Pistlarnir

13.janúar 2023

Búgreinaþing Nautgripabænda 2023 - Allt sem þú þarft að vita!

Búgreinaþing Nautgripabænda 2023 - Allt sem þú þarft að vita!

Búgreinaþing búgreinadeildar Nautgripabænda BÍ árið 2023 verður haldið dagana 22. og 23. febrúar, nk. Þingið verður haldið á Berjaya Reykjavík Natura Hotel, Nauthólsvegi 52.   Búgreinaþing sitja með fullum réttindum þeir fulltrúar sem hafa verið kosnir af félagsmönnum deildarinnar, stunda nautgriparækt og eru fullgildir meðlimir í Bændasamtökum Íslands. Fullgildir meðlimir Bændasamtakanna eru þeir...

30.desember 2022

Áramótapistill: Ár áskoranna og árangurs

Áramótapistill:  Ár áskoranna og árangurs

Fyrir ári síðan sat ég við sama verk, að rita áramótapistil um viðburði starfsársins sem var að líða og stöðu nautgriparæktarinnar. Þá vorum við þegar farin að finna fyrir áhrifum af hökti í aðfangakeðjum heimsins í kjölfar heimsfaraldurs og sáum fram á talsverðar áskoranir í íslenskum landbúnaði fyrir árið 2022. Þá vonaðist ég til að sem allra fyrst myndi rakna úr ástandinu og taldi aðkomu stjórn...

22.desember 2022

Gleðilega hátíð!

Gleðilega hátíð!

10.nóvember 2022

Tryggjum valið!

Tryggjum valið!

Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins ritar Herdís Magna, formaður Nautgripabænda BÍ, um framþróun í íslenskri nautgriparækt, aukin afköst en minni ríkisstuðning. Greinina má lesa í heild sinni hér.

15.september 2022

NØK (Nordisk Økonomisk Kvægavl) 2022

NØK (Nordisk Økonomisk Kvægavl) 2022

Dagana 24.-27. júlí sl. var 37. ráðstefna NØK (Nordisk Økonomisk Kvægavl) haldin á Selfossi. NØK eru norræn samtök áhugamanna um nautgriparækt í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Í umfjölluninni fara Guðmundur og Guðrún yfir erindi ráðstefnunnar.

24.maí 2022

Hversu vel eru bændur tryggðir?

Hversu vel eru bændur tryggðir?

Vaka Sigurðardóttir, bóndi Dagverðareyri og stjórnarmaður hjá Nautgripabændum BÍ, ritaði grein í síðasta Bændablað um tryggingarmál bænda. Þar fer hún yfir þær tryggingar sem bændum stendur til boða og hvernig Bjargráðasjóður hefur breyst frá því að B-deildin var afnumin.

25.janúar 2022

Tækifærin í áskorununum

Tækifærin í áskorununum

Vaka Sigurðardóttir, stjórnarmaður búgreinadeildar kúabænda, ritaði grein í síðasta Bændablað um þær áskoranir sem nú bíða bænda. Þar fer hún yfir aðfangahækkanir, mikilvægi þess að vera sjálfbær og hvað bændur geti gert í stöðunni. Greinina má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Undanfarið hafa orðið töluverðar hækkanir á aðföngum bænda og hefur áburður verið þar sérstaklega áberandi. Talað er um...

25.janúar 2022

Hækkum rána í íslensku kynbótastarfi

Hækkum rána í íslensku kynbótastarfi

Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður kúabænda, ritaði grein í síðasta Bændablað ársins 2021 um næsta stóra stökk í kynbótastarfi íslenskrar nautgriparæktar, erfðamengisúrvalið. Þar fer hún yfir mikilvægi verkefnisins og þess að bændur taki þátt en sýnatökur munu hefjast von bráðar. Greinina má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Um nokkurt skeið hafa íslenskir kúabændur tekist nokkuð á um hvernig ...

31.desember 2021

Nú árið er liðið

Nú árið er liðið

Þá er komið að því, síðasti dagur ársins 2021 er runninn upp og landsmenn líta flestir um öxl til að rifja upp hvað hefur á daga þeirra drifið síðust 12 mánuði og setja sér jafnvel markmið fyrir næsta ár eins og að bæta heilsuna, lesa fleiri bækur eða eyða meiri tíma með ástvinum. En hvað stendur uppúr á árinu þegar við kúabændur lítum um öxl? Í byrjun árs var hugur flestra Austfirðinga og eflaust...

13.desember 2021

Grein: Efst á baugi hjá kúabændum

Grein: Efst á baugi hjá kúabændum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður kúabænda, ritaði grein í nýjasta Bændablaðið, í kjölfar haustfunda kúabænda sem haldnir voru dagana 24.-25. nóvember sl. Þar fer hún yfir þau helstu mál sem voru til umræðu, m.a. hækkun aðfanga, loftslagsmál og fyrirkomulag búgreinaþings. Greinina má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:   Efst á baugi hjá kúabændum Umhverfismál, afurðaverð og búgreinaþing voru þ...