.

Ekki tóku fleiri til máls.

Tillagan borin upp. Þrír greiddu atkvæði með tillögunni.  19 á móti. Tillagan felld.

3.4 Sæðingastarfsemi

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, skorar á stjórnir Landssambands kúabænda og Bændasamtaka Íslands að leita leiða til þess að jafna sæðingakostnað í nautgriparækt.

Greinargerð: Það er óásættanlegt að kostnaður búa pr. sæðingu sé margfaldur á einstökum svæðum miðað við önnur. Allir bændur sem taka þátt í sæðingum leggja sitt af mörkum til kynbótastarfsins sem er að miklu leyti rekið með framlögum af opinberu fé. Aðstæður eru gjörbreyttar frá þeim tíma þegar einstök Búnaðarsambönd ráku kynbótastöðvar með nautahaldi og sæðistöku. Betur gæti farið á því að sæðingarstarfsemi sé á einni hendi, þannig megi nýta mannauð betur, nýta fjármuni til starfseminnar betur, auðvelda afleysingar á milli héraða og bæta þjónustu. Það er sanngirnismál að gjaldtaka fyrir sæðingastarfssemi sé jöfnuð líkt og flutningur á mjólk og sláturgripum.

Ingvar Björnsson lýsir stuðningi við tillöguna. Myndi hafa lítil áhrif á þau bú þar sem kostnaðurinn er minnstur í dag.

Jón Elvar Gunnarsson fagnar tillögunni og tekur undir með Ingvari. Telur að efitrspurn eftir þjónustunni muni aukast í kjölfarið

Hákon spyr hvað þessi þjónusta kosti þar sem þéttleiki þjónustunnar er minni, t.d. í Borgarfirði og Húnavatnssýslum.

Berglind Hilmarsdóttir spyr einnig um tölulegar upplýsingar og hvernig verkefnið sé rekið, er hægt að hagræða?  Ef kostnaður myndi alls staðar hækka, myndi þá ekki draga úr eftirspurn eftir þjónustunni um land allt og heildaráhrif því ekki endilega verða jákvæð?

Aðalbjörg Ásgeirsdóttir sammála Berglindi. Verið er að vinna að úttekt sem ætti að varpa ljósi á málið.

Finnur Pétursson þakkar formanni nefndarinnar og öðrum fyrir samstarf í nefndinni.  Hann tók saman tveggja mánaða kostnað fyrir nóvember og desember sl.  Kostnaður var kr. 4.700 að meðaltali/per sæðingu. Sjá nánar í skýrslu NSÍ en við bætist heimsóknargjald sem kann að vera mismunandi.  Tillagan miðar er að vísa til starfshóps til að hægt verði að leysa málið með viðunnandi hætti.   NSÍ sjái um flutning til bænda.

Rafn Bergsson situr í starfshópi sem vinnur að skoðun sæðinagjalda ásamt Sigurbjörgu Ottesen sem situr þar einnig fyrir hönd LK. Fyrsti fundur var í desember. Kallað eftir gögnum frá öllum þjónustuaðilum.  Gögn komu í janúar.  Fundað með þeim þremur sem eru dýrastir og spurt um  möguleika varðandi hagræðingu. Hópurinn fundaði einni með Sveini Sigmundssyni framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Suðurlands sem annast kynbótastarf á Suður- og Austurlandi. Úttekt í vinnslu á þremur svæðum:  Skagafirði, Vesturlandi og Húnavatnssýslum. Vinnan hefur dregist en von er á niðurstöðum fljótlega. Hópur mun vinna úr þeim upplýsingum. Almennt er nær enginn munur á eftirspurn eftir þjónustu óháð verði þjónustunnar.  Mismunur í kostnaði liggur helst í þéttleika þjónustunnar. Þar er hagkvæmnin mest sem þjónustan er þéttust.

Ingvar Björnsson bendir á að innheimtuaðferðir séu mismunandi. Stundum sé miðað við skýrslufærða kú, stundum sé sérstakt þjónustugjald en stærsti kostnaður sé klárlega aksturinn. Telur nauðsynlegt að ná fram jöfnun og samræmingu.

Guðrún Eik Skúladóttir bendir á að mögulega gæti farið betur að þjónustan væri á einni hendi. Það væri a.m.k. vert að skoða þann möguleika.

Guðrún Kristín Eiríksdóttir  upplýsir að kostnaður á hennar búi sé 4.700 per/grip. Vonar að tillagan verði samþykkt.

Finnur Pétursson upplýsir að kostnaður á hans búi vegna þjónustunnar hafi numið kr. 900 þúsundum en 600 þúsundum árið áður. Finnst útgjöldin ekki ósanngörn þar sem ávinningurinn vegur kostnaðinn margfalt upp.

Davíð Logi Jónsson lýsir ánægju með tillöguna og tekur undir með Ingvari og fleirum. Telur sanngirnismál að leitast við að jafna kostnað.

Reynir Þór Jónsson spyr hvort tillagan sé tímabær þar sem nú sé starfshópur að störfum?  Leggur til að tillögunni verði vísað frá.

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson spyr hvort taka þurfi tillit til samkeppnissjónarmiða, t.d. ef ætlunin sé að fela einum aðila að halda á þjónustunni?  Er hægt að fara fleiri leiðir til hagræðingar?  Nýta þjónustu verktaka?

Guðrún Kristín Eiríksdóttir  telur ekki rétt að vísa tillögunni frá. Verði tillagan samþykkt flýti það fyrir vinnu starfshópsins.

Jón Elvar Gunnarsson tekur undir með Guðrúnu Kristínu og leggur til að tillagan verði samþykkt.

Ingvar Björnsson tók undir með fyrri ræðumönnum og telur ekki rétt að vísa tillögunni frá.

Frávísunartillaga borin upp. Felld með þorra atkvæða gegn fjórum atkvæðum.

Tillagan borin upp.  Samþykkt með meginþorra atkvæða gegn fjórum.

3.5 Afhending dýralyfja

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, skorar á stjórn LK að beita sér fyrir breytingum á 11. gr. reglugerðar nr. 539/2000 um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum, þannig að kúabændur megi geyma, í samráði við sinn dýralækni, lágmarksmagn af lyfjum samkv. upptalningu í 11. gr. Lyfin megi bóndinn nota í samráði við dýralækni til þess að geta hafið meðhöndlun á veikum grip án tafar.

Greinagerð: Um mikið dýravelferðarmál er um að ræða en æði oft þurfa bændur að bíða eftir dýralækni til þess að geta hafið meðhöndlun á veikum gripum. Ástæður þessa getur verið sökum m.a. anna, vegalengdar og/eða ófærðar. Þetta má útfæra á þann hátt að bóndi gerir þjónustusamning við ákveðinn dýralækni um afhendingu og geymslu lyfja til neyðarnotkunar þegar bíða þarf eftir þjónustu dýralæknis. Bóndi er þá skyldugur til þess að taka mjólkursýni til PCR greiningar og að hafa símasamband við dýralækni til að fá heimild til að hefja meðferð.

Ingvar Björnsson styður tillöguna.  Dregur úr að verið sé í feluleik með hlutina.

Berglind Hilmarsdóttir segir að sessunautar henni telji tillöguna óraunhæfa en hún sé ekki sammála því og styður tillöguna.

Sigrún Hanna Sigurðardóttir telur raunhæft að koma þessu í kring.

Finnur Pétursson bendir á að fordæmi séu fyrir þessu í sauðfjárrækt. Byggir á því að vel sé með farið og traust myndist í samskiptum.

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða með meginþorra atkvæða.

Kaffihlé 10 mínútur. Fundi fram haldið 14:55

3.6 Rafræn skráning sæðinga

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði þann 9. apríl 2021, leggur til við stjórn LK að rafrænni skráningu sæðinga og strikamerktum sæðisstráum verði komið á hið fyrsta. Fundurinn leggur til að Fagráð í nautgriparækt, RML og NBÍ vinni að framgangi á uppfærslu á vinnutilhögun við pöntun og skráningu sæðinga til að draga úr hættu á skráningarvillum.

Greinargerð: Við greiningu á gögnum vegna erfðamengisúrvals hefur komið í ljós mikið af misskráningum við sæðingu gripa, enda bíður gamaldags aðferð upp á það að mistök séu gerð. Á tækniöld er hægt að draga verulega úr og jafnvel útrýma þessum misskráningum og þar með auka áræðanleika gagna. Algengast er að hver pöntun sé handskrifuð af frjótækni þrisvar áður en skráð er í Huppu. Sem dæmi, með því að búa til snjallforrit, eða bæta Huppu, til þess að bændur geti pantað sæðingar rafrænt getur frjótæknirinn skráð sæðingar og fengið lista yfir sæðingar dagsins. Slík kerfi eru notuð erlendis og draga úr misskráningum. Einnig gæti bóndinn séð hvar frjótæknirinn væri staddur til að geta haft kýrnar klárar þegar hann kæmi.

Enginn kvaddi sér hljóðs.

Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

3.7 Aukið gæðaeftirlit

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði þann 9. apríl 2021, leggur til að auka gæðaeftirlit á sæðistöku og útþynningu sæðis hjá NBÍ ehf og árangri frjótækna. Bændur geti nálgast árangursskýrslu frjótækna í Huppu.

Hákon Bjarki Harðarson sér ekki tilgang í að bændur fletti upp árangri frjótækna í Huppu.  Nautastöðin heldur utan um þau mál. Leggur hann því til að síðasta málsgrein falli út.

Helgi Már Ólafsson hefur verið starfandi frjótæknir. Telur hann rétt að auka aðhald með að opna aðgengi bænda.

Guðrún Kristín Eiríksdóttir spyr hvort skráning í Huppu sé áreiðanleg og hvort ekki sé nauðsynlegt að tryggja að svo sé, áður en opnað sé fyrir aðgengið.

Unnsteinn Snorri Snorrason fundarstjóri ber upp svohljóðandi breytingartillögu frá Hákoni Bjarka Harðarsyni:

3.7 Aukið gæðaeftirlit

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði þann 9. apríl 2021, leggur til að auka gæðaeftirlit á sæðistöku og útþynningu sæðis hjá NBÍ ehf og árangri frjótækna.

Breytingatillagan felld. 15 á móti en 10 samþykkir.  Tillagan óbreytt borin upp. Samþykkt mótatkvæðalaust.

Tillaga 3.2 tekin aftur til umfjöllunar á fundinum.

3.2 Þjónusta RML

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, beinir því til stjórnar RML að tryggja það að Austurland verði ekki afskipt varðandi þjónustu.

Greinagerð: Um tvö ár liðu á milli heimsókna frá RML til að skoða kvígur á Austurlandi. Ekki nóg með þessa skertu þjónustu á svæðinu heldur dregur þetta úr þeim fjölda kúa sem fá dóm og nýtast þ.a.l. við útreikninga á kynbótamati óreyndra nauta.

Guðrún Eik Skúladóttir leggur til að tillögunni verði vísað frá þar sem málefnið muni koma aftur fyrir á fundi Búnaðarsambands Austurlands sem haldinn verði í næstu viku.

Tillaga um frávísun borin upp.  10 greiddu atkvæði með en 13 á móti.  Frávísunartillaga felld.

Tillaga 3.2 borin upp eins og hún kom frá starfsnefnd.   Samþykkt mótatkvæðalaust með meginþorra atkvæða.

3.9 Kvíguskoðun

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, beinir því til stjórnar RML að kvíguskoðun fari fram að lágmarki einu sinni á ári á hverju búi.

Greinargerð:  Þar sem RML fær fjármagn úr búvörusamningi til að vinna að kúaskoðunum. Það er því skýlaus krafa kúabænda að kúaskoðun sé framkvæmd að lágmarki einu sinni á ári á hverju búi. Það er nauðsynlegt að fá sem mest öryggi á kynbótamat óreyndra nauta að sem flestir gripir séu á bakvið útreikningana.

Tillagan borin upp. Samþykkt með þorra greiddra, mótatkvæðalaust.

Tillögur frá starfsnefnd 4.

Í starfsnefnd 4 sátu:  Ingi Björn Árnason formaður, Kristín Hermannsdóttir ritari, Reynir Jónsson, Linda björk Ævarsdóttir, Jónatan Magnússon og Sif Jónsdóttir.

Ingi Björn Árnason gerði grein fyrir störfum nefndarinnar og tillögum sem fyrir liggja.

4.1 Tollamál

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, krefst þess að fjármála-og efnahagsráðherra svari strax skriflegri fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni, um innflutning á osti og kjöti, frá 7. desember 2020.

Þingskjalið er nr. 517 –385

Mál á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. 151. löggjafarþing 2020–2021.

Þingskjal 517—385. mál.

Fyrirspurn til fjármála-og efnahagsráðherra um innflutning á osti og kjöti.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.

 1. Hve mikið var flutt inn af osti í eftirfarandi flokkum á árinu 2019 og fyrstu sex mánuði ársins 2020:
 2. upprunamerktur ostur innan tollkvóta fyrir osta samkvæmt samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 1. maí 2018 sem hafa vottun sem „Product of Geographic Indication“ (PGI) eða „Product of Designated Origin“ (PDO),
 3. annar ostur frá ESB-löndum innan tollkvóta samkvæmt samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 1. maí 2018,
 4. ostur frá Noregi og Sviss sem fellur undir tollkvóta fyrir EFTA,
 5. ostur sem fluttur er inn samkvæmt auglýstum tollkvóta ágrundvelli WTOsamningsins, annar innfluttur ostur sem almennir tollar eru greiddir af samkvæmt gildandi tollskrá?
 6. Hve mikið var flutt inn af kjöti í eftirfarandi flokkum á árinu 2019 og fyrstu sex mánuði ársins 2020:
 7. samkvæmt tollkvóta í samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 1. maí 2018,b.samkvæmt tollkvóta á grundvelli WTO-samningsins,
 8. samkvæmt tollkvóta fyrir EFTA,
 9. innflutningur á almennum tollum? Svar óskast sundurliðað eftir tegund kjöts, þ.e. nautakjöt, svínakjöt, alifuglakjöt, pylsur (tollskrárnúmer 1601), unnar kjötvörur (tollskrárnúmer 1602) og fuglsegg (tollskrárnúmer 0407).

Skriflegt svar óskast.

Hákon Bjarki Harðarsson spyr um niðurlag tillögunnar varðandi skriflegt svar og bendir á að ef það séu tilmæli LK en ekki fylgjandi upprunalegu tillögunni þurfi að tilgreina nánar hvert það svar skuli berast.

Ingi Björn Árnason upplýsir að um raun sé að ræða texta þingskjalsins.

Ekki tóku fleiri til máls.  Samþykkt með þorra greiddra atkvæða gegn einu mótatkvæði.

4.2 Tollamál

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, krefur fjármálaráðherra svara um nokkur atriði er snerta meinta ranga skráningu innflytjenda á tollskrárnúmerum landbúnaðarafurða:

 1. Hvernig stendur rannsókn tollayfirvalda á meintri rangri skráningu innflytjenda á tollskrárnúmerum landbúnaðarafurða sbr. meðal annars bréf ríkisskattstjóra til lögmanna Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði frá 23. júní 2020?
 2. Hversu mörg fyrirtæki eru til rannsóknar?
 3. Hversu mörg mál eru til rannsóknar?
 4. Hversu mörgum málum hefur verið vísað til rannsóknardeildar tollstjóraembættisins?
 5. Hversu mörgum málum hefur þegar verið vísað til héraðssaksóknara?
 6. Hvert er verkefni starfshóps sem fjármálaráðherra skipaði til að skoða þessi mál þann 23. janúar 2021?
 7. Hvenær á starfshópurinn að ljúka störfum og hver verða næstu skref?

Fundurinn krefst þess að stjórnvöld tryggi þegar í stað að röng skráning á innfluttum búvörum í tollflokka verði upprætt og heimildum til endurákvörðunar tolla eða öðrum álögum verði beitt eftir því sem við á. Ólíðandi er að ekki hafi verið brugðist við með eðlilegum hætti af tollayfirvöldum/stjórnvöldum þegar rökstuddur grunur er um að alvarleg tollsvik hafi átt sér stað þegar flutt er inn vara á röngu tollnúmeri.

Berglind Hilmarsdóttir vill jafnvel bæta við áskorunina, lið 1 varðandi misræmi í tölum. Í starfshópnum eru aðilar sem eru einnig gerendur svo þar eru starfsmenn að rannsaka eigin gerðir.  Mismikill áhugi virðist hjá þingmönnum sem hún hefur rætt við.

Fleiri tóku ekki til máls.  Tillagan borin upp. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

4.3 Tollasamningur við Evrópusambandið

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, ítrekar fyrri afstöðu og krefst þess að stjórnvöld leiti allra leiða til að segja upp samningi við ESB um tolla og tollfrjálsa kvóta fyrir búvörur, frá 17. september 2015. Með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og fækkun ferðamanna undanfarin ár er ljóst að forsendur samningsins eru með öllu brostnar. Bretland hefur verið helsti markaður Íslands fyrir útflutning landbúnaðarvara á meðan innflutningur kemur hins vegar að mestu frá öðrum ESB löndum.

Enginn kvaddi sér hljóðs.  Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

4.4 Búnaðarstofa

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021 tekur heilshugar undir bókun stjórnar Bændasamtaka Íslands á stjórnarfundi þann 18. febrúar sl. að eftirfarandi mál ættu ekki að liggja hjá stofnun sem væri undir yfirstjórn annars samningsaðila búvörusamninga. Heldur hjá sjálfstæðri stofnun er lúti sérstakri stjórn, þó hún heyri stjórnfarslega undir landbúnaðarráðherra:

 1. Framkvæmd búvörusamninga.
 2. Hagtölusöfnun í landbúnaði.
 3. Eftirlit með markmiðum búvörusamninga.

Stjórn BÍ samþykkti samhljóða að óska eftir áliti umboðsmanns Alþingis á stjórnsýslulegu fyrirkomulagi við framkvæmd búvörusamninga innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Greinargerð: Búnaðarstofa var áður sjálfsstæð eining vistuð hjá Bændasamtökum Íslands og síðar hjá Matvælastofnun. Þar var safnað upplýsingum um búfjárhald, beingreiðslur fyrir framleiðslu greiddar út ofl. Með flutningi búnaðarstofu inní ráðuneytið eru möguleikar bænda til að skjóta ágreiningsmálum um ráðstöfun fjármuna og önnur atriði á grundvelli búvörusamninga til æðra stjórnvalds úr sögunni, þar með er eini möguleiki bænda, telji þeir á sér brotið, að leita beint til dómstóla. Auk þess er umsýsla komin beint undir annan samningsaðila búvörusamninga.

Enginn kvaddi sér hljóðs. Samþykkt samhljóða með 27 atkvæðum.

4.5 Verðlagsgrundvöllur mjólkurframleiðslu

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, leggur til að verðlagsgrundvöllur mjólkurframleiðslu verði endurskoðaður.

Valgerður Kristjánsdóttir  spyr hvort tillagan verði til raunverulegra hagsbóta?

Ingi Björn Árnason  telur ekki vissu fyrir því en ekki verði mikið lengra haldið með svo gömul gögn sem nú eru lögð til grundvallar.

Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, 25 talsins.

4.6 Matvælasjóður

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði 9. apríl 2021, beinir því til stjórnar LK að gera athugasemd við úthlutanir úr Matvælasjóði 16.12. 2020.

Greinargerð: Rökstuðningur fyrir úthlutun þarf að vera faglegur, málefnalegur og byggður á þekkingu á málaflokknum. Við síðustu úthlutun úr Matvælasjóði voru styrkir til landbúnaðartengdra verkefna umtalsvert lægri en til annarra.

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson spyr Margréti Gísladóttur framkvæmdastjóra sem situr í varastjórn hvort um sé að ræða afturför frá fyrra fyrirkomulagi þegar Framleiðnisjóður var við lýði.

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri telur að ein helsta breytingin sé að það séu einvörðungu studd verkefni sem lúta að matvælaframleiðslu til manneldis.  Helsta gagnrýni hefur snúið að því og að landbúnaðartengd verkefni fái ekki stuðning til jafns við önnur verkefni.  Ófaglegar umsagnir um einstök verkefni hafa líka verið gagnrýndar.

Tillagan borin upp. Samþykkt samhljóða.

Ingi Björn Árnason greindi frá því að tvær tillögur hefðu ekki komið fyrir fundinn frá nefndinni þar sem efni þeirra hefði ýmist fallið saman með öðrum tillögum eða verið í ferli.

Tillögur frá starfsnefnd 5.

Í starfsnefnd 5 sátu Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir formaður, Egill Gunnarsson ritari , Hákon Bjarki Harðarson, Valgerður Kristjánsdóttir, Jón Elvar Gunnarsson, Ari Heiðmann Jósavinsson.

Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir gerði grein fyrir störfum nefndarinnar og fyrirliggjandi tillögum.

Nokkrar tillögur komu ekki fyrir fundinn sem lagðar voru fyrir nefndina. Ýmist taldi nefndin þar vera um mál í vinnslu eða mál sem ekki er samstaða um s.s. takmörkun á notkun pálmaolíu sem sumir nota til að hækka fituinnihald í mjólkurframleiðslu.

5.1 Endurmenntun

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði þann 9. apríl 2021, skorar á LbhÍ að efla endurmenntunarmöguleika bænda og þeirra sem starfa við landbúnað og matvælaframleiðslu. Lítið framboð hefur verið af námskeiðum í endurmenntunardeild LbhÍ síðustu ár sem gagnast bændum við að endurnýja þekkingu sína á mikilvægum bústjórnarþáttum s.s. jarðrækt, bústjórn, kynbótum, notkun nýrrar tækni o.s.frv. LbhÍ getur í samstarfi við RML, búgreinafélög, búnaðarfélög o.fl. greint námsþörf og útbúið námskeiðsefni.

Enginn kvaddi sér hljóðs. Samþykkt samhljóða.

5.2 Efling innlendrar fóðurræktunar

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði þann 9. apríl 2021, beinir því til stjórnar LK að vinna að eflingu innlendrar fóðurræktar þannig að ræktun innlends fóðurs geti staðið undir sér sem búgrein.

Greinargerð: Í aukinni ræktun á íslensku fóðri er tækifæri fyrir bændur að mæta kröfum nútímans um heilnæmi og sjálfbærni. Eins getur aukin ræktun skapað tækifæri fyrir bændur með minni búskap en gott land til þess að auka afkomu sína. Aukin ræktun á innlendu fóðri myndi því styrkja sveitir landsins á margan máta.

Ingvar Björnsson líst vel á tillöguna. Við gerð rammasamnings í vor var reynt að fá skilining stjórnvalda og fjárframlag til jarðræktar/yrkjaprófana en ekki var orðið við því.  Í skýrslu um Fæðuöryggi er hins vegar lagt til að efla þessa þætti. Því ætti að vera lag að fá aukinn stuðning.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tillagan borin upp. Samþykkt samhljóða.

5.3 Yrkjaprófanir og kynbætur nytjaplantna

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði þann 9. apríl 2021, hvetur landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra til að tryggja fasta árlega fjárveitingu til Landbúnaðarháskóla Íslands til yrkjaprófana og kynbóta helstu nytjaplantna sem nota má til skepnufóðurs og/eða manneldis.

Greinargerð: Til að stuðla að eflingu innlendrar fóðurframleiðslu og nýta betur auðlindir og minnka kolefnisspor afurða er nauðsynlegt að bændur hafi alltaf bestu nytjaplöntuyrkin til boða miðað við íslenskar aðstæður. Hagsmunafélög bænda og ráðherra landbúnaðarmála ættu að tryggja að slík starfsemi fari fram með opinberu fjármagni, t.d. í gegnum rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins.

Ingvar Björnsson lýsir ánægju með þessa brýnu tillögu.

Finnur Pétursson leggur til orðalagsbreytingu í greinargerð tillögunnar:

5.3 Yrkjaprófanir og kynbætur nytjaplantna

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði þann 9. apríl 2021, hvetur landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra til að tryggja fasta árlega fjárveitingu til Landbúnaðarháskóla Íslands til yrkjaprófana og kynbóta helstu nytjaplantna sem nota má til skepnufóðurs og/eða manneldis.

Greinargerð: Til að stuðla að eflingu innlendrar fóðurframleiðslu og nýta betur auðlindir og minnka kolefnisspor afurða er nauðsynlegt að bændum standi alltaf til boða bestu nytjaplöntuyrkin miðað við íslenskar aðstæður. Hagsmunafélög bænda og ráðherra landbúnaðarmála ættu að tryggja að slík starfsemi fari fram með opinberu fjármagni, t.d. í gegnum rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins.

Tillagan, með svo breytti greinargerð, borin upp.

Samþykkt samhljóða með 25 atkvæðum.

5.4 Kolefnisjöfnun á búum

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði þann 9. apríl 2021, beinir því til stjórnar LK að vinna að því að gefnar verði út leiðbeiningar um hvernig bændur geti unnið að kolefnisjöfnun á sínum búum, og að unnið verði í því að bændur geti á auðveldan hátt reiknað út losun og binding á sínu búi. Greinargerð: Það að draga úr kolefnislosun virðist vera lausnarorðið í landbúnaði um þessar mundir. Komið hefur í ljós að losun á íslenskum landbúnaðarvörum er ekki endilega sambærileg við erlendar. Einnig virðast bændur ekki vera mikið upplýstir um hver þeirra losun er og hvað sé hægt að gera til að draga úr losun. Eins hvernig bindingu kolefnis er háttað á hverjum bæ. Því er nauðsynlegt að komið sé á leiðbeiningum fyrir bændur svo þeir geti gert sér grein fyrir hver losun og binding er á þeirra býli.

Enginn kvaddi sér hljóðs.  Samþykkt mótatkvæðalaust, með 25 atkvæðum.

5.5 Rannsóknir á kolefnislosun

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði þann 9. apríl 2021, skorar á ríkisstjórn Íslands að veita fjármunum í rannsóknir á raunverulegri losun og bindingu lands á kolefni hérlendis svo hægt verði að notast við raunverulega staðla þegar verið er að reikna út kolefnisspor íslenskrar framleiðslu.

Greinargerð: Mikil umræða er í þjóðfélaginu í dag um kolefnislosun landbúnaðarvara. Til að geta reiknað hin og þessi kolefnisspor er nauðsynlegt að forsemdurnar útreikningann séu réttar. Því er galið að alltaf sé notast við staðla sem óvíst er að eigi við hérlendis. Ef taka eigi umræðuna alvarlega er nauðsynlegt að hafa staðla sem raunverulega eigi við hér á landi. Einnig styrkir það við verkefnið loftslagsvænn landbúnaður.

Finnur Pétursson lýsir ánægju með tillöguna. Eitt stærsta hagsmunamál greinarinnar er að þetta verði unnið að skynsemi.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tillagan borin upp.  Samþykkt samhljóða með 25 atkvæðum.

5.6 Matarspor EFLU

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði þann 9. apríl 2021, skorar á EFLU að skýra betur forsendur útreikninga og framsetningu matarsporsins og geri þá aðgengilega almenningi.

Greinargerð: Ljóst er að rangar upplýsingar í Matarsporsverkefni Eflu (reiknivél um kolefnisspor máltíða), hafa valdið íslenskum bændum ímyndarlegu tjóni. Leita má lögfræðilegs álits um réttarstöðu greinarinnar.

Sif Jónsdóttir fagnar árvekni félagsmanna og styður tillöguna.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Samþykkt samhljóða með 26 atkvæðum.

5.7 Nýtt kennsluefni í nautgriparækt

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði þann 9. apríl 2021, fagnar komandi útgáfu nýrrar kennslubókar um nautgriparækt.

Enginn kvaddi sér hljóðs. Samþykkt með 26 atkvæðum, mótatkvæðalaust.

5.8 Nýtt erfðaefni í íslenska kúakynið

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði þann 9. apríl 2021, beinir því til stjórnar að skoða kosti og galla við að skjóta inn nýju erfðaefni í íslenska kúakynið.

Guðrún Eik Skúladóttir er á móti tillögunni, telur að innhald tillögu 5.9 sé í raun stefna LK og ekki sé ástæða til að skipta um kúrs í þeim efnum.

Davíð Logi Jónsson tekur undir með Guðrúnu Eik. Leggur til að tillögunni verði vísað frá.

Frávísunartillaga borin upp.  Samþykkt með 20 atkvæðum að vísa tillögunni frá.

5.9 Erfðamengisúrval í nautgriparækt

Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í fjarfundarbúnaði þann 9. apríl 2021, hvetur stjórn LK til að fylgja eftir vekefninu um erfðamengisúrval þannig að það nái að klárast sem fyrst.

Ingvar Björnsson líst vel á tillöguna. Saknar þess að tillaga um noktun pálmaolíu hafi ekki verið tekin fyrir fundinn til umræðu. Telur að notkun pálmaolíu sé siðferðileg spurning sem þurfi að ræða.

Davíð Logi Jónsson tekur undir að nauðsynlegt sé að ræða takmörkun á notkun pálmaolíu.  Tillagan mun koma fram undir liðnum önnur mál hér síðar á fundi svo óþarfi er að ræða sérstaklega um málið undir þessum lið.

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson spyr um framgang erfðamengisverkefnisins.

Valgerður Kristjánsdóttir spyr einnig hvernig verkefnið gangi.  Saknar þess að tillaga 5.8 skuli ekki vera til frekari umræðu.

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri upplýsir að lok verkefnisins séu áætluð 2023 og tengist námslokum í doktorsnámi Egils Gautasonar.

Tillagan borin upp. Samþykkt með 25 atkvæðum, mótatkvæðalaust.

Umfjöllun um tillögur starfsnefnda lokið.

 1. Skýrsla stjórnar -reikningar – fjárhagsáætlun, framhald.

Ársreikningur Landssambands kúabænda fyrir árið 2020.

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning og skýrði einstaka liði hans.

Fundarstjóri gaf orðið laust um ársreikning.

Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.

Ársreikningur Landssambands kúabænda 2020 borinn upp og samþykktur með öllum greiddum atkvæðum, 26 talsins.

Fjárhagsáætlun Landssambands kúabænda fyrir árið 2021

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri fór yfir fjárhagsáætlun og kynnti þær sem breytingar á félagskerfi bænda eru í farvatningu ber yfirferðin þess merki.

Fundarstjóri gaf orðið laust.

Enginn kvaddi sér hljóðs.

Fjárhagsáætlun borin upp og samþykkt samhljóða með 25 atkvæðum.

 1. Kosning formanns

Fyrir fundinum liggur framboð frá sitjandi formanni, Herdísi Mögnu Gunnarsdóttur í starf formanns til eins árs.

Fundarstjóri lýsti eftir fleiri frambjóðendum. Enginn gaf sig fram.

Herdís Magna Gunnarsdóttir flutti stutt ávarp.

Höskuldur Sæmundsson tæknimaður fundarins fór yfir fyrirkomulag kosninga í embætti. Kosið er í gegn um rafrænt kosningakerfi

Gengið var til atkvæða.

Niðurstaða:

Greidd voru 29 atkvæði.  Ekkert atkvæði autt né ógilt.

Herdís Magna Gunnarsdóttir hlaut 29 atkvæði.

Herdís Magna Gunnarsdóttir nýr formaður tók til máls. Þakkaði hún traustið sem henni er sýnt með kjörinu.

 1. Kosningar

Kosning fjögurra stjórnarmanna til eins árs.

Allir núverandi stjórnarmenn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu, en þeir eru í stafrófsröð:  Bessi Freyr Vésteinsson, Rafn Bergsson, Sigurbjörg Ottesen og Vaka Sigurðardóttir.

Fleiri framboð bárust ekki.  Enginn kvaddi sér hljóðs.

Gengið var til atkvæðagreiðslu.  Niðurstaða:

Rafn Bergsson, 28 atkvæði.

Bessi Freyr Vésteinsson, 27 atkvæði.

Sigubjörg Ottesen, 26 atkvæði.

Vaka Sigurðardóttir, 25 atkvæði.

Arnar Árnason, Davíð Jónsson, Guðrún Eik Skúladóttir, Hákon Bjarki Harðarson, Ingvar Björnsson og Jón Elvar Gunnarsson hlutu öll eitt atkvæði hvert.

Réttkjörin til setu í stjórn LK eru því:  Rafn Bergsson, Bessi Freyr Vésteinsson, Sigurbjörg Ottesen og Vaka Sigurðardóttir.

Kosning tveggja varamanna í stjórn til eins árs:

Unnstein Snorri Snorrason fundarstjóri lýsti eftir framboðum.

Til máls tóku eftirtaldir og gáfu kost á sér til setu í varastjórn, taldir í þeirri röð sem þeir lýstu framboði sínu:  Guðrún Eik Skúladóttir, Jón Elvar Gunnarsson, Hákon Bjarki Harðarson, Aðalbjörg Ásgeirsdóttir og Sigrún Hanna Sigurðardóttir.

Fleiri tóku ekki til máls. Gengið var til atkvæða.  Niðurstaða:

Aðalbjörg Ásgeirsdóttir, 20 atkvæði.

Guðrún Eik Skúladóttir, 13 atkvæði.

Hákon Bjarki Harðarson, 6 atkvæði.

Jón Elvar Gunnarsson, 4 atkvæði.

Sigrún Hanna Sigurðardóttir, 2 atkvæði.

Ingi Björn Árnason, 1 atkvæði.

 1. Varamaður stjórnar LK kjörin: Aðalbjörg Ásgeirsdóttir.
 2. Varamaður stjórnar LK kjörin: Guðrún Eik Skúladóttir.

Kosning búnaðarþingsfulltrúa til setu á aukabúnaðarþingi 10. júní 2021.

Formaður er sjálfkjörinn en kjóra þarf fjóra fulltrúa og fimm til vara.

Finnur Pétursson spyr hvort kosnir verði búnðaarþingsfulltrúar til setu á því eina þingi sem framundan er eða hvort kosningin gildi lengur.

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri upplýsti að kosningin gildi bara fyrir búnaðarþingið í júní nk.  Á búgreinaþingi næsta árs verði kosið til búnaðarþings 2022.

Unnsteinn Snorri Snorrason fundarstjóri lýsti eftir framboðum og gaf orðið laust.

Fram kom að stjórnarmenn LK gáfu kost á sér til setu á búnaðarþingi.

Berglind Hilmarsdóttir tók til máls og gaf einnig kost á sér.

Niðurstaða atkvæðagreiðslu var eftirfarandi:

Rafn Bergsson, 26 atkvæði.

Bessi Freyri Vésteinsson, 24 atkvæði.

Sigurbjörg Ottesen, 21 atkvæði.

Berglind Hilmarsdóttir, 20 atkvæði.

Vaka Sigurðardóttir, 18 atkvæði.

Aðalbjörg Ásgeirsdóttir, Davíð Jónsson og Guðrún Kristín Eiríksdóttir fengu eitt atkvæði hvert.

Rafn Bergsson, Bessi Freyr Vésteinsson, Sigurbjörg Ottesen og Berglind Hilmarsdóttir kjörin fulltrúar á búnaðarþing fyrir hönd Landssambands kúabænda.

Kosning varabúnaðarþingsfulltrúa til setu á aukabúnaðarþingi 10. júní 2021.

Unnsteinn Snorri Snorrason fundarstjóri lýsti eftir framboðum og gaf orðið laust.

Eftirtaldir gáfu kost á sér: Aðalbjörg Ásgeirsdóttir, Hákon Bjarki Harðarson, Jón Elvar Gunnarsson, Samúel Unnsteinn Eyjólfsson, Sigrún Hanna Sigurðardóttir og Vaka Sigurðardóttir.

Gengið var til atkvæðagreiðslu. Niðurstaða:

Jón Elvar Gunnarsson, 26 atkvæði.

Hákon Bjarki Harðarson, 23 atkvæði.

Sigrún Hanna Sigurðardóttir, 21 atkvæði.

Aðalbjörg Ásgeirsdóttir, 21 atkvæði.

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson, 18 atkvæði.

Vaka Sigurðardóttir, 16 atkvæði.

Guðrún Eik Skúladóttir, 2 atkvæði.

Guðrún Kristín Eiríksdóttir, 2 atkvæði.

Ari Hermann Jósavinsson, Arnar Árnason, Egill Gunnarsson, Ingi Björn Árnason, Hermann Ingi Gunnarsson og Þórólfur Ómar Óskarsson hlutu eitt athvæði hver.

 1. Varamaður er Jón Elvar Gunnarsson.
 2. Varamaður er Hákon Bjarki Harðarson.
 3. Varamaður er Sigrún Hanna Sigurðardóttir – að undangengu hlutkesti þar sem atkvæði voru jöfn.
 4. Varamaður er Aðalbjörg Ásgeirsdóttir.
 5. Varamaður er Samúel Unnsteinn Eyjólfsson.

Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins varamanns þeirra til eins árs.

Fyrir fundinum liggur tillaga um óbreytta skipan þeirra embætta.

Aðalmenn:  Guðmundur Bjarnason og Aðalsteinn Hallgrímsson.  Varamaður:  Kristín Hermannsdótir.

Ekki komu fram aðrar tillögur og var tillagan því borin upp.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, 24 talsins.

 1. Önnur mál

Davíð Logi Jónsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu.  Tillagan hafði áður verið send til nefndar en var ekki lögð fyrir fundinn eftir afgreiðslu nefndarinnar.

,,Bann við notkun á pálmaolíu.

Aðalfundur Landssambands kúabænda haldinn í fjarfundarbúnaði þann 9. apríl 2021 beinir því til stjórnar að kanna, greina og meta kosti og galla þess að bannað verði að nota pálmaolíu og afurðir unnar úr pálmaolíu í fóður nautgripa á Íslandi.

Greinargerð: Pálmaolía er unnin úr aldin ákveðinnar pálmategundar og er notuð um allan heim við matvælaframleiðslu, iðnaðarframleiðslu og til fóðurs. Framleiðsla alþjóðlegra stórfyrirtækja á pálmaolíu hefur verið einn af stóru áhrifaþáttunum við eyðingu frumskóga heimsins og eyðileggingar búsvæða sjaldgæfra dýrategunda í útrýmingarhættu. Eyðing skóganna og umbreyting landsins í ræktunarjarðveg dæla milljónum tonna af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið á ári hverju. Pálmaolía er ekki nauðsynleg í fóðri nautgripa en hefur verið notuð til að auka fitu í mjólk en uppi eru efasemdir um gæði þeirrar fitu sem sem pálmaolían skilar í mjólkina. Sum nágrannalönd okkar hafa bannað notkun á pálmaolíu í skepnufóður vegna umhverfissjónarmiða og er eðlilegt að það sé einnig gert hér á landi“.

Berglind Hilmarsdóttir bendir á að bæta þyrfti við að kanna skuli uppruna pálmaolíunnar því ekki er öll pálmaolía unnin með óheilnæmum hætti.  Leggur til viðbót við síðustu málsgrein tillögunnar sem þá verði svohljóðandi:

,,Bann við notkun á pálmaolíu.

Aðalfundur Landssambands kúabænda haldinn í fjarfundarbúnaði þann 9. apríl 2021 beinir því til stjórnar að kanna, greina og meta kosti og galla þess að bannað verði að nota pálmaolíu og afurðir unnar úr pálmaolíu í fóður nautgripa á Íslandi, ásamt því að hvetja til að uppruni pálmaolíunnar verði rakinn.

Greinargerð: Pálmaolía er unnin úr aldin ákveðinnar pálmategundar og er notuð um allan heim við matvælaframleiðslu, iðnaðarframleiðslu og til fóðurs. Framleiðsla alþjóðlegra stórfyrirtækja á pálmaolíu hefur verið einn af stóru áhrifaþáttunum við eyðingu frumskóga heimsins og eyðileggingar búsvæða sjaldgæfra dýrategunda í útrýmingarhættu. Eyðing skóganna og umbreyting landsins í ræktunarjarðveg dæla milljónum tonna af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið á ári hverju. Pálmaolía er ekki nauðsynleg í fóðri nautgripa en hefur verið notuð til að auka fitu í mjólk en uppi eru efasemdir um gæði þeirrar fitu sem sem pálmaolían skilar í mjólkina. Sum nágrannalönd okkar hafa bannað notkun á pálmaolíu í skepnufóður vegna umhverfissjónarmiða og er eðlilegt að það sé einnig gert hér á landi“.

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson spyr hvort ekki þurfi samþykki fundarins til að taka hana til umræðu og afgreiðslu.

Ingvar Björnsson bendir á að tillagan hafi borist fundinum og verið vísað til nefndar.

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson telur að hún hafi í raun ekki komið til fundarins þar sem nefndin lagði hana ekki fyrir að lokinni umfjöllun sinni.

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri bendir á að tillögunni hafi verið breytt frá því að hún barst nefndinni og skoðist því sem ný tillaga.

Unnsteinn Snorri Snorrason fundarstjóri ber undir atkvæði fundarmanna hvort taka skuli tillöguna til afgreiðslu.

22 fundarmenn greiddu atkvæði með því að taka tillöguna fyrir, þrír greiddu atkvæði gegn því.

Opnað fyrir mælendaskrá um tillöguna.

Ingvar Björnsson jákvæður fyrir tillögunni. Þarf að huga að framtíðinni í þessum efnum.

Egill Gunnarsson er andvígur málinu en telur að gott sé að kanna þetta vel og að tillagan feli ekki í sér bann án nánari skoðunar. Vill sýna gætni og virðingu m.a. gagnvart landbúnaðarframleiðslu í öðrum löndum.

Davíð Logi Jónsson jákvæður fyrir breytingartillögu Berglindar

Hákon Bjarki Harðarson telur einnig rétt að skoðaður verði uppruni þeirrar pálmaolíu sem notuð er á hverjum tíma og þannig þurfi lítillega að umorða breytingartillögu Berglindar. Leggur fram eftirfarandi breytingatillögu:

,,Bann við notkun á pálmaolíu.

Aðalfundur Landssambands kúabænda haldinn í fjarfundarbúnaði þann 9. apríl 2021 beinir því til stjórnar að kanna, greina og meta kosti og galla þess að bannað verði að nota pálmaolíu og afurðir unnar úr pálmaolíu í fóður nautgripa á Íslandi, einnig verði skoðaður uppruni þeirrar pálmaolíu sem notuð er á hverjum tíma. 

Greinargerð: Pálmaolía er unnin úr aldin ákveðinnar pálmategundar og er notuð um allan heim við matvælaframleiðslu, iðnaðarframleiðslu og til fóðurs. Framleiðsla alþjóðlegra stórfyrirtækja á pálmaolíu hefur verið einn af stóru áhrifaþáttunum við eyðingu frumskóga heimsins og eyðileggingar búsvæða sjaldgæfra dýrategunda í útrýmingarhættu. Eyðing skóganna og umbreyting landsins í ræktunarjarðveg dæla milljónum tonna af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið á ári hverju. Pálmaolía er ekki nauðsynleg í fóðri nautgripa en hefur verið notuð til að auka fitu í mjólk en uppi eru efasemdir um gæði þeirrar fitu sem sem pálmaolían skilar í mjólkina. Sum nágrannalönd okkar hafa bannað notkun á pálmaolíu í skepnufóður vegna umhverfissjónarmiða og er eðlilegt að það sé einnig gert hér á landi“.

Aðalbjörg Árnadóttir bendir á að eina vottun sem til er varðandi þetta er framkvæmd af einkafyrirtækjum og hafa gæði þeirrar vottunar verið umdeild. Telur hún því erfitt að  meta hvort gæði vottunarinnar séu nægileg til að byggja á þeim.

Breytingatillaga Hákonar Bjarka Harðarssonar gengur lengra og er því borin upp fyrst.

Samþykkt með 22 atkvæðum.

Tillagan svo breytt borin upp.  Samþykkt með 21 atkvæði gegn tveimur.

Berglind Hilmarsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:

,,Fjármögnun yrkjarannsókna.

Aðalfundur Landssambands kúabænda haldinn í fjarfundarbúnaði þann 9. apríl 2021 beinir því til BÍ að kanna áhuga innflytjenda og söluaðila sáðvöru á að veita fjármagni í rannsóknir á yrkjum til ræktunar nytjaplantna í landbúnaði“.

Unnsteinn Snorri Snorrason fundarstjóri bar upp fyrir fundinn hvort taka skuli tillöguna fyrir.

Samþykkt mótatkvæðalaust með 22 atkvæðum.

Orðið laust um tillöguna.

Ingvar Björnsson fagnar skynsamlegri tillögu. Minnir á að fræfyrirtæki kosta yfirleitt rannsóknir á yrkjum og söluaðilar hérlendis séu eiginlega framlenging á þeim.

Davíð Logi Jónsson  leggur til að kveðið verði fastar að orði og allir innflytjendur verði skyldugir til að leggja til fé til rannsóknanna.

Berglind Hilmarsdóttir þakkar góðar undirtektir. Telur að mögulegt væri að breyta orðalagi og kveða fastar að orði t.d. með því að beina til BÍ að brýna söluaðila til að leggja til í yrkjarannsóknir.

Finnur Pétursson leggur fram eftirfarandi breytingatillögu

,,Fjármögnun yrkjarannsókna.

Aðalfundur Landssambands kúabænda haldinn í fjarfundarbúnaði þann 9. apríl 2021 beinir því til stjórnar BÍ að kanna grundvöll fyrir gjaldtöku af fræinnflutningi í ræktunarsjóð til að fjármagna rannsóknir á yrkjum til ræktunar nytjaplantna í landbúnaði“.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs um tillöguna.

Breytingartillagan borin upp og samþykkt með 26 samhljóða atkvæðum.

Tillagan svo breytt borin upp og samþykkt með 25 atkvæðum, mótatkvæðalaust.

Sigrún Hanna Sigurðardóttir gerir athugasemd við að tillögur sem bárust starfsnefnd 5, skuli ekki hafa komið fyrir fundinn.  Af hverju hefði t.d. ekki mátt ræða tillögu sem barst varðandi heiti dýraafurða?

Jón Elvar Gunnnarsson bendir á að ef öll mál eigi að fara fyrir fundinn séu nefndarstörf óþörf.  Nefnir að tillaga um bann við heiti á dýraafurðum sé ekki raunhæf, erfitt sé að snúa við grónum málvenjum á vörum sbr. hnetusmjör.

Aðalbjörg Ásgeirsdóttir tekur undir orð Jóns Elvars. Samstaða var í nefndinni um afgreiðslu tillagna og hvað skyldi leggja fyrir fundinn.

Berglind Hilmarsdóttir bendir á að um sé að ræða samheiti og ekki er hægt að eigna sér eða hljóta sérstaka vernd á slíkt heiti.

Hákon Bjarki Harðarson  Þakkar fyrir góðar umræður á fundinum.  Hefur rætt seinagang hjá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu við framkvæmdastjóra LK. Flestir eiga nú að vera búnir að skila skattskýrslu en upplýsingar um fjárfestingastuðning á skattskýrslu hafa ekki borist, þrátt fyrir að nú sé kominn aprílmánuður.  Það þarf að ýta á ráðuneytið að bæta úr, þar þarf að bæta við fólki, alla vega sjá til þess að menn stundi ekki skattsvik í boði ráðuneytisins vegna skorts á upplýsingum.

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson vill nefna í sambandi við samskipti í félagsstarfinu að heppilegt sé að halda frekar stóra netfundi á borð við þennan en formaður og framkvæmdastjóri fari í hringferðir með tilheyrandi notkun á tíma og kostnaði. Fjarfundarformið gefur færi á tíðari og gagnvirkari upplýsingamiðlun. Ánægður með nýja merkið sem framkvæmdastjóri kynnti og vill gjarnan fá það á matseðla á veitingahúsum.  Þakkar fyrir fundinn.

Sigrún Hanna Sigurðardóttir  bendir á að vernd afurðaheita er víða við lýði erlendis og ætti að vera hægt að vinna með hérlendis.  Neytandi á ekki að vera vafa um uppruna vöru.  Þakkar fyrir ánægjulegan fund.

Umræðum lokið.

Herdís Magna Gunnarsdóttir tók til máls.

Umræður á fundinum gefa gott veganesti fyrir stjórn að vinna að næstu skrefum.  Gaman að sjá hversu margir félagsmenn hafa áhuga á störfum LK og eru tilbúnir að gefa kost á sér til verka. Óskaði hún stjórnarmönnum og öðrum sem kjörnir hafa verið til trúnaðarstarfa til hamingju.  Að svo mæltu þakkaði hún samveruna á fundinum, starfsmönnum fyrir þeirra störf.  Óskaði fundarmönnum velfarnaðar og sleit 35. aðalfundi Landssambands kúabænda kl. 18:05.